Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans Hanna Ólafsdóttir skrifar 15. október 2014 09:30 Ásdís Terisita Einarsson, Francis Steinar, Denis O'Leary og April Frigge fyrir framan Kvennadeild Landspítalans. vísir/Ernir „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Viðskiptaráð í stríði því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Viðskiptaráð í stríði því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira