Lífið

Í kappáti við 140 kílóa gölt í Húsdýragarði

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Þeir félagar Steindi og Pétur Jóhann lentu í ýmsu við tökur á þættinum.
Þeir félagar Steindi og Pétur Jóhann lentu í ýmsu við tökur á þættinum.
„Sko, það sem gerist er að Skjöldur, sem ég leik, er stunginn í magann af smákrimma og á spítalanum kemur í ljós að hann er sýktur af Kobayashi-heilkenninu, sem þýðir að hann getur étið endalaust, er alveg botnlaus og verður aldrei saddur,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr.

„Út frá þessu fær Gunni, vinur Skjaldar, dollaramerki í augun og vill græða á áti vinar síns og þannig endar Skjöldur í kappáti við 140 kílóa gölt í Húsdýragarðinum“, útskýrir Steindi, en þar sást hann um daginn í kappáti við svín. Ástæðan fyrir því voru tökur á nýjustu þáttaröð hans Hreinn Skjöldur.

„Í framhaldi af kappátinu við svínið er honum boðið að taka þátt í neðanjarðarkappátskeppni sem haldin er í Surtsey af Fóðraranum, sem Þorsteinn Guðmundsson leikur. Aðeins þeir allra bestu fá boð á þetta mót,“ útskýrir Steindi.

Keppinautur Steinda í kappátinu.
„Skjöldur keppir við menn eins og Bókhalds-Mumma, leikinn af Halldóri Gylfasyni, gáfnaljós í Kópavoginum sem reiknar ofan í sig tuttugu þúsund kaloríur á dag, og Georg Guðrúnarson, níu ára föðurlausan bastarð og átvagl úr Vogum á Vatnsleysuströnd,“ bætir Steindi við, sem getur ekki ljóstrað meiru upp um söguþráðinn, nema hvað að hann flækist til muna.

Tökur á þáttunum eru í fullum gangi, en þeir verða frumsýndir á Stöð 2 í lok nóvember.

„Við erum búin að taka upp tvo þætti af sjö og höfum aldrei verið í jafn miklu stuði!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×