„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. september 2014 07:30 Tónleikar stórstjörnunnar Justin Timberlake í Kórnum þóttu afar vel heppnaðir. Fréttablaðið/Andri Kópavogsbær fékk 30 frímiða á tónleika Justins Timberlake frá tónleikahaldaranum Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til bæjarfulltrúa. Bréf Ármanns er svar við fyrirspurnum Sigurjóns Jónssonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Sigurjón spurði meðal annars hverjir hefðu fengið boðsmiðana og hvort bæjarstjórinn teldi það samræmast siðareglum að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur fékk Sigurjón tölvupóst þar sem bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrúum frá frímiðunum. Ármann segir Sigurjón hafa svarað um hæl: „Frábærar fréttir og ég er klár ásamt maka,“ vitnar bæjarstjórinn í póst Sigurjóns sem hann kveðst hafa svarað með svohljóðandi sendingu:Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton„Sæll Sigurjón, mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að þetta á við bæjarfulltrúana eins og fram kemur í póstinum. Þar sem Birkir Jón er búinn að þiggja miðana þá fær varafulltrúi hans ekki miða.“ Þarna vísar Ármann til Birkis Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Ármann kveðst hafa talið mikilvægt að bæjarfulltrúar mættu á tónleikana sem hafi verið stórviðburður. Taka þurfi stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarnotkun Kórsins. „Af þessum sökum var rætt við tónleikahaldara um að bæjarfulltrúar gætu sótt tónleikana og var það auðsótt mál,“ útskýrir Ármann sem kveður hvern hinna ellefu bæjarfulltrúa hafa fengið tvo miða. „Lagði ég að þeim í tölvupósti fyrir tónleikana að sækja þá með fyrrgreindum rökstuðningi. Allir bæjarfulltrúar mættu samkvæmt vitneskju undirritaðs.“Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi.Vísir/ValliÞá segir Ármann bæinn hafa haft átta miða til ráðstöfunar fyrir starfsmenn bæjarins sem ekki voru að vinna við tónleikana en kæmu engu að síður að starfsemi hússins og umræðu um framtíðarnot þess. Sömu rök gildi um þá og um bæjarfulltrúana. Ekki kemur fram hvaða starfsmenn þetta eru. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa segir bæjarstjórinn samkomulagið um frímiðana hafa verið gert að frumkvæði hans sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein siðareglna bæjarins segir að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skuli tilkynna um allar gjafir, sem var gert í þessu tilviki, og að þeim sé óheimilt að þiggja gjafir ef líta megi á það sem endurgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á ekki við í þessu tilviki.“ Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Kópavogsbær fékk 30 frímiða á tónleika Justins Timberlake frá tónleikahaldaranum Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til bæjarfulltrúa. Bréf Ármanns er svar við fyrirspurnum Sigurjóns Jónssonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Sigurjón spurði meðal annars hverjir hefðu fengið boðsmiðana og hvort bæjarstjórinn teldi það samræmast siðareglum að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur fékk Sigurjón tölvupóst þar sem bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrúum frá frímiðunum. Ármann segir Sigurjón hafa svarað um hæl: „Frábærar fréttir og ég er klár ásamt maka,“ vitnar bæjarstjórinn í póst Sigurjóns sem hann kveðst hafa svarað með svohljóðandi sendingu:Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton„Sæll Sigurjón, mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að þetta á við bæjarfulltrúana eins og fram kemur í póstinum. Þar sem Birkir Jón er búinn að þiggja miðana þá fær varafulltrúi hans ekki miða.“ Þarna vísar Ármann til Birkis Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Ármann kveðst hafa talið mikilvægt að bæjarfulltrúar mættu á tónleikana sem hafi verið stórviðburður. Taka þurfi stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarnotkun Kórsins. „Af þessum sökum var rætt við tónleikahaldara um að bæjarfulltrúar gætu sótt tónleikana og var það auðsótt mál,“ útskýrir Ármann sem kveður hvern hinna ellefu bæjarfulltrúa hafa fengið tvo miða. „Lagði ég að þeim í tölvupósti fyrir tónleikana að sækja þá með fyrrgreindum rökstuðningi. Allir bæjarfulltrúar mættu samkvæmt vitneskju undirritaðs.“Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi.Vísir/ValliÞá segir Ármann bæinn hafa haft átta miða til ráðstöfunar fyrir starfsmenn bæjarins sem ekki voru að vinna við tónleikana en kæmu engu að síður að starfsemi hússins og umræðu um framtíðarnot þess. Sömu rök gildi um þá og um bæjarfulltrúana. Ekki kemur fram hvaða starfsmenn þetta eru. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa segir bæjarstjórinn samkomulagið um frímiðana hafa verið gert að frumkvæði hans sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein siðareglna bæjarins segir að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skuli tilkynna um allar gjafir, sem var gert í þessu tilviki, og að þeim sé óheimilt að þiggja gjafir ef líta megi á það sem endurgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á ekki við í þessu tilviki.“
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46