Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2014 09:45 Miklu máli skiptir að fæla erlenda ferðamenn ekki frá Íslandi að ástæðulausu, að mati Ingu Hlínar Pálsdóttur. Fréttablaðið/Auðunn „Það skiptir gríðarlega miklu máli að allir aðilar sýni ábyrgð, andi djúpt og búi ekki til hræðsluáróður,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Vika er liðin síðan eldgosið í Holuhrauni hófst. Starfsfólk Íslandsstofu hefur gert allt sem í þess valdi stendur til að miðla upplýsingum um gosið til útlendinga í samvinnu við Almannavarnir. Miklu máli skipti að fæla erlenda ferðamenn ekki frá landinu að ástæðulausu, enda háar fjárhæðir í húfi. „Það skiptir mestu máli að miðla því að Ísland sé öruggur áfangastaður. Það skiptir líka miklu máli að vera ábyrgur í fréttaflutningi og vera ekki með æsifréttamennsku. Við erum að vinna með okkar PR-skrifstofum úti og erum að fylgjast með umfjölluninni þar. Við erum að tala við erlenda ferðamenn og senda erlendum söluaðilum upplýsingar,“ segir Inga Hlín, spurð út í starf Íslandsstofu vegna gossins. „Við viljum halda fólki upplýstu. Okkar skilaboð eru líka að Ísland hefur ekki þetta fallega landslag og náttúru nema af því að það er eldgosaeyja. Á sama tíma verðum við að vera ábyrg fyrir því að þarna er hættuástand og við notum það ekki sem sölutæki fyrr en allt er orðið öruggt.“ Engin herferð vegna Holuhrauns er því í undirbúningi í líkingu við Inspired By Iceland sem Íslandsstofa réðst í vegna gossins í Eyjafjallajökli og er enn í gangi. „Það er náttúrulega ekkert hægt á meðan óvissan er svona mikil,“ segir Inga Hlín. „Við megum ekki gleyma að það var allt öðru vísi gos. Myndirnar af því voru allt öðru vísi og kannski meira til að hræða ef eitthvað er. En allt vekur þetta athygli á Íslandi til lengri tíma og við munum að sjálfsögðu horfa til framtíðar ef þetta verður til dæmis í líkingu við Kröfluelda.“ Erlendir fjölmiðar hafa verið mjög áhugasamir um gosið í Holuhrauni og hingað hefur komið fólk frá Sky News í Bretlandi, CNN í Bandaríkjunum, ZDF í Þýskalandi og frá ítalska fréttamiðlinum Youreporter.it, auk þess sem norrænir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um gosið. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Það skiptir gríðarlega miklu máli að allir aðilar sýni ábyrgð, andi djúpt og búi ekki til hræðsluáróður,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Vika er liðin síðan eldgosið í Holuhrauni hófst. Starfsfólk Íslandsstofu hefur gert allt sem í þess valdi stendur til að miðla upplýsingum um gosið til útlendinga í samvinnu við Almannavarnir. Miklu máli skipti að fæla erlenda ferðamenn ekki frá landinu að ástæðulausu, enda háar fjárhæðir í húfi. „Það skiptir mestu máli að miðla því að Ísland sé öruggur áfangastaður. Það skiptir líka miklu máli að vera ábyrgur í fréttaflutningi og vera ekki með æsifréttamennsku. Við erum að vinna með okkar PR-skrifstofum úti og erum að fylgjast með umfjölluninni þar. Við erum að tala við erlenda ferðamenn og senda erlendum söluaðilum upplýsingar,“ segir Inga Hlín, spurð út í starf Íslandsstofu vegna gossins. „Við viljum halda fólki upplýstu. Okkar skilaboð eru líka að Ísland hefur ekki þetta fallega landslag og náttúru nema af því að það er eldgosaeyja. Á sama tíma verðum við að vera ábyrg fyrir því að þarna er hættuástand og við notum það ekki sem sölutæki fyrr en allt er orðið öruggt.“ Engin herferð vegna Holuhrauns er því í undirbúningi í líkingu við Inspired By Iceland sem Íslandsstofa réðst í vegna gossins í Eyjafjallajökli og er enn í gangi. „Það er náttúrulega ekkert hægt á meðan óvissan er svona mikil,“ segir Inga Hlín. „Við megum ekki gleyma að það var allt öðru vísi gos. Myndirnar af því voru allt öðru vísi og kannski meira til að hræða ef eitthvað er. En allt vekur þetta athygli á Íslandi til lengri tíma og við munum að sjálfsögðu horfa til framtíðar ef þetta verður til dæmis í líkingu við Kröfluelda.“ Erlendir fjölmiðar hafa verið mjög áhugasamir um gosið í Holuhrauni og hingað hefur komið fólk frá Sky News í Bretlandi, CNN í Bandaríkjunum, ZDF í Þýskalandi og frá ítalska fréttamiðlinum Youreporter.it, auk þess sem norrænir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um gosið.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira