Segir bænahópinn áreitni fyrir konur Hanna Ólafsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Steinunn Rögnvaldsdóttir kynja- og félagsfræðingur vill að Landspítalinn athugi hvort að það sé skjólstæðingum sínum fyrir bestu að leyfa bænahópnum að vera fyrir framan kvennadeildina. vísir/Valli „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-og kynjafræðingur um þann hóp fólks sem kemur vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreytingum til fóstureyðinga eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggða á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félasgráðgjafa á kvennadeild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði. Einnig velti ég því fyrir mér hvort að sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og ætti ekki að vera fordæmd frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum, spyr ég á móti, ætti að fækka hjartaþræðingum? Báðar eru þetta mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvað fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjartaþræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það niðurlægjandi og mér myndi hreinlega finnast það vera áreitni. "Mikilvægur réttur kvenna Steinunn segir fóstureyðingar vera mikilvægur réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu og slík viðhorf sem fólkið í bænahóppnum hefur uppi nær frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstureyðingu hér á landi er ekki óskorðaður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæðum. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synjað um þá beiðni. Ef að tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu líkt og fólkið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema að það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“ Tengdar fréttir Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-og kynjafræðingur um þann hóp fólks sem kemur vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreytingum til fóstureyðinga eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggða á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félasgráðgjafa á kvennadeild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði. Einnig velti ég því fyrir mér hvort að sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og ætti ekki að vera fordæmd frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum, spyr ég á móti, ætti að fækka hjartaþræðingum? Báðar eru þetta mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvað fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjartaþræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það niðurlægjandi og mér myndi hreinlega finnast það vera áreitni. "Mikilvægur réttur kvenna Steinunn segir fóstureyðingar vera mikilvægur réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu og slík viðhorf sem fólkið í bænahóppnum hefur uppi nær frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstureyðingu hér á landi er ekki óskorðaður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæðum. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synjað um þá beiðni. Ef að tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu líkt og fólkið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema að það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“
Tengdar fréttir Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30