Sorglegt segir borgarstjóri um viðhorf nágranna til sambýlis í Austurbrún Garðar Örn Úlfarsson og Sveinn Arnarsson skrifa 26. september 2014 07:00 Byggingarreitur fyrirhugaðs sambýlis í Austurbrún er um það bil á skyggða reitnum í þessari samsettu mynd. „Ég sé engin rök hníga að því að uppbygging einnar hæðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk með miklar sérþarfir geti leitt til lægra fasteignaverðs í nágrenninu. Mér finnst hálf sorglegt að menn skuli setja þetta upp með þessum hætti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um gagnrýni íbúa nærri fyrirhuguðu sambýli við Austurbrún. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur á miðvikudag breytingu á deiliskipulagi þannig að sambýli fyrir fjölfatlaða geti risið við Austurbrún 6. Gert er ráð fyrir að húsið verði á einni hæð og nái hæst upp í fimm og hálfan metra. Í því verði sex íbúðir og þjónusturými á samtals sex hundruð fermetrum. „Þessi búsetukjarni, framtíðarheimili fyrir sex fjölfatlaða einstaklinga, er liður borgarinnar í að huga að þörfum allra sem í borginni búa,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alls 49 íbúar í Austurbrún og Vesturbrún mótmæltu því að byggt verði á umræddum stað. Benda þeir meðal annars á að hverfið sé skilgreint sem fullbyggt og þeir hafi mátt vænta þess að ekki yrðu reist fleiri hús nærri þeirra. Heildarmynd svæðisins muni skaðast, útsýni skerðast og verðmæti eigna þeirra minnka. Segjast þeir munu leita réttar síns ef af framkvæmdinni verður. „Við eigum frekar að hugsa um að búa til samfélag fyrir alla og gæta að þörfum ólíkra hópa,“ segir borgarstjórinn en Jóhann G. Jóhannsson, sem býr í Vesturbrún og er einn þeirra sem mótmæltu byggingunni, segir af og frá að starfsemin sem þar eigi að vera, sambýli fyrir fjölfatlaða, skipti máli varðandi afstöðu hans.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Stefán„Manni dettur ekki í hug að hugsa þannig. Það er alveg á hreinu. Mér finnst bara óeðlilegt að það sé verið að hola þarna niður einhverjum byggingum á svæði sem sagt er vera fullbyggt og fastmótað nú þegar í aðalskipulagi,“ svarar Jóhann sem segir þetta síðastnefnda vera grundvallaratriði í málinu. „Hvers virði er aðalskipulagið ef borgin ætlar að hunsa það?“ Aðspurður kveður Jóhann það hafa komið honum mjög á óvart að breytingin skyldi vera samþykkt. „Ef einkaaðilar hafa viljað breyta eða stækka sín hús þá hefur það ekki verið auðsótt mál, einmitt á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt. En nú er allt í einu hægt að ráðast í svona stórar framkvæmdir og troða þarna niður sex hundruð fermetra byggingu,“ segir hann. Varðandi hvernig nýja byggingin muni hafa áhrif á hann sem íbúa segist Jóhann ganga flesta daga um svæðið. Þar séu nú þegar þrjú háhýsi auk einbýlishúsa og parhúsa. „Það veitir ekkert af þessu litla græna svæði sem er inn á milli.“ Tengdar fréttir Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Sjá meira
„Ég sé engin rök hníga að því að uppbygging einnar hæðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk með miklar sérþarfir geti leitt til lægra fasteignaverðs í nágrenninu. Mér finnst hálf sorglegt að menn skuli setja þetta upp með þessum hætti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um gagnrýni íbúa nærri fyrirhuguðu sambýli við Austurbrún. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur á miðvikudag breytingu á deiliskipulagi þannig að sambýli fyrir fjölfatlaða geti risið við Austurbrún 6. Gert er ráð fyrir að húsið verði á einni hæð og nái hæst upp í fimm og hálfan metra. Í því verði sex íbúðir og þjónusturými á samtals sex hundruð fermetrum. „Þessi búsetukjarni, framtíðarheimili fyrir sex fjölfatlaða einstaklinga, er liður borgarinnar í að huga að þörfum allra sem í borginni búa,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alls 49 íbúar í Austurbrún og Vesturbrún mótmæltu því að byggt verði á umræddum stað. Benda þeir meðal annars á að hverfið sé skilgreint sem fullbyggt og þeir hafi mátt vænta þess að ekki yrðu reist fleiri hús nærri þeirra. Heildarmynd svæðisins muni skaðast, útsýni skerðast og verðmæti eigna þeirra minnka. Segjast þeir munu leita réttar síns ef af framkvæmdinni verður. „Við eigum frekar að hugsa um að búa til samfélag fyrir alla og gæta að þörfum ólíkra hópa,“ segir borgarstjórinn en Jóhann G. Jóhannsson, sem býr í Vesturbrún og er einn þeirra sem mótmæltu byggingunni, segir af og frá að starfsemin sem þar eigi að vera, sambýli fyrir fjölfatlaða, skipti máli varðandi afstöðu hans.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Stefán„Manni dettur ekki í hug að hugsa þannig. Það er alveg á hreinu. Mér finnst bara óeðlilegt að það sé verið að hola þarna niður einhverjum byggingum á svæði sem sagt er vera fullbyggt og fastmótað nú þegar í aðalskipulagi,“ svarar Jóhann sem segir þetta síðastnefnda vera grundvallaratriði í málinu. „Hvers virði er aðalskipulagið ef borgin ætlar að hunsa það?“ Aðspurður kveður Jóhann það hafa komið honum mjög á óvart að breytingin skyldi vera samþykkt. „Ef einkaaðilar hafa viljað breyta eða stækka sín hús þá hefur það ekki verið auðsótt mál, einmitt á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt. En nú er allt í einu hægt að ráðast í svona stórar framkvæmdir og troða þarna niður sex hundruð fermetra byggingu,“ segir hann. Varðandi hvernig nýja byggingin muni hafa áhrif á hann sem íbúa segist Jóhann ganga flesta daga um svæðið. Þar séu nú þegar þrjú háhýsi auk einbýlishúsa og parhúsa. „Það veitir ekkert af þessu litla græna svæði sem er inn á milli.“
Tengdar fréttir Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Sjá meira
Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00