Í kappáti við 140 kílóa gölt í Húsdýragarði Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 26. september 2014 12:30 Þeir félagar Steindi og Pétur Jóhann lentu í ýmsu við tökur á þættinum. „Sko, það sem gerist er að Skjöldur, sem ég leik, er stunginn í magann af smákrimma og á spítalanum kemur í ljós að hann er sýktur af Kobayashi-heilkenninu, sem þýðir að hann getur étið endalaust, er alveg botnlaus og verður aldrei saddur,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. „Út frá þessu fær Gunni, vinur Skjaldar, dollaramerki í augun og vill græða á áti vinar síns og þannig endar Skjöldur í kappáti við 140 kílóa gölt í Húsdýragarðinum“, útskýrir Steindi, en þar sást hann um daginn í kappáti við svín. Ástæðan fyrir því voru tökur á nýjustu þáttaröð hans Hreinn Skjöldur. „Í framhaldi af kappátinu við svínið er honum boðið að taka þátt í neðanjarðarkappátskeppni sem haldin er í Surtsey af Fóðraranum, sem Þorsteinn Guðmundsson leikur. Aðeins þeir allra bestu fá boð á þetta mót,“ útskýrir Steindi.Keppinautur Steinda í kappátinu.„Skjöldur keppir við menn eins og Bókhalds-Mumma, leikinn af Halldóri Gylfasyni, gáfnaljós í Kópavoginum sem reiknar ofan í sig tuttugu þúsund kaloríur á dag, og Georg Guðrúnarson, níu ára föðurlausan bastarð og átvagl úr Vogum á Vatnsleysuströnd,“ bætir Steindi við, sem getur ekki ljóstrað meiru upp um söguþráðinn, nema hvað að hann flækist til muna. Tökur á þáttunum eru í fullum gangi, en þeir verða frumsýndir á Stöð 2 í lok nóvember. „Við erum búin að taka upp tvo þætti af sjö og höfum aldrei verið í jafn miklu stuði!“ Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Sko, það sem gerist er að Skjöldur, sem ég leik, er stunginn í magann af smákrimma og á spítalanum kemur í ljós að hann er sýktur af Kobayashi-heilkenninu, sem þýðir að hann getur étið endalaust, er alveg botnlaus og verður aldrei saddur,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. „Út frá þessu fær Gunni, vinur Skjaldar, dollaramerki í augun og vill græða á áti vinar síns og þannig endar Skjöldur í kappáti við 140 kílóa gölt í Húsdýragarðinum“, útskýrir Steindi, en þar sást hann um daginn í kappáti við svín. Ástæðan fyrir því voru tökur á nýjustu þáttaröð hans Hreinn Skjöldur. „Í framhaldi af kappátinu við svínið er honum boðið að taka þátt í neðanjarðarkappátskeppni sem haldin er í Surtsey af Fóðraranum, sem Þorsteinn Guðmundsson leikur. Aðeins þeir allra bestu fá boð á þetta mót,“ útskýrir Steindi.Keppinautur Steinda í kappátinu.„Skjöldur keppir við menn eins og Bókhalds-Mumma, leikinn af Halldóri Gylfasyni, gáfnaljós í Kópavoginum sem reiknar ofan í sig tuttugu þúsund kaloríur á dag, og Georg Guðrúnarson, níu ára föðurlausan bastarð og átvagl úr Vogum á Vatnsleysuströnd,“ bætir Steindi við, sem getur ekki ljóstrað meiru upp um söguþráðinn, nema hvað að hann flækist til muna. Tökur á þáttunum eru í fullum gangi, en þeir verða frumsýndir á Stöð 2 í lok nóvember. „Við erum búin að taka upp tvo þætti af sjö og höfum aldrei verið í jafn miklu stuði!“
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira