Guðni leikur sjálfan sig óvart Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:15 Guðni Ágústsson hefur mikla reynslu sem skemmtanastjóri og fór létt með hlutverkið í Afanum. Mynd/Skjáskot „Ég hef svolitla æfingu sem leikari eftir að hafa verið í pólitíkinni, maður þarf stundum að leika aðeins á þeim vettvangi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, en hann er óvænt á leið á hvíta tjaldið. Um er að ræða hlutverk í kvikmyndinni Afanum sem tekin er upp að hluta á Kanaríeyjum. „Ég var staddur á Kanarí sem skemmtanastjóri fyrir ferðaskrifstofuna Vita og vissi bara af því að það væri verið að taka upp kvikmynd þarna en þegar ég fór út hafði ég ekki hugmynd um að ég væri að fara að leika í henni,“ segir Guðni, en hann sat einmitt í sömu flugvél og aðstandendur myndarinnar á leiðinni út og varð fyrst var við fólkið þá. Guðni leikur í raun sjálfan sig í myndinni. „Guðni Ágústsson er mjög sannfærandi sem Guðni Ágústsson og leikur sjálfan sig mjög vel. Hann slær líklega Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu við,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri myndarinnar, um frammistöðu fyrrverandi ráðherrans. Guðni er skemmtanastjóri í kvikmyndinni og á stórleik þrátt fyrir að hafa ekki haft hugmynd um að hann myndi lenda á hvíta tjaldinu þegar verið var að taka upp atriðið. „Ég er bara ég sjálfur og var til dæmis ekkert sminkaður og fékk enga leikstjórn, þannig að ég bíð spenntur og á eflaust eftir að roðna þegar að ég sé myndina,“ segir Guðni glaður í bragði. Hann hefur þó ekki einungis leikið á hinu pólitíska sviði, því hann var frægur héraðsleikari á árum áður. „Í Héraðsskólanum á Laugarvatni lék ég til dæmis mæta menn á borð við Lykla-Pétur, Jón Hreggviðsson og Svart þræl í Nýársnóttinni og drap þar kónginn og fékk mikla athygli. Ég hafði alveg hugsað mér að verða leikari en ég valdi mér stjórnmálin.“ Bjarni Haukur hefur þó orð á því hve vel Guðni lítur út. „Hann var ekki bara ótrúlega skemmtilegur heldur einnig í hörku formi og var þræltanaður,“ segir Bjarni um Guðna. „Ég er í World Class, geng á fjöll og syndi, þannig að ég er orðinn léttur frá því sem var, frá því ég var í pólitíkinni. Annars fer ég ekki í ljós þannig að tanið kemur bara af útivistinni,“ bætir Guðni við. Hann fer einu sinni á ári sem skemmtanastjóri til Kanaríeyja og kann vel við sig þar. „Þar er mjög gaman að vera með þessum skemmtilegu Íslendingum, við spilum til dæmis framsóknarvist, mínígolf og bingó og hlæjum mikið,“ segir Guðni. Afinn verður frumsýndur 25. september í kvikmyndahúsum land allt. Mest lesið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira
„Ég hef svolitla æfingu sem leikari eftir að hafa verið í pólitíkinni, maður þarf stundum að leika aðeins á þeim vettvangi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, en hann er óvænt á leið á hvíta tjaldið. Um er að ræða hlutverk í kvikmyndinni Afanum sem tekin er upp að hluta á Kanaríeyjum. „Ég var staddur á Kanarí sem skemmtanastjóri fyrir ferðaskrifstofuna Vita og vissi bara af því að það væri verið að taka upp kvikmynd þarna en þegar ég fór út hafði ég ekki hugmynd um að ég væri að fara að leika í henni,“ segir Guðni, en hann sat einmitt í sömu flugvél og aðstandendur myndarinnar á leiðinni út og varð fyrst var við fólkið þá. Guðni leikur í raun sjálfan sig í myndinni. „Guðni Ágústsson er mjög sannfærandi sem Guðni Ágústsson og leikur sjálfan sig mjög vel. Hann slær líklega Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu við,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri myndarinnar, um frammistöðu fyrrverandi ráðherrans. Guðni er skemmtanastjóri í kvikmyndinni og á stórleik þrátt fyrir að hafa ekki haft hugmynd um að hann myndi lenda á hvíta tjaldinu þegar verið var að taka upp atriðið. „Ég er bara ég sjálfur og var til dæmis ekkert sminkaður og fékk enga leikstjórn, þannig að ég bíð spenntur og á eflaust eftir að roðna þegar að ég sé myndina,“ segir Guðni glaður í bragði. Hann hefur þó ekki einungis leikið á hinu pólitíska sviði, því hann var frægur héraðsleikari á árum áður. „Í Héraðsskólanum á Laugarvatni lék ég til dæmis mæta menn á borð við Lykla-Pétur, Jón Hreggviðsson og Svart þræl í Nýársnóttinni og drap þar kónginn og fékk mikla athygli. Ég hafði alveg hugsað mér að verða leikari en ég valdi mér stjórnmálin.“ Bjarni Haukur hefur þó orð á því hve vel Guðni lítur út. „Hann var ekki bara ótrúlega skemmtilegur heldur einnig í hörku formi og var þræltanaður,“ segir Bjarni um Guðna. „Ég er í World Class, geng á fjöll og syndi, þannig að ég er orðinn léttur frá því sem var, frá því ég var í pólitíkinni. Annars fer ég ekki í ljós þannig að tanið kemur bara af útivistinni,“ bætir Guðni við. Hann fer einu sinni á ári sem skemmtanastjóri til Kanaríeyja og kann vel við sig þar. „Þar er mjög gaman að vera með þessum skemmtilegu Íslendingum, við spilum til dæmis framsóknarvist, mínígolf og bingó og hlæjum mikið,“ segir Guðni. Afinn verður frumsýndur 25. september í kvikmyndahúsum land allt.
Mest lesið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira