„Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. október 2014 08:00 Darri Ingólfsson Visir/Julia Sandberg Hansson „Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðalhlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafnarfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigurjóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann.Vísir/Julia Sandberg HanssonSex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin formleg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveim dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeildina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft samband við hann og boðið honum hlutverk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“ Tengdar fréttir Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00 Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30 Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00 Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30 Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Fleiri fréttir Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Sjá meira
„Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðalhlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafnarfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigurjóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann.Vísir/Julia Sandberg HanssonSex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin formleg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveim dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeildina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft samband við hann og boðið honum hlutverk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“
Tengdar fréttir Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00 Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30 Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00 Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30 Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Fleiri fréttir Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Sjá meira
Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00
Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30
Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00
Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30