Segir bænahópinn áreitni fyrir konur Hanna Ólafsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Steinunn Rögnvaldsdóttir kynja- og félagsfræðingur vill að Landspítalinn athugi hvort að það sé skjólstæðingum sínum fyrir bestu að leyfa bænahópnum að vera fyrir framan kvennadeildina. vísir/Valli „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-og kynjafræðingur um þann hóp fólks sem kemur vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreytingum til fóstureyðinga eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggða á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félasgráðgjafa á kvennadeild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði. Einnig velti ég því fyrir mér hvort að sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og ætti ekki að vera fordæmd frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum, spyr ég á móti, ætti að fækka hjartaþræðingum? Báðar eru þetta mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvað fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjartaþræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það niðurlægjandi og mér myndi hreinlega finnast það vera áreitni. "Mikilvægur réttur kvenna Steinunn segir fóstureyðingar vera mikilvægur réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu og slík viðhorf sem fólkið í bænahóppnum hefur uppi nær frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstureyðingu hér á landi er ekki óskorðaður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæðum. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synjað um þá beiðni. Ef að tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu líkt og fólkið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema að það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“ Tengdar fréttir Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
„Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-og kynjafræðingur um þann hóp fólks sem kemur vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreytingum til fóstureyðinga eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggða á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félasgráðgjafa á kvennadeild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði. Einnig velti ég því fyrir mér hvort að sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og ætti ekki að vera fordæmd frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum, spyr ég á móti, ætti að fækka hjartaþræðingum? Báðar eru þetta mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvað fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjartaþræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það niðurlægjandi og mér myndi hreinlega finnast það vera áreitni. "Mikilvægur réttur kvenna Steinunn segir fóstureyðingar vera mikilvægur réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu og slík viðhorf sem fólkið í bænahóppnum hefur uppi nær frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstureyðingu hér á landi er ekki óskorðaður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæðum. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synjað um þá beiðni. Ef að tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu líkt og fólkið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema að það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“
Tengdar fréttir Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30