Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2014 09:45 Miklu máli skiptir að fæla erlenda ferðamenn ekki frá Íslandi að ástæðulausu, að mati Ingu Hlínar Pálsdóttur. Fréttablaðið/Auðunn „Það skiptir gríðarlega miklu máli að allir aðilar sýni ábyrgð, andi djúpt og búi ekki til hræðsluáróður,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Vika er liðin síðan eldgosið í Holuhrauni hófst. Starfsfólk Íslandsstofu hefur gert allt sem í þess valdi stendur til að miðla upplýsingum um gosið til útlendinga í samvinnu við Almannavarnir. Miklu máli skipti að fæla erlenda ferðamenn ekki frá landinu að ástæðulausu, enda háar fjárhæðir í húfi. „Það skiptir mestu máli að miðla því að Ísland sé öruggur áfangastaður. Það skiptir líka miklu máli að vera ábyrgur í fréttaflutningi og vera ekki með æsifréttamennsku. Við erum að vinna með okkar PR-skrifstofum úti og erum að fylgjast með umfjölluninni þar. Við erum að tala við erlenda ferðamenn og senda erlendum söluaðilum upplýsingar,“ segir Inga Hlín, spurð út í starf Íslandsstofu vegna gossins. „Við viljum halda fólki upplýstu. Okkar skilaboð eru líka að Ísland hefur ekki þetta fallega landslag og náttúru nema af því að það er eldgosaeyja. Á sama tíma verðum við að vera ábyrg fyrir því að þarna er hættuástand og við notum það ekki sem sölutæki fyrr en allt er orðið öruggt.“ Engin herferð vegna Holuhrauns er því í undirbúningi í líkingu við Inspired By Iceland sem Íslandsstofa réðst í vegna gossins í Eyjafjallajökli og er enn í gangi. „Það er náttúrulega ekkert hægt á meðan óvissan er svona mikil,“ segir Inga Hlín. „Við megum ekki gleyma að það var allt öðru vísi gos. Myndirnar af því voru allt öðru vísi og kannski meira til að hræða ef eitthvað er. En allt vekur þetta athygli á Íslandi til lengri tíma og við munum að sjálfsögðu horfa til framtíðar ef þetta verður til dæmis í líkingu við Kröfluelda.“ Erlendir fjölmiðar hafa verið mjög áhugasamir um gosið í Holuhrauni og hingað hefur komið fólk frá Sky News í Bretlandi, CNN í Bandaríkjunum, ZDF í Þýskalandi og frá ítalska fréttamiðlinum Youreporter.it, auk þess sem norrænir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um gosið. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Það skiptir gríðarlega miklu máli að allir aðilar sýni ábyrgð, andi djúpt og búi ekki til hræðsluáróður,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Vika er liðin síðan eldgosið í Holuhrauni hófst. Starfsfólk Íslandsstofu hefur gert allt sem í þess valdi stendur til að miðla upplýsingum um gosið til útlendinga í samvinnu við Almannavarnir. Miklu máli skipti að fæla erlenda ferðamenn ekki frá landinu að ástæðulausu, enda háar fjárhæðir í húfi. „Það skiptir mestu máli að miðla því að Ísland sé öruggur áfangastaður. Það skiptir líka miklu máli að vera ábyrgur í fréttaflutningi og vera ekki með æsifréttamennsku. Við erum að vinna með okkar PR-skrifstofum úti og erum að fylgjast með umfjölluninni þar. Við erum að tala við erlenda ferðamenn og senda erlendum söluaðilum upplýsingar,“ segir Inga Hlín, spurð út í starf Íslandsstofu vegna gossins. „Við viljum halda fólki upplýstu. Okkar skilaboð eru líka að Ísland hefur ekki þetta fallega landslag og náttúru nema af því að það er eldgosaeyja. Á sama tíma verðum við að vera ábyrg fyrir því að þarna er hættuástand og við notum það ekki sem sölutæki fyrr en allt er orðið öruggt.“ Engin herferð vegna Holuhrauns er því í undirbúningi í líkingu við Inspired By Iceland sem Íslandsstofa réðst í vegna gossins í Eyjafjallajökli og er enn í gangi. „Það er náttúrulega ekkert hægt á meðan óvissan er svona mikil,“ segir Inga Hlín. „Við megum ekki gleyma að það var allt öðru vísi gos. Myndirnar af því voru allt öðru vísi og kannski meira til að hræða ef eitthvað er. En allt vekur þetta athygli á Íslandi til lengri tíma og við munum að sjálfsögðu horfa til framtíðar ef þetta verður til dæmis í líkingu við Kröfluelda.“ Erlendir fjölmiðar hafa verið mjög áhugasamir um gosið í Holuhrauni og hingað hefur komið fólk frá Sky News í Bretlandi, CNN í Bandaríkjunum, ZDF í Þýskalandi og frá ítalska fréttamiðlinum Youreporter.it, auk þess sem norrænir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um gosið.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira