„Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. október 2014 08:00 Darri Ingólfsson Visir/Julia Sandberg Hansson „Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðalhlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafnarfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigurjóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann.Vísir/Julia Sandberg HanssonSex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin formleg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveim dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeildina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft samband við hann og boðið honum hlutverk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“ Tengdar fréttir Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00 Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30 Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00 Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30 Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
„Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðalhlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafnarfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigurjóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann.Vísir/Julia Sandberg HanssonSex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin formleg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveim dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeildina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft samband við hann og boðið honum hlutverk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“
Tengdar fréttir Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00 Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30 Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00 Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30 Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00
Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30
Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00
Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30