Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. október 2014 09:00 Svona var umhorfs við Fiskikónginn í sumar en nú hefur draslið verið fjarlægt og eigandinn stefnir að því að lóðin verði valin fegursta fyrirtækjalóð borgarinnar. Vísir/Arnþór „Að okkar mati eru engin haldbær rök fyrir því að neita þessum framkvæmdum,“ segir Kristján Berg í Fiskikónginum, sem borgin hefur í annað sinn neitað um leyfi fyrir þaki yfir port við verslunina á Sogavegi 3. Ofangreind tilvitnun er úr greinargerð Kristjáns til borgarinnar. Þar rekur hann að miklar breytingar hafi orðið við Sogaveg 3 frá því húsið var byggt árið 1983; húsið hafi verið stækkað til austurs og vesturs, undir nýbyggingu sé kjallari og stórt port fyrir vörumóttöku sé nú við húsið. Það er einmitt yfir þetta port sem Kristján vill byggja. Ósk hans þar að lútandi var fyrst synjað af borgaryfirvöldum fyrir þremur mánuðum, meðal annars með vísan til nágranna sem höfðu áhyggjur af auknum umsvifum á staðnum. „Að sjálfsögðu er mikið rask þegar verið er að byggja hús og þá sérstaklega þegar versluninni hefur ekki verið lokað í eina einustu mínútu á meðan á öllu þessu stóð,“ rekur Kristján í nýju umsókninni og undirstrikar þar eftirfarandi: „Á meðan allt þjóðfélagið var á „hold“ þá var verið að stækka, byggja, breyta og bæta húsnæðið frá a til ö.“Kristján Berg.Við þetta bætir Kristján að peningar vaxi ekki á trjánum. Allur kraftur og peningar eigandans hafi farið í að láta húsnæðið standast kröfur. „Skiljum við gremju einhvers ef það hefur verið sjónrænt drasl á lóð Sogavegar 3 út af byggingarframkvæmdum,“ segir Kristján í greinargerðinni og tekur fram að allt sé nú komið í 100 prósent lag. Þá ítrekar Kristján að ekki standi til að auka umfang verslunarinnar. „Fyrst og fremst er þessi umsókn um bygginguna yfir portið til þess fallin að gera þetta að fallegu húsi sem getur sómt sér vel fyrir borgarbúa og íbúa hverfisins ásamt eiganda fyrirtækisins,“ segir Kristján sem kveður fiskverslunina eiga að vera til fyrirmyndar. Þá minnir Kristján á að fyrir um þremur áratugum hafi Sogavegur fengið verðlaun fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina. Stefnan nú sé að fá slík verðlaun á næstu tveimur til þremur árum. Embætti skipulagsfulltrúa segist lýsa ánægju með bættan frágang lóðar Fiskikóngsins og umgengni um hana en synjar ósk Kristjáns. „Ekki er fallist á að framkomin séu rök fyrir breyttri afstöðu til umsóknarinnar enda hafa, eins og fram kemur í greinargerðinni, verið veitt nokkur leyfi fyrir þróun hússins á lóðinni undanfarin ár,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúans. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
„Að okkar mati eru engin haldbær rök fyrir því að neita þessum framkvæmdum,“ segir Kristján Berg í Fiskikónginum, sem borgin hefur í annað sinn neitað um leyfi fyrir þaki yfir port við verslunina á Sogavegi 3. Ofangreind tilvitnun er úr greinargerð Kristjáns til borgarinnar. Þar rekur hann að miklar breytingar hafi orðið við Sogaveg 3 frá því húsið var byggt árið 1983; húsið hafi verið stækkað til austurs og vesturs, undir nýbyggingu sé kjallari og stórt port fyrir vörumóttöku sé nú við húsið. Það er einmitt yfir þetta port sem Kristján vill byggja. Ósk hans þar að lútandi var fyrst synjað af borgaryfirvöldum fyrir þremur mánuðum, meðal annars með vísan til nágranna sem höfðu áhyggjur af auknum umsvifum á staðnum. „Að sjálfsögðu er mikið rask þegar verið er að byggja hús og þá sérstaklega þegar versluninni hefur ekki verið lokað í eina einustu mínútu á meðan á öllu þessu stóð,“ rekur Kristján í nýju umsókninni og undirstrikar þar eftirfarandi: „Á meðan allt þjóðfélagið var á „hold“ þá var verið að stækka, byggja, breyta og bæta húsnæðið frá a til ö.“Kristján Berg.Við þetta bætir Kristján að peningar vaxi ekki á trjánum. Allur kraftur og peningar eigandans hafi farið í að láta húsnæðið standast kröfur. „Skiljum við gremju einhvers ef það hefur verið sjónrænt drasl á lóð Sogavegar 3 út af byggingarframkvæmdum,“ segir Kristján í greinargerðinni og tekur fram að allt sé nú komið í 100 prósent lag. Þá ítrekar Kristján að ekki standi til að auka umfang verslunarinnar. „Fyrst og fremst er þessi umsókn um bygginguna yfir portið til þess fallin að gera þetta að fallegu húsi sem getur sómt sér vel fyrir borgarbúa og íbúa hverfisins ásamt eiganda fyrirtækisins,“ segir Kristján sem kveður fiskverslunina eiga að vera til fyrirmyndar. Þá minnir Kristján á að fyrir um þremur áratugum hafi Sogavegur fengið verðlaun fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina. Stefnan nú sé að fá slík verðlaun á næstu tveimur til þremur árum. Embætti skipulagsfulltrúa segist lýsa ánægju með bættan frágang lóðar Fiskikóngsins og umgengni um hana en synjar ósk Kristjáns. „Ekki er fallist á að framkomin séu rök fyrir breyttri afstöðu til umsóknarinnar enda hafa, eins og fram kemur í greinargerðinni, verið veitt nokkur leyfi fyrir þróun hússins á lóðinni undanfarin ár,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúans.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira