Einkahlutafélag með samning við ráðuneytið um æskulýðsrannsóknir án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 30. september 2014 07:00 Rannsóknir og greining ehf. er til húsa í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirtækið leigir húsnæðið af skólanum. Mynd/Stefán Karlsson Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 milljónir króna frá hinu opinbera, í gegnum samning við menntamálaráðuneytið, til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks. Ekki var leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðsrannsóknum vegna þessara styrkja. Í fjárlögum ár hvert er liður undir æskulýðsmálum sem nefnist æskulýðsrannsóknir. Frá árinu 2006 hefur 57 milljónum króna verið varið í málaflokkinn og meginþorri þess fjármagns sem fer í málaflokkinn rennur til Rannsóknar og greiningar.Samningurinn er gerður í ráðherratíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur„Innihalda ekki ákvæði um uppsögn eða eftirlit“ Árið 2009, nánar tiltekið 12. janúar þess árs, var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og Rannsóknar og greiningar ehf. Samningurinn var undirritaður tveimur vikum áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks liðaðist í sundur. Þáverandi menntamálaráðherra var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samið var við fyrirtækið fram til ársins 2016 og er ekkert uppsagnarákvæði í samningnum við fyrirtækið. Sá samningur hljóðar upp á 24.2 milljónir króna. Lög um opinber innkaup, sem eru frá árinu 2007, heimila ekki samningagerð að þessari stærðargráðu, án þess að útboð sé viðhaft. Kristín Kalmansdóttir , sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, telur fullt tilefni til að skoða þennan samning nánar. „Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum árum haft samningamál ráðuneytanna til sérstakrar skoðunar og birt samtals 10 skýrslur um þau mál. Í þessum skýrslum hefur stofnunin m.a. gert athugasemdir við það ef samningar hafa ekki innihaldið ákvæði um uppsögn samnings og eftirlit ráðuneytis með framkvæmd hans. Með hliðsjón af þessum og öðrum athugasemdum Ríkisendurskoðunar er varða samningamál ráðuneytanna telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Í þessu sambandi bendir stofnunin einnig á að samkvæmt 4. gr. laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur gera við eitt eða fleiri fyriræki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna.“Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf.Skýrsla frá árinu 2013 gagnrýnir umhverfi æskulýðsrannsókna Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf., segir það afar gott að ríkið vilji vera með í að rannsaka ungt fólk og telur stöðu þess ekki vera forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir. „Það er mjög gott að hið opinbera vilji vera með okkur í því að kanna líðan barnanna okkar. Við lítum ekki á þetta sem forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir, þar sem þessar rannsóknir hafa verið stundaðar óslitið síðan 1992 og mikilvægt að það náist samfella í rannsóknir af þessu tagi.“ Árið 2013 kom út skýrsla ráðgjafarnefndar um æskulýðsrannsóknir þar sem bent var á þessar brotalamir í kerfinu. Nefndin lagði til að mótuð yrði stefna um að öll gögn yrðu gerð opinber sem safnað er fyrir opinbert fé. Einnig lagði nefndin til að ferli í auglýsingum og veiting styrkja væri gagnsæ og að jafnræði væri milli umsækjenda. Að endingu minnti nefndin á að ekkert gæðaviðmið eða mat á áætluðum ávinningi rannsókna væri viðhaft. Því gæti hið opinbera ekki vitað hvort því fjármagni sem varið er í æskulýðsrannsóknir væri hugsanlega betur varið með öðrum aðferðum. Sögu einkahlutafélagsins má rekja aftur til ársins 1997 þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra ákvað að leggja niður Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála (RUM). Upp úr því varð til Námsmatsstofnun en rannsóknarhluti RUM var gefinn eftir til nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar ehf., ákveðið af Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra. „Rannsóknir og greining ehf. fékk á sínum tíma heimild til að halda rannsóknum um ungt fólk áfram og viðhalda starfinu sem unnið hafði verið innan RUM. Það var í rauninni búið að leggja þetta niður á þeim tíma,“ segir Jón Sigfússon. Á þessum tíma, frá árinu 1997-1998, var Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar ehf., í hálfu starfi fyrir menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og í hálfu starfi hjá Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála. Einnig var hún aðstoðarmaður bæði Davíðs Oddssonar og Ólafs G. Einarssonar á kjörtímabilinu 1991-1995.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.Tjáði sig ekki Menntamálaráðuneytið hefur gert tvo samninga við fyrirtækið Rannsóknir og greiningu ehf. Sá fyrri er frá árinu 2004 og sá seinni gerður þann 12. janúar árið 2009. Seinni samningurinn hljóðar upp á 24,2 milljónir króna og er til ársins 2016. Á þeim tíma sem fyrirtækið hefur gert samninga við hið opinbera um æskulýðsrannsóknir hefur eigandi fyrirtækisins greitt sér rúmar 13 milljónir króna í arð úr fyrirtækinu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 milljónir króna frá hinu opinbera, í gegnum samning við menntamálaráðuneytið, til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks. Ekki var leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðsrannsóknum vegna þessara styrkja. Í fjárlögum ár hvert er liður undir æskulýðsmálum sem nefnist æskulýðsrannsóknir. Frá árinu 2006 hefur 57 milljónum króna verið varið í málaflokkinn og meginþorri þess fjármagns sem fer í málaflokkinn rennur til Rannsóknar og greiningar.Samningurinn er gerður í ráðherratíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur„Innihalda ekki ákvæði um uppsögn eða eftirlit“ Árið 2009, nánar tiltekið 12. janúar þess árs, var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og Rannsóknar og greiningar ehf. Samningurinn var undirritaður tveimur vikum áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks liðaðist í sundur. Þáverandi menntamálaráðherra var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samið var við fyrirtækið fram til ársins 2016 og er ekkert uppsagnarákvæði í samningnum við fyrirtækið. Sá samningur hljóðar upp á 24.2 milljónir króna. Lög um opinber innkaup, sem eru frá árinu 2007, heimila ekki samningagerð að þessari stærðargráðu, án þess að útboð sé viðhaft. Kristín Kalmansdóttir , sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, telur fullt tilefni til að skoða þennan samning nánar. „Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum árum haft samningamál ráðuneytanna til sérstakrar skoðunar og birt samtals 10 skýrslur um þau mál. Í þessum skýrslum hefur stofnunin m.a. gert athugasemdir við það ef samningar hafa ekki innihaldið ákvæði um uppsögn samnings og eftirlit ráðuneytis með framkvæmd hans. Með hliðsjón af þessum og öðrum athugasemdum Ríkisendurskoðunar er varða samningamál ráðuneytanna telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Í þessu sambandi bendir stofnunin einnig á að samkvæmt 4. gr. laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur gera við eitt eða fleiri fyriræki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna.“Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf.Skýrsla frá árinu 2013 gagnrýnir umhverfi æskulýðsrannsókna Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf., segir það afar gott að ríkið vilji vera með í að rannsaka ungt fólk og telur stöðu þess ekki vera forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir. „Það er mjög gott að hið opinbera vilji vera með okkur í því að kanna líðan barnanna okkar. Við lítum ekki á þetta sem forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir, þar sem þessar rannsóknir hafa verið stundaðar óslitið síðan 1992 og mikilvægt að það náist samfella í rannsóknir af þessu tagi.“ Árið 2013 kom út skýrsla ráðgjafarnefndar um æskulýðsrannsóknir þar sem bent var á þessar brotalamir í kerfinu. Nefndin lagði til að mótuð yrði stefna um að öll gögn yrðu gerð opinber sem safnað er fyrir opinbert fé. Einnig lagði nefndin til að ferli í auglýsingum og veiting styrkja væri gagnsæ og að jafnræði væri milli umsækjenda. Að endingu minnti nefndin á að ekkert gæðaviðmið eða mat á áætluðum ávinningi rannsókna væri viðhaft. Því gæti hið opinbera ekki vitað hvort því fjármagni sem varið er í æskulýðsrannsóknir væri hugsanlega betur varið með öðrum aðferðum. Sögu einkahlutafélagsins má rekja aftur til ársins 1997 þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra ákvað að leggja niður Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála (RUM). Upp úr því varð til Námsmatsstofnun en rannsóknarhluti RUM var gefinn eftir til nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar ehf., ákveðið af Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra. „Rannsóknir og greining ehf. fékk á sínum tíma heimild til að halda rannsóknum um ungt fólk áfram og viðhalda starfinu sem unnið hafði verið innan RUM. Það var í rauninni búið að leggja þetta niður á þeim tíma,“ segir Jón Sigfússon. Á þessum tíma, frá árinu 1997-1998, var Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar ehf., í hálfu starfi fyrir menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og í hálfu starfi hjá Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála. Einnig var hún aðstoðarmaður bæði Davíðs Oddssonar og Ólafs G. Einarssonar á kjörtímabilinu 1991-1995.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.Tjáði sig ekki Menntamálaráðuneytið hefur gert tvo samninga við fyrirtækið Rannsóknir og greiningu ehf. Sá fyrri er frá árinu 2004 og sá seinni gerður þann 12. janúar árið 2009. Seinni samningurinn hljóðar upp á 24,2 milljónir króna og er til ársins 2016. Á þeim tíma sem fyrirtækið hefur gert samninga við hið opinbera um æskulýðsrannsóknir hefur eigandi fyrirtækisins greitt sér rúmar 13 milljónir króna í arð úr fyrirtækinu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent