Segir bænahópinn áreitni fyrir konur Hanna Ólafsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Steinunn Rögnvaldsdóttir kynja- og félagsfræðingur vill að Landspítalinn athugi hvort að það sé skjólstæðingum sínum fyrir bestu að leyfa bænahópnum að vera fyrir framan kvennadeildina. vísir/Valli „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-og kynjafræðingur um þann hóp fólks sem kemur vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreytingum til fóstureyðinga eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggða á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félasgráðgjafa á kvennadeild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði. Einnig velti ég því fyrir mér hvort að sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og ætti ekki að vera fordæmd frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum, spyr ég á móti, ætti að fækka hjartaþræðingum? Báðar eru þetta mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvað fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjartaþræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það niðurlægjandi og mér myndi hreinlega finnast það vera áreitni. "Mikilvægur réttur kvenna Steinunn segir fóstureyðingar vera mikilvægur réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu og slík viðhorf sem fólkið í bænahóppnum hefur uppi nær frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstureyðingu hér á landi er ekki óskorðaður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæðum. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synjað um þá beiðni. Ef að tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu líkt og fólkið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema að það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“ Tengdar fréttir Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-og kynjafræðingur um þann hóp fólks sem kemur vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreytingum til fóstureyðinga eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggða á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félasgráðgjafa á kvennadeild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði. Einnig velti ég því fyrir mér hvort að sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og ætti ekki að vera fordæmd frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum, spyr ég á móti, ætti að fækka hjartaþræðingum? Báðar eru þetta mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvað fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjartaþræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það niðurlægjandi og mér myndi hreinlega finnast það vera áreitni. "Mikilvægur réttur kvenna Steinunn segir fóstureyðingar vera mikilvægur réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu og slík viðhorf sem fólkið í bænahóppnum hefur uppi nær frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstureyðingu hér á landi er ekki óskorðaður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæðum. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synjað um þá beiðni. Ef að tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu líkt og fólkið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema að það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“
Tengdar fréttir Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30