Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans Hanna Ólafsdóttir skrifar 15. október 2014 09:30 Ásdís Terisita Einarsson, Francis Steinar, Denis O'Leary og April Frigge fyrir framan Kvennadeild Landspítalans. vísir/Ernir „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira