Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2014 07:00 Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi fékk ekki boðsmiða á Timberlake og fór þá að hugsa um hvort eðlilegt væri að bæjarfulltrúar þæðu frímiða frá Senu. Fréttablaðið/Valli Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sendi sjálfur tölvupóst á bæjarfulltrúana og sagði frá boðsmiðunum. Fréttablaðið óskaði í gær eftir upplýsingum um það hverjir fengu frímiðana og hversu marga frímiða hver og einn fékk til ráðastöfunar. Upplýsingafulltrúi bæjarins segir bæjarstjórann í fríi og að þessum spurningum verði því ekki svarað fyrr en eftir helgi. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um sama efni á bæjarráðsfundi á miðvikudag. Hann vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða. „Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins,“ segir Sigurjón og vitnar í gildandi siðareglur bæjarins.Gríðar góð stemning var á tónleikum með Justin Timberlake í Kópavogi.Fréttablaðið/Andri„Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu,“ les Sigurjón upp úr siðareglunum, sem hann kveður ná jafnt til bæjarfulltrúa sem stjórnenda bæjarins. „Svona hlutir þurfa að vera á hreinu ef Kórinn á að vera notaður til framtíðar í þessum tilgangi,“ bætir Sigurjón við. „Það hefði verið eðlilegra að Kópavogsbær hefði keypt miða ef vilji var til að bjóða bæjarfulltrúum á Timberlake því hitt setur okkur í erfiða stöðu þegar Sena kemur að borðinu með næstu tónleika.“ Sigurjón vill einnig upplýsingar um tekjur og kostnað Kópavogsbæjar af tónleikahaldinu. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er ef Kórinn er leigður á einhverju undirverði og menn eru á sama tíma að þiggja gjafir.“ Björn Sigurðsson hjá Senu segir fyrirtækið ekki veita upplýsingar um boðsmiða. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sendi sjálfur tölvupóst á bæjarfulltrúana og sagði frá boðsmiðunum. Fréttablaðið óskaði í gær eftir upplýsingum um það hverjir fengu frímiðana og hversu marga frímiða hver og einn fékk til ráðastöfunar. Upplýsingafulltrúi bæjarins segir bæjarstjórann í fríi og að þessum spurningum verði því ekki svarað fyrr en eftir helgi. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um sama efni á bæjarráðsfundi á miðvikudag. Hann vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða. „Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins,“ segir Sigurjón og vitnar í gildandi siðareglur bæjarins.Gríðar góð stemning var á tónleikum með Justin Timberlake í Kópavogi.Fréttablaðið/Andri„Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu,“ les Sigurjón upp úr siðareglunum, sem hann kveður ná jafnt til bæjarfulltrúa sem stjórnenda bæjarins. „Svona hlutir þurfa að vera á hreinu ef Kórinn á að vera notaður til framtíðar í þessum tilgangi,“ bætir Sigurjón við. „Það hefði verið eðlilegra að Kópavogsbær hefði keypt miða ef vilji var til að bjóða bæjarfulltrúum á Timberlake því hitt setur okkur í erfiða stöðu þegar Sena kemur að borðinu með næstu tónleika.“ Sigurjón vill einnig upplýsingar um tekjur og kostnað Kópavogsbæjar af tónleikahaldinu. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er ef Kórinn er leigður á einhverju undirverði og menn eru á sama tíma að þiggja gjafir.“ Björn Sigurðsson hjá Senu segir fyrirtækið ekki veita upplýsingar um boðsmiða.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira