„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. september 2014 07:30 Tónleikar stórstjörnunnar Justin Timberlake í Kórnum þóttu afar vel heppnaðir. Fréttablaðið/Andri Kópavogsbær fékk 30 frímiða á tónleika Justins Timberlake frá tónleikahaldaranum Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til bæjarfulltrúa. Bréf Ármanns er svar við fyrirspurnum Sigurjóns Jónssonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Sigurjón spurði meðal annars hverjir hefðu fengið boðsmiðana og hvort bæjarstjórinn teldi það samræmast siðareglum að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur fékk Sigurjón tölvupóst þar sem bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrúum frá frímiðunum. Ármann segir Sigurjón hafa svarað um hæl: „Frábærar fréttir og ég er klár ásamt maka,“ vitnar bæjarstjórinn í póst Sigurjóns sem hann kveðst hafa svarað með svohljóðandi sendingu:Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton„Sæll Sigurjón, mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að þetta á við bæjarfulltrúana eins og fram kemur í póstinum. Þar sem Birkir Jón er búinn að þiggja miðana þá fær varafulltrúi hans ekki miða.“ Þarna vísar Ármann til Birkis Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Ármann kveðst hafa talið mikilvægt að bæjarfulltrúar mættu á tónleikana sem hafi verið stórviðburður. Taka þurfi stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarnotkun Kórsins. „Af þessum sökum var rætt við tónleikahaldara um að bæjarfulltrúar gætu sótt tónleikana og var það auðsótt mál,“ útskýrir Ármann sem kveður hvern hinna ellefu bæjarfulltrúa hafa fengið tvo miða. „Lagði ég að þeim í tölvupósti fyrir tónleikana að sækja þá með fyrrgreindum rökstuðningi. Allir bæjarfulltrúar mættu samkvæmt vitneskju undirritaðs.“Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi.Vísir/ValliÞá segir Ármann bæinn hafa haft átta miða til ráðstöfunar fyrir starfsmenn bæjarins sem ekki voru að vinna við tónleikana en kæmu engu að síður að starfsemi hússins og umræðu um framtíðarnot þess. Sömu rök gildi um þá og um bæjarfulltrúana. Ekki kemur fram hvaða starfsmenn þetta eru. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa segir bæjarstjórinn samkomulagið um frímiðana hafa verið gert að frumkvæði hans sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein siðareglna bæjarins segir að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skuli tilkynna um allar gjafir, sem var gert í þessu tilviki, og að þeim sé óheimilt að þiggja gjafir ef líta megi á það sem endurgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á ekki við í þessu tilviki.“ Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Kópavogsbær fékk 30 frímiða á tónleika Justins Timberlake frá tónleikahaldaranum Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til bæjarfulltrúa. Bréf Ármanns er svar við fyrirspurnum Sigurjóns Jónssonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Sigurjón spurði meðal annars hverjir hefðu fengið boðsmiðana og hvort bæjarstjórinn teldi það samræmast siðareglum að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur fékk Sigurjón tölvupóst þar sem bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrúum frá frímiðunum. Ármann segir Sigurjón hafa svarað um hæl: „Frábærar fréttir og ég er klár ásamt maka,“ vitnar bæjarstjórinn í póst Sigurjóns sem hann kveðst hafa svarað með svohljóðandi sendingu:Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton„Sæll Sigurjón, mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að þetta á við bæjarfulltrúana eins og fram kemur í póstinum. Þar sem Birkir Jón er búinn að þiggja miðana þá fær varafulltrúi hans ekki miða.“ Þarna vísar Ármann til Birkis Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Ármann kveðst hafa talið mikilvægt að bæjarfulltrúar mættu á tónleikana sem hafi verið stórviðburður. Taka þurfi stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarnotkun Kórsins. „Af þessum sökum var rætt við tónleikahaldara um að bæjarfulltrúar gætu sótt tónleikana og var það auðsótt mál,“ útskýrir Ármann sem kveður hvern hinna ellefu bæjarfulltrúa hafa fengið tvo miða. „Lagði ég að þeim í tölvupósti fyrir tónleikana að sækja þá með fyrrgreindum rökstuðningi. Allir bæjarfulltrúar mættu samkvæmt vitneskju undirritaðs.“Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi.Vísir/ValliÞá segir Ármann bæinn hafa haft átta miða til ráðstöfunar fyrir starfsmenn bæjarins sem ekki voru að vinna við tónleikana en kæmu engu að síður að starfsemi hússins og umræðu um framtíðarnot þess. Sömu rök gildi um þá og um bæjarfulltrúana. Ekki kemur fram hvaða starfsmenn þetta eru. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa segir bæjarstjórinn samkomulagið um frímiðana hafa verið gert að frumkvæði hans sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein siðareglna bæjarins segir að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skuli tilkynna um allar gjafir, sem var gert í þessu tilviki, og að þeim sé óheimilt að þiggja gjafir ef líta megi á það sem endurgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á ekki við í þessu tilviki.“
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46