Ómakleg gagnrýni þingnefndar og ósæmandi fullyrðingar Skálholtsvina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2014 07:00 Staðsetning Þorláksbúðar við hlið Skálholtskirkju og sögulegt gildi búðarinnar er umdeilt. Fréttablaðið/Vilhelm „Ítrekað skal að engar vísbendingar eru um annað en að framlög þessi hafi verið notuð í þágu byggingarinnar,“ segir í greinargerð Ríkisendurskoðunar þar sem fjallað er um notkun á skattfé sem runnið hefur til uppbyggingar Þorláksbúðar í Skálholti. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hvatti í mars í fyrra Ríkisendurskoðun til að „ljúka því verki að upplýsa um hvernig skattfé sem runnið“ hefði til Þorláksbúðarfélagsins hefði verið varið. Árni Johnsen hefur verið aðalforsvarsmaður félagsins.Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.Nú segir Ríkisendurskoðun fullyrðingu þingnefndarinnar, um að Ríkisendurskoðun hafi í bréfi til forsætisnefndar Alþingis í júní 2012 ekki lokið við að upplýsa hvernig skattfé sem rann til Þorláksbúðar hafi verið varið, bæði ranga og ómaklega. „Bréfið upplýsti einmitt um hvert fjármunirnir hefðu runnið,“ segir Ríkisendurskoðun.Eiður Guðnason, forsvarsmaður áhugamanna um velferð Skálholtsstaðar.Þá segir Ríkisendurskoðun að tilefni gagnrýni þingnefndarinnar á starf Ríkisendurskoðunar sé fyrst og fremst fullyrðingar svokallaðra áhugamanna um velferð Skálholtsstaðar í bréfi til nefndarinnar. Í þeim hópi voru Eiður Guðnason, Vilhjálmur Bjarnason, Ormar Þór Guðmundsson og Jón Hákon Magnússon, sem nú er látinn. Ríkisendurskoðun segir engan þeirra hafa haft samband til að afla gagna eða renna stoðum undir þessar fullyrðingar. „Fullyrðing bréfritara um að ekki hafi farið fram nein athugun á fylgiskjölum í bókhaldi félagsins á sér enga stoð í raunveruleikanum og er bréfriturum ekki sæmandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að sá starfsmaður Ríkisendurskoðunar, sem annaðist athugun á fjárreiðum félagsins, skoðaði hvert einasta fylgiskjal í bókhaldi þess sem og yfirlit bankareikninga,“ segir Ríkisendurskoðun.Árni Johnsen, forsvarsmaður Þorláksbúðarfélagsins. Að sögn Ríkisendurskoðunar er Þorláksbúðarfélagið skilgreint sem félagasamtök og að engu leyti í eigu eða undir stjórn ríkisins eða annars opinbers aðila. Engu að síður hafi starfsmaður Ríkisendurskoðunar fengið að skoða hvert einasta fylgiskjal í bókhaldi Þorláksbúðarfélagsins og yfirlit bankareikninga. „Ekkert sérstakt þótti stinga í augu auk þess sem allt stemmdi,“ segir Ríkisendurskoðun. Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Ítrekað skal að engar vísbendingar eru um annað en að framlög þessi hafi verið notuð í þágu byggingarinnar,“ segir í greinargerð Ríkisendurskoðunar þar sem fjallað er um notkun á skattfé sem runnið hefur til uppbyggingar Þorláksbúðar í Skálholti. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hvatti í mars í fyrra Ríkisendurskoðun til að „ljúka því verki að upplýsa um hvernig skattfé sem runnið“ hefði til Þorláksbúðarfélagsins hefði verið varið. Árni Johnsen hefur verið aðalforsvarsmaður félagsins.Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.Nú segir Ríkisendurskoðun fullyrðingu þingnefndarinnar, um að Ríkisendurskoðun hafi í bréfi til forsætisnefndar Alþingis í júní 2012 ekki lokið við að upplýsa hvernig skattfé sem rann til Þorláksbúðar hafi verið varið, bæði ranga og ómaklega. „Bréfið upplýsti einmitt um hvert fjármunirnir hefðu runnið,“ segir Ríkisendurskoðun.Eiður Guðnason, forsvarsmaður áhugamanna um velferð Skálholtsstaðar.Þá segir Ríkisendurskoðun að tilefni gagnrýni þingnefndarinnar á starf Ríkisendurskoðunar sé fyrst og fremst fullyrðingar svokallaðra áhugamanna um velferð Skálholtsstaðar í bréfi til nefndarinnar. Í þeim hópi voru Eiður Guðnason, Vilhjálmur Bjarnason, Ormar Þór Guðmundsson og Jón Hákon Magnússon, sem nú er látinn. Ríkisendurskoðun segir engan þeirra hafa haft samband til að afla gagna eða renna stoðum undir þessar fullyrðingar. „Fullyrðing bréfritara um að ekki hafi farið fram nein athugun á fylgiskjölum í bókhaldi félagsins á sér enga stoð í raunveruleikanum og er bréfriturum ekki sæmandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að sá starfsmaður Ríkisendurskoðunar, sem annaðist athugun á fjárreiðum félagsins, skoðaði hvert einasta fylgiskjal í bókhaldi þess sem og yfirlit bankareikninga,“ segir Ríkisendurskoðun.Árni Johnsen, forsvarsmaður Þorláksbúðarfélagsins. Að sögn Ríkisendurskoðunar er Þorláksbúðarfélagið skilgreint sem félagasamtök og að engu leyti í eigu eða undir stjórn ríkisins eða annars opinbers aðila. Engu að síður hafi starfsmaður Ríkisendurskoðunar fengið að skoða hvert einasta fylgiskjal í bókhaldi Þorláksbúðarfélagsins og yfirlit bankareikninga. „Ekkert sérstakt þótti stinga í augu auk þess sem allt stemmdi,“ segir Ríkisendurskoðun.
Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira