Mike Leigh til Íslands LIlja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 00:01 Mike fær heiðursverðlaun RIFF í ár. vísir/getty „Okkur finnst auðvitað gaman að sýna fullt af myndum nokkrum sinnum á ári en það er enn fremur gefandi að gera eitthvað meira. Veita fólki ákveðna innsýn í hvernig kvikmyndaleikstjórar vinna. Kafa dýpra,“ segir Atli Bollason, meðframleiðandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, og bíófíkill. Hinn virti, breski leikstjóri Mike Leigh verður heiðursgestur á RIFF í ár en hátíðin hefst þann 25. september. Nýjasta mynd hans, Mr. Turner, verður sýnd á hátíðinni auk tveggja eldri mynda, Topsy-Turvy frá árinu 1999 og Life is Sweet frá árinu 1990. Leikkonan Marion Bailey, sem leikur í Mr. Turner, kemur með honum til landsins og stefna þau á að skoða land og þjóð áður en þau halda af landi brott. Aðspurður hvort koma hans til landsins hafi einhverja þýðingu stendur ekki á svörunum hjá Atla. „Ég held að það hafi það alltaf,“ segir hann en meðal fyrri heiðursgesta RIFF eru Lukas Moodyson, Milos Forman og Jim Jarmusch. „Mike Leigh er náttúrulega einn af fremstu evrópsku leikstjórum síðustu 25 ára. Hann er einnig Íslendingum að góðu kunnur því Secrets & Lies var risasmellur hér. Hann hefur aldrei misst dampinn og ég held að það sé að hluta til út af því að hann er svo mannlegur,“ bætir Atli við. Mike verða afhent heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á Bessastöðum þann 1. október. Eins og fyrri ár er það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhendir þau. Sama dag talar Mike á sérstökum masterklassa í hátíðarsal Háskóla Íslands.Atli hlakkar til að hitta Mike Leigh.vísir/valli„Hann vinnur með þeim hætti að oft er ekki til handrit til að byrja með. Hann vinnur með leikurum til að búa til eftirminnilega karaktera og það er spunnið og spunnið. Það er svo kannski ekki fyrr en rétt fyrir tökur að atburðarásin er smíðuð. Þetta er óvenjulegt vinnuferli en afraksturinn sýnir að hún það alveg jafn gilt og annað, ef ekki betra,“ segir Atli um vinnuaðferðir leikstjórans og hvetur alla til að grípa tækifærið og fá að kynnast kappanum enn betur í masterklassanum. Þá verður Mike einnig viðstaddur spurt og svarað-sýningu kvöldið 30. september á nýjustu mynd sinni, Mr. Turner, sem sýnd verður í Háskólabíói á hátíðinni. Myndin sú var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor en ásamt því að vera tilnefnd til Gullpálmans vann aðalleikari myndarinnar, Timothy Spall, leikaraverðlaunin á hátíðinni. Atli hlakkar mikið til að hitta meistarann. „Ég er strax byrjaður að hugsa um hvaða umræðuefni ég get bryddað upp á. Ég vil auðvitað koma vel fyrir,“ segir hann og hlær. En hver er hans uppáhaldsmynd eftir kappann? „Ég held að það sé Secrets & Lies. Hún var sú fyrsta sem ég sá og fyrsta myndin situr alltaf í manni.“ Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Okkur finnst auðvitað gaman að sýna fullt af myndum nokkrum sinnum á ári en það er enn fremur gefandi að gera eitthvað meira. Veita fólki ákveðna innsýn í hvernig kvikmyndaleikstjórar vinna. Kafa dýpra,“ segir Atli Bollason, meðframleiðandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, og bíófíkill. Hinn virti, breski leikstjóri Mike Leigh verður heiðursgestur á RIFF í ár en hátíðin hefst þann 25. september. Nýjasta mynd hans, Mr. Turner, verður sýnd á hátíðinni auk tveggja eldri mynda, Topsy-Turvy frá árinu 1999 og Life is Sweet frá árinu 1990. Leikkonan Marion Bailey, sem leikur í Mr. Turner, kemur með honum til landsins og stefna þau á að skoða land og þjóð áður en þau halda af landi brott. Aðspurður hvort koma hans til landsins hafi einhverja þýðingu stendur ekki á svörunum hjá Atla. „Ég held að það hafi það alltaf,“ segir hann en meðal fyrri heiðursgesta RIFF eru Lukas Moodyson, Milos Forman og Jim Jarmusch. „Mike Leigh er náttúrulega einn af fremstu evrópsku leikstjórum síðustu 25 ára. Hann er einnig Íslendingum að góðu kunnur því Secrets & Lies var risasmellur hér. Hann hefur aldrei misst dampinn og ég held að það sé að hluta til út af því að hann er svo mannlegur,“ bætir Atli við. Mike verða afhent heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á Bessastöðum þann 1. október. Eins og fyrri ár er það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhendir þau. Sama dag talar Mike á sérstökum masterklassa í hátíðarsal Háskóla Íslands.Atli hlakkar til að hitta Mike Leigh.vísir/valli„Hann vinnur með þeim hætti að oft er ekki til handrit til að byrja með. Hann vinnur með leikurum til að búa til eftirminnilega karaktera og það er spunnið og spunnið. Það er svo kannski ekki fyrr en rétt fyrir tökur að atburðarásin er smíðuð. Þetta er óvenjulegt vinnuferli en afraksturinn sýnir að hún það alveg jafn gilt og annað, ef ekki betra,“ segir Atli um vinnuaðferðir leikstjórans og hvetur alla til að grípa tækifærið og fá að kynnast kappanum enn betur í masterklassanum. Þá verður Mike einnig viðstaddur spurt og svarað-sýningu kvöldið 30. september á nýjustu mynd sinni, Mr. Turner, sem sýnd verður í Háskólabíói á hátíðinni. Myndin sú var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor en ásamt því að vera tilnefnd til Gullpálmans vann aðalleikari myndarinnar, Timothy Spall, leikaraverðlaunin á hátíðinni. Atli hlakkar mikið til að hitta meistarann. „Ég er strax byrjaður að hugsa um hvaða umræðuefni ég get bryddað upp á. Ég vil auðvitað koma vel fyrir,“ segir hann og hlær. En hver er hans uppáhaldsmynd eftir kappann? „Ég held að það sé Secrets & Lies. Hún var sú fyrsta sem ég sá og fyrsta myndin situr alltaf í manni.“
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira