Treysti Íslandi fyrir lífi sínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 10:00 Ibrahem Faraj langar að fræða almenning í Líbíu um mannréttindi og raunverulegt lýðræði. Einnig vill hann miðla af reynslu sinni sem hælisleitandi og er nú bók um líf Ibrahem í vinnslu sem Anna Lára Steindal skrifar. Þau safna fyrir útgáfukostnaði á Karolinafund.is. Við Ibrahem Faraj hittumst á kaffihúsi úti á Granda. Hann afþakkar kaffi enda er ramadan og hann er múslími. Þá borðar hann hvorki né drekkur á milli sólarupprásar og sólarlags. Það skín smitandi gleði úr augum Ibrahems og hann segir mér að hafa ekkert samviskubit yfir kaffibollanum sem ég fæ mér, og hvort ég vilji ekki bara fá mér kökusneið með honum. Ég hafði undirbúið mig undir erfitt viðtal þar sem Ibrahem er búinn að reyna margt sem ég, og flestir aðrir, getum aldrei skilið. En hann er afslappaður, ljúfur og einlægur. Hann segist ekkert hafa að fela lengur, í fyrsta skipti á ævi sinni. Hann hafi upplifað óöryggi frá því hann var lítill drengur, þvinganir og kúgun öll sín uppvaxtarár undir stjórn einræðisherrans Gaddafis í Líbíu og óttast um líf sitt í felum á Íslandi frá árinu 2002. Því sé nú lokið.Á dauðalista Gaddafis Þegar Ibrahem var 28 ára komst hann að því að hann væri á lista yfir andófsmenn í Líbíu. Það þýddi aðeins eitt; að hann þyrfti að flýja. Enda var vitað að þeir sem lentu á þessum lista hyrfu eins og jörðin hefði gleypt þá. Ibrahem lenti á þessum svarta lista stjórnarinnar fyrir að ástunda gagnrýna hugsun og hvetja aðra til þess sama. Hann neitaði að gangast undir áróður einræðisherrans, Muammars Gaddafi, sem hafði stjórnað landinu frá því að hann fæddist og þannig varð hann andófsmaður. Ibrahem fór því á flakk um Evrópu í leit að öruggu skjóli. „Maður hafði heyrt af Líbíumönnum í Bretlandi, Þýskalandi og öðrum löndum sem voru skotnir úti á götu. Þá hafði stjórn Gaddafis frétt af þeim og ráðið mafíu til að myrða þá eða látið sækja þá og drepið þá í Líbíu. Ég velti fyrir mér að sækja um hæli í Svíþjóð en komst að því að arabasamfélagið þar er mjög stórt og þorði því ekki að setjast þar að af ótta við njósnara Gaddafis.“Var alltaf hræddur Ibrahem fann út að afar fáir arabar byggju á Íslandi og ákvað því að sækja um hæli hér. Hann kom til landsins með engin skilríki eða skjöl um sig. Hann þorði ekki einu sinni að segja hvað hann raunverulega héti af ótta við að hann myndi finnast, og því gekk hann undir nafninu Muhamed Ali. Við tók mikil barátta við að fá hæli. Fyrstu sjö árin fékk hann dvalarleyfi sitt endurnýjað til aðeins sex mánaða í senn. Hann gat því ekki sótt nám eða vinnu og stundum var hann næstum búinn að gleyma að hann væri manneskja, að hann væri Ibrahem. „Auðvitað var erfitt að hafa ekkert að gera og sjá enga framtíð. En óttinn var erfiðastur. Ég var alltaf hræddur um að ég yrði sendur úr landi eða að menn Gaddafis myndu finna mig. Ég átti þar af leiðandi mjög erfitt með að treysta og þurfti að berjast við að treysta sjálfum mér og muna hver ég í raun og veru væri. Þegar ég kynntist konunni minni árið 2009 var ekki auðvelt að opna hjartað á ný. Ég þorði ekki að segja henni of mikið og hún fékk ekki einu sinni að vita mitt raunverulega nafn.“vísir/valliHjartað opnaðist á ný Ibrahem og kona hans, Lina Falah, eiga margt sameiginlegt enda er hún palestínskur flóttamaður sem bjó í Írak og þurfti að flýja stríðshörmungar þar. Hún kom til Íslands með hópi kvenna sem settust að á Akranesi. Hjónakornin búa þar í dag, ásamt fjórum börnum, þrjú börnin átti Lina af fyrra hjónabandi. „Reynsla okkar færði okkur saman og vegna trúar okkar gátum við ekki búið saman fyrr en eftir hjónaband. Við ákváðum því að eyða lífinu saman og byggja það á vináttu og svo hefur ástin vaxið.“ Ibrahem eignaðist því fjölskyldu hér á Íslandi. Hann hugsaði þó stanslaust til fjölskyldunnar í Líbíu. Fyrstu árin vissu þau ekki hvort hann væri lífs eða liðinn. Svo tókst honum að koma skilaboðum til þeirra í gegnum milliliði en þau fengu þó aldrei að vita hvar hann væri staddur í heiminum. Þegar borgarabyltingin hófst í Líbíu árið 2011 varð Ibrahem órólegur og óttaðist að hann myndi aldrei sjá fjölskyldu sína aftur á lífi. „Ég fann að ég varð að komast heim. Ég fór á fullt í að útvega skjöl og vottorð um mig sem tók töluverðan tíma. En eftir að ég gat sannað hver ég væri þá tók aðeins ár að fá ríkisborgararétt. Á þessum tíma fylltist ég von, bæði um framtíð mína og framtíð landsins míns. Daginn sem ég fékk lögheimili á Íslandi og líbískt vegabréf í hendurnar upplifði ég í fyrsta skipti öryggi og frelsi. Hjartað opnaðist aftur. Það var ótrúlegt. Yndislegt.“Vaknaði til lífsins Ibrahem fór og heimsótti fjölskyldu sína í kjölfarið. Hann lýsir fyrir mér hvernig tilfinningin var á flugvelli í Tyrklandi þegar hann var á leið í flugið til Líbíu. Þar hitti hann fjöldann allan af Líbíumönnum eftir 12 ára útlegð. „Það var eins og mig hefði verið að dreyma og ég væri loksins að vakna til lífsins. Mamma svaf ekki fyrstu sólarhringana, bara hélt utan um mig og klappaði. Hún hefði aldrei hleypt mér aftur úr landi ef ég ætti ekki konu og barn hér á Íslandi.“ Ibrahem segir þó líf sitt vera nú á Íslandi því hér eigi hann heima. Hér eigi hann fjölskyldu, góða vini og hér hafi hann eytt helmingi fullorðinsára sinna. Hann vill samt halda góðu sambandi við Líbíu og fólkið þar. „Mig langar að deila reynslu minni af íslensku stjórnkerfi og mannréttindum. Fræða þau um hvað lýðræði er í raun, reyna að útskýra hvernig frelsistilfinningin er og hversu mikilvægt það er að berjast fyrir henni.“ vísir/valliAuðvelt að kynnast ÍslendingumÉg velti fyrir mér hvort Ibrahem sé ekkert reiður út í Ísland og Íslendinga fyrir að hafa látið hann bíða svo lengi. „Auðvitað er margt ómanneskjulegt við biðina en ég skil þetta. Ég gat ekki sannað mál mitt, með engin skilríki. Það hefur margt gott gerst í þessum málaflokki síðustu árin með lagabreytingum. Einnig finnst mér Íslendingar vera opnari gagnvart útlendingum. Ég hef aldrei fundið fyrir illsku eða fordómum. Sumir eru vissulega með ranghugmyndir um múslíma en mér finnst að um leið og þeir kynnast mér þá breytist viðhorfið.“ Ibrahem er jákvæður og hann sér fyrir sér bjarta framtíð á Íslandi, þar sem múslímar og kristnir menn geti vel búið saman. „Við erum öll manneskjur og þetta er bara trú. Mér finnst auðvelt að opna hjarta mitt fyrir Íslendingum og verða náinn þeim. Mér finnst það á ábyrgð innflytjenda að einangra sig ekki og verða frekar hluti af íslensku samfélagi. Þeir sem upplifa samfélagið lokað og að það sé svo erfitt að kynnast Íslendingum þurfa að líta í eigin barm. Þeir þurfa að breyta sjálfum sér, verða jákvæðari og vongóðir, en ekki bara gagnrýna samfélagið. Ef þú lokar sjálfum þér þá nærðu að sjálfsögðu ekki sambandi við neinn.“ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Við Ibrahem Faraj hittumst á kaffihúsi úti á Granda. Hann afþakkar kaffi enda er ramadan og hann er múslími. Þá borðar hann hvorki né drekkur á milli sólarupprásar og sólarlags. Það skín smitandi gleði úr augum Ibrahems og hann segir mér að hafa ekkert samviskubit yfir kaffibollanum sem ég fæ mér, og hvort ég vilji ekki bara fá mér kökusneið með honum. Ég hafði undirbúið mig undir erfitt viðtal þar sem Ibrahem er búinn að reyna margt sem ég, og flestir aðrir, getum aldrei skilið. En hann er afslappaður, ljúfur og einlægur. Hann segist ekkert hafa að fela lengur, í fyrsta skipti á ævi sinni. Hann hafi upplifað óöryggi frá því hann var lítill drengur, þvinganir og kúgun öll sín uppvaxtarár undir stjórn einræðisherrans Gaddafis í Líbíu og óttast um líf sitt í felum á Íslandi frá árinu 2002. Því sé nú lokið.Á dauðalista Gaddafis Þegar Ibrahem var 28 ára komst hann að því að hann væri á lista yfir andófsmenn í Líbíu. Það þýddi aðeins eitt; að hann þyrfti að flýja. Enda var vitað að þeir sem lentu á þessum lista hyrfu eins og jörðin hefði gleypt þá. Ibrahem lenti á þessum svarta lista stjórnarinnar fyrir að ástunda gagnrýna hugsun og hvetja aðra til þess sama. Hann neitaði að gangast undir áróður einræðisherrans, Muammars Gaddafi, sem hafði stjórnað landinu frá því að hann fæddist og þannig varð hann andófsmaður. Ibrahem fór því á flakk um Evrópu í leit að öruggu skjóli. „Maður hafði heyrt af Líbíumönnum í Bretlandi, Þýskalandi og öðrum löndum sem voru skotnir úti á götu. Þá hafði stjórn Gaddafis frétt af þeim og ráðið mafíu til að myrða þá eða látið sækja þá og drepið þá í Líbíu. Ég velti fyrir mér að sækja um hæli í Svíþjóð en komst að því að arabasamfélagið þar er mjög stórt og þorði því ekki að setjast þar að af ótta við njósnara Gaddafis.“Var alltaf hræddur Ibrahem fann út að afar fáir arabar byggju á Íslandi og ákvað því að sækja um hæli hér. Hann kom til landsins með engin skilríki eða skjöl um sig. Hann þorði ekki einu sinni að segja hvað hann raunverulega héti af ótta við að hann myndi finnast, og því gekk hann undir nafninu Muhamed Ali. Við tók mikil barátta við að fá hæli. Fyrstu sjö árin fékk hann dvalarleyfi sitt endurnýjað til aðeins sex mánaða í senn. Hann gat því ekki sótt nám eða vinnu og stundum var hann næstum búinn að gleyma að hann væri manneskja, að hann væri Ibrahem. „Auðvitað var erfitt að hafa ekkert að gera og sjá enga framtíð. En óttinn var erfiðastur. Ég var alltaf hræddur um að ég yrði sendur úr landi eða að menn Gaddafis myndu finna mig. Ég átti þar af leiðandi mjög erfitt með að treysta og þurfti að berjast við að treysta sjálfum mér og muna hver ég í raun og veru væri. Þegar ég kynntist konunni minni árið 2009 var ekki auðvelt að opna hjartað á ný. Ég þorði ekki að segja henni of mikið og hún fékk ekki einu sinni að vita mitt raunverulega nafn.“vísir/valliHjartað opnaðist á ný Ibrahem og kona hans, Lina Falah, eiga margt sameiginlegt enda er hún palestínskur flóttamaður sem bjó í Írak og þurfti að flýja stríðshörmungar þar. Hún kom til Íslands með hópi kvenna sem settust að á Akranesi. Hjónakornin búa þar í dag, ásamt fjórum börnum, þrjú börnin átti Lina af fyrra hjónabandi. „Reynsla okkar færði okkur saman og vegna trúar okkar gátum við ekki búið saman fyrr en eftir hjónaband. Við ákváðum því að eyða lífinu saman og byggja það á vináttu og svo hefur ástin vaxið.“ Ibrahem eignaðist því fjölskyldu hér á Íslandi. Hann hugsaði þó stanslaust til fjölskyldunnar í Líbíu. Fyrstu árin vissu þau ekki hvort hann væri lífs eða liðinn. Svo tókst honum að koma skilaboðum til þeirra í gegnum milliliði en þau fengu þó aldrei að vita hvar hann væri staddur í heiminum. Þegar borgarabyltingin hófst í Líbíu árið 2011 varð Ibrahem órólegur og óttaðist að hann myndi aldrei sjá fjölskyldu sína aftur á lífi. „Ég fann að ég varð að komast heim. Ég fór á fullt í að útvega skjöl og vottorð um mig sem tók töluverðan tíma. En eftir að ég gat sannað hver ég væri þá tók aðeins ár að fá ríkisborgararétt. Á þessum tíma fylltist ég von, bæði um framtíð mína og framtíð landsins míns. Daginn sem ég fékk lögheimili á Íslandi og líbískt vegabréf í hendurnar upplifði ég í fyrsta skipti öryggi og frelsi. Hjartað opnaðist aftur. Það var ótrúlegt. Yndislegt.“Vaknaði til lífsins Ibrahem fór og heimsótti fjölskyldu sína í kjölfarið. Hann lýsir fyrir mér hvernig tilfinningin var á flugvelli í Tyrklandi þegar hann var á leið í flugið til Líbíu. Þar hitti hann fjöldann allan af Líbíumönnum eftir 12 ára útlegð. „Það var eins og mig hefði verið að dreyma og ég væri loksins að vakna til lífsins. Mamma svaf ekki fyrstu sólarhringana, bara hélt utan um mig og klappaði. Hún hefði aldrei hleypt mér aftur úr landi ef ég ætti ekki konu og barn hér á Íslandi.“ Ibrahem segir þó líf sitt vera nú á Íslandi því hér eigi hann heima. Hér eigi hann fjölskyldu, góða vini og hér hafi hann eytt helmingi fullorðinsára sinna. Hann vill samt halda góðu sambandi við Líbíu og fólkið þar. „Mig langar að deila reynslu minni af íslensku stjórnkerfi og mannréttindum. Fræða þau um hvað lýðræði er í raun, reyna að útskýra hvernig frelsistilfinningin er og hversu mikilvægt það er að berjast fyrir henni.“ vísir/valliAuðvelt að kynnast ÍslendingumÉg velti fyrir mér hvort Ibrahem sé ekkert reiður út í Ísland og Íslendinga fyrir að hafa látið hann bíða svo lengi. „Auðvitað er margt ómanneskjulegt við biðina en ég skil þetta. Ég gat ekki sannað mál mitt, með engin skilríki. Það hefur margt gott gerst í þessum málaflokki síðustu árin með lagabreytingum. Einnig finnst mér Íslendingar vera opnari gagnvart útlendingum. Ég hef aldrei fundið fyrir illsku eða fordómum. Sumir eru vissulega með ranghugmyndir um múslíma en mér finnst að um leið og þeir kynnast mér þá breytist viðhorfið.“ Ibrahem er jákvæður og hann sér fyrir sér bjarta framtíð á Íslandi, þar sem múslímar og kristnir menn geti vel búið saman. „Við erum öll manneskjur og þetta er bara trú. Mér finnst auðvelt að opna hjarta mitt fyrir Íslendingum og verða náinn þeim. Mér finnst það á ábyrgð innflytjenda að einangra sig ekki og verða frekar hluti af íslensku samfélagi. Þeir sem upplifa samfélagið lokað og að það sé svo erfitt að kynnast Íslendingum þurfa að líta í eigin barm. Þeir þurfa að breyta sjálfum sér, verða jákvæðari og vongóðir, en ekki bara gagnrýna samfélagið. Ef þú lokar sjálfum þér þá nærðu að sjálfsögðu ekki sambandi við neinn.“
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira