Einkahlutafélag með samning við ráðuneytið um æskulýðsrannsóknir án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 30. september 2014 07:00 Rannsóknir og greining ehf. er til húsa í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirtækið leigir húsnæðið af skólanum. Mynd/Stefán Karlsson Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 milljónir króna frá hinu opinbera, í gegnum samning við menntamálaráðuneytið, til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks. Ekki var leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðsrannsóknum vegna þessara styrkja. Í fjárlögum ár hvert er liður undir æskulýðsmálum sem nefnist æskulýðsrannsóknir. Frá árinu 2006 hefur 57 milljónum króna verið varið í málaflokkinn og meginþorri þess fjármagns sem fer í málaflokkinn rennur til Rannsóknar og greiningar.Samningurinn er gerður í ráðherratíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur„Innihalda ekki ákvæði um uppsögn eða eftirlit“ Árið 2009, nánar tiltekið 12. janúar þess árs, var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og Rannsóknar og greiningar ehf. Samningurinn var undirritaður tveimur vikum áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks liðaðist í sundur. Þáverandi menntamálaráðherra var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samið var við fyrirtækið fram til ársins 2016 og er ekkert uppsagnarákvæði í samningnum við fyrirtækið. Sá samningur hljóðar upp á 24.2 milljónir króna. Lög um opinber innkaup, sem eru frá árinu 2007, heimila ekki samningagerð að þessari stærðargráðu, án þess að útboð sé viðhaft. Kristín Kalmansdóttir , sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, telur fullt tilefni til að skoða þennan samning nánar. „Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum árum haft samningamál ráðuneytanna til sérstakrar skoðunar og birt samtals 10 skýrslur um þau mál. Í þessum skýrslum hefur stofnunin m.a. gert athugasemdir við það ef samningar hafa ekki innihaldið ákvæði um uppsögn samnings og eftirlit ráðuneytis með framkvæmd hans. Með hliðsjón af þessum og öðrum athugasemdum Ríkisendurskoðunar er varða samningamál ráðuneytanna telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Í þessu sambandi bendir stofnunin einnig á að samkvæmt 4. gr. laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur gera við eitt eða fleiri fyriræki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna.“Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf.Skýrsla frá árinu 2013 gagnrýnir umhverfi æskulýðsrannsókna Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf., segir það afar gott að ríkið vilji vera með í að rannsaka ungt fólk og telur stöðu þess ekki vera forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir. „Það er mjög gott að hið opinbera vilji vera með okkur í því að kanna líðan barnanna okkar. Við lítum ekki á þetta sem forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir, þar sem þessar rannsóknir hafa verið stundaðar óslitið síðan 1992 og mikilvægt að það náist samfella í rannsóknir af þessu tagi.“ Árið 2013 kom út skýrsla ráðgjafarnefndar um æskulýðsrannsóknir þar sem bent var á þessar brotalamir í kerfinu. Nefndin lagði til að mótuð yrði stefna um að öll gögn yrðu gerð opinber sem safnað er fyrir opinbert fé. Einnig lagði nefndin til að ferli í auglýsingum og veiting styrkja væri gagnsæ og að jafnræði væri milli umsækjenda. Að endingu minnti nefndin á að ekkert gæðaviðmið eða mat á áætluðum ávinningi rannsókna væri viðhaft. Því gæti hið opinbera ekki vitað hvort því fjármagni sem varið er í æskulýðsrannsóknir væri hugsanlega betur varið með öðrum aðferðum. Sögu einkahlutafélagsins má rekja aftur til ársins 1997 þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra ákvað að leggja niður Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála (RUM). Upp úr því varð til Námsmatsstofnun en rannsóknarhluti RUM var gefinn eftir til nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar ehf., ákveðið af Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra. „Rannsóknir og greining ehf. fékk á sínum tíma heimild til að halda rannsóknum um ungt fólk áfram og viðhalda starfinu sem unnið hafði verið innan RUM. Það var í rauninni búið að leggja þetta niður á þeim tíma,“ segir Jón Sigfússon. Á þessum tíma, frá árinu 1997-1998, var Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar ehf., í hálfu starfi fyrir menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og í hálfu starfi hjá Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála. Einnig var hún aðstoðarmaður bæði Davíðs Oddssonar og Ólafs G. Einarssonar á kjörtímabilinu 1991-1995.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.Tjáði sig ekki Menntamálaráðuneytið hefur gert tvo samninga við fyrirtækið Rannsóknir og greiningu ehf. Sá fyrri er frá árinu 2004 og sá seinni gerður þann 12. janúar árið 2009. Seinni samningurinn hljóðar upp á 24,2 milljónir króna og er til ársins 2016. Á þeim tíma sem fyrirtækið hefur gert samninga við hið opinbera um æskulýðsrannsóknir hefur eigandi fyrirtækisins greitt sér rúmar 13 milljónir króna í arð úr fyrirtækinu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 milljónir króna frá hinu opinbera, í gegnum samning við menntamálaráðuneytið, til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks. Ekki var leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðsrannsóknum vegna þessara styrkja. Í fjárlögum ár hvert er liður undir æskulýðsmálum sem nefnist æskulýðsrannsóknir. Frá árinu 2006 hefur 57 milljónum króna verið varið í málaflokkinn og meginþorri þess fjármagns sem fer í málaflokkinn rennur til Rannsóknar og greiningar.Samningurinn er gerður í ráðherratíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur„Innihalda ekki ákvæði um uppsögn eða eftirlit“ Árið 2009, nánar tiltekið 12. janúar þess árs, var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og Rannsóknar og greiningar ehf. Samningurinn var undirritaður tveimur vikum áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks liðaðist í sundur. Þáverandi menntamálaráðherra var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samið var við fyrirtækið fram til ársins 2016 og er ekkert uppsagnarákvæði í samningnum við fyrirtækið. Sá samningur hljóðar upp á 24.2 milljónir króna. Lög um opinber innkaup, sem eru frá árinu 2007, heimila ekki samningagerð að þessari stærðargráðu, án þess að útboð sé viðhaft. Kristín Kalmansdóttir , sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, telur fullt tilefni til að skoða þennan samning nánar. „Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum árum haft samningamál ráðuneytanna til sérstakrar skoðunar og birt samtals 10 skýrslur um þau mál. Í þessum skýrslum hefur stofnunin m.a. gert athugasemdir við það ef samningar hafa ekki innihaldið ákvæði um uppsögn samnings og eftirlit ráðuneytis með framkvæmd hans. Með hliðsjón af þessum og öðrum athugasemdum Ríkisendurskoðunar er varða samningamál ráðuneytanna telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Í þessu sambandi bendir stofnunin einnig á að samkvæmt 4. gr. laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur gera við eitt eða fleiri fyriræki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna.“Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf.Skýrsla frá árinu 2013 gagnrýnir umhverfi æskulýðsrannsókna Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf., segir það afar gott að ríkið vilji vera með í að rannsaka ungt fólk og telur stöðu þess ekki vera forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir. „Það er mjög gott að hið opinbera vilji vera með okkur í því að kanna líðan barnanna okkar. Við lítum ekki á þetta sem forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir, þar sem þessar rannsóknir hafa verið stundaðar óslitið síðan 1992 og mikilvægt að það náist samfella í rannsóknir af þessu tagi.“ Árið 2013 kom út skýrsla ráðgjafarnefndar um æskulýðsrannsóknir þar sem bent var á þessar brotalamir í kerfinu. Nefndin lagði til að mótuð yrði stefna um að öll gögn yrðu gerð opinber sem safnað er fyrir opinbert fé. Einnig lagði nefndin til að ferli í auglýsingum og veiting styrkja væri gagnsæ og að jafnræði væri milli umsækjenda. Að endingu minnti nefndin á að ekkert gæðaviðmið eða mat á áætluðum ávinningi rannsókna væri viðhaft. Því gæti hið opinbera ekki vitað hvort því fjármagni sem varið er í æskulýðsrannsóknir væri hugsanlega betur varið með öðrum aðferðum. Sögu einkahlutafélagsins má rekja aftur til ársins 1997 þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra ákvað að leggja niður Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála (RUM). Upp úr því varð til Námsmatsstofnun en rannsóknarhluti RUM var gefinn eftir til nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar ehf., ákveðið af Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra. „Rannsóknir og greining ehf. fékk á sínum tíma heimild til að halda rannsóknum um ungt fólk áfram og viðhalda starfinu sem unnið hafði verið innan RUM. Það var í rauninni búið að leggja þetta niður á þeim tíma,“ segir Jón Sigfússon. Á þessum tíma, frá árinu 1997-1998, var Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar ehf., í hálfu starfi fyrir menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og í hálfu starfi hjá Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála. Einnig var hún aðstoðarmaður bæði Davíðs Oddssonar og Ólafs G. Einarssonar á kjörtímabilinu 1991-1995.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.Tjáði sig ekki Menntamálaráðuneytið hefur gert tvo samninga við fyrirtækið Rannsóknir og greiningu ehf. Sá fyrri er frá árinu 2004 og sá seinni gerður þann 12. janúar árið 2009. Seinni samningurinn hljóðar upp á 24,2 milljónir króna og er til ársins 2016. Á þeim tíma sem fyrirtækið hefur gert samninga við hið opinbera um æskulýðsrannsóknir hefur eigandi fyrirtækisins greitt sér rúmar 13 milljónir króna í arð úr fyrirtækinu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira