Séreignarlífeyrinn fái að lifa áfram Bjarki Ármannsson skrifar 31. júlí 2014 08:30 Soffía Eydís telur að tillagan muni hvetja ungt fólk til að fara inn í séreignarsparnaðarkerfið. Vísir/Samsett Sérfræðingahópur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða leggst alfarið gegn þeim hugmyndum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála að heimild til að nýta séreignarsparnað til húsnæðisöflunar verði gerð varanleg. Þetta segir í áliti sérfræðingahópsins sem var gert opinbert nú í vikunni. „Við leggjum mikla áherslu á að séreignarlífeyririnn fái að lifa áfram,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.Þórey S. Þórðardóttir.Vísir/ValliEftirlaunaþegar þurfi sparnaðinn Í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem birt var í maí er lagt til að heimild sé veitt, takmörkuð til nokkurra ára, til að leggja lífeyrisgreiðslur inn á fasteignalán eða upp í útborgun á íbúð. Í samtali við Fréttablaðið segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður verkefnisstjórnar ráðherra, að sá tími gæti orðið tíu ár. Samþykkt var frumvarp á síðasta þingi þess efnis að heimilt yrði að ráðstafa séreignarsparnaði á þennan hátt á þriggja ára tímabili sem hófst þann 1. júlí síðastliðinn. Í umsögn sérfræðingahóps lífeyrissjóðanna segir að séreignarsparnaður sé nauðsynlegur fyrir flesta til að draga úr tekjuskerðingu þegar fólk fer á eftirlaun. „Það hefur sýnt sig að það er þörf á þriðju stoðinni til sparnaðar þegar það kemur að ellilífeyri,“ segir Þórey. „Fólk er að taka á sig tekjuskerðingu.“ Soffía Eydís Björgvinsdóttir.Vísir/DaníelUngt fólk fari í kerfið Soffía Eydís segist meðvituð um þessar áhyggjur lífeyrissjóðanna en hún tekur ekki undir þær. Hún telur að jákvæð áhrif tillagnanna séu meiri en neikvæð áhrif á fólk sem er að fara á eftirlaun. „Það hefur komið fram að það er nauðsynlegt að efla sparnað til húsnæðiskaupa,“ segir Soffía. „Ungu fólki veitir ekki af að geta keypt og átt fyrir útborgun á íbúð. Ég held að þetta hafi miklu frekar þau áhrif að þú fáir ungt fólk til að fara inn í séreignarsparnaðarkerfið sem hefur ekki verið inni í því.“ Soffía segir að verkefnisstjórnin vilji að reynslan af þessu fyrirkomulagi verði skoðuð þegar líða fer að lokum þessa þriggja ára tímabils. „Ef það hefur reynst vel, leggjum við til að festa það í sessi,“ segir Soffía. Tengdar fréttir Að brúa bilið – séreignarsparnaður til húsnæðiskaupa Kaup á íbúðarhúsnæði er ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur á lífsleiðinni. Í augum margra, sérstaklega af yngri kynslóðinni, eru fasteignakaup orðin óyfirstíganlegt verkefni, enda húsnæðisverð hátt í samanburði við kaupmátt. 22. maí 2014 07:00 Hægt verður að nota séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð Þeir sem eiga ekki fasteign geta notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignasparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum, aðrir sem eiga séreignasparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín. 25. mars 2014 13:46 Borgið verðtryggð lán með séreignasparnaði Lektor og aðjúnkt við Háskóla Íslands segja að stjórnvöld verði að hækka skatta í framtíðinni til að bæta sér upp tap af skattfrjálsum séreignasparnaði. Þeir eru sammála um það borgi sig að greiða niður verðtryggð fasteignalán með sparnaði. 29. mars 2014 08:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Sérfræðingahópur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða leggst alfarið gegn þeim hugmyndum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála að heimild til að nýta séreignarsparnað til húsnæðisöflunar verði gerð varanleg. Þetta segir í áliti sérfræðingahópsins sem var gert opinbert nú í vikunni. „Við leggjum mikla áherslu á að séreignarlífeyririnn fái að lifa áfram,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.Þórey S. Þórðardóttir.Vísir/ValliEftirlaunaþegar þurfi sparnaðinn Í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem birt var í maí er lagt til að heimild sé veitt, takmörkuð til nokkurra ára, til að leggja lífeyrisgreiðslur inn á fasteignalán eða upp í útborgun á íbúð. Í samtali við Fréttablaðið segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður verkefnisstjórnar ráðherra, að sá tími gæti orðið tíu ár. Samþykkt var frumvarp á síðasta þingi þess efnis að heimilt yrði að ráðstafa séreignarsparnaði á þennan hátt á þriggja ára tímabili sem hófst þann 1. júlí síðastliðinn. Í umsögn sérfræðingahóps lífeyrissjóðanna segir að séreignarsparnaður sé nauðsynlegur fyrir flesta til að draga úr tekjuskerðingu þegar fólk fer á eftirlaun. „Það hefur sýnt sig að það er þörf á þriðju stoðinni til sparnaðar þegar það kemur að ellilífeyri,“ segir Þórey. „Fólk er að taka á sig tekjuskerðingu.“ Soffía Eydís Björgvinsdóttir.Vísir/DaníelUngt fólk fari í kerfið Soffía Eydís segist meðvituð um þessar áhyggjur lífeyrissjóðanna en hún tekur ekki undir þær. Hún telur að jákvæð áhrif tillagnanna séu meiri en neikvæð áhrif á fólk sem er að fara á eftirlaun. „Það hefur komið fram að það er nauðsynlegt að efla sparnað til húsnæðiskaupa,“ segir Soffía. „Ungu fólki veitir ekki af að geta keypt og átt fyrir útborgun á íbúð. Ég held að þetta hafi miklu frekar þau áhrif að þú fáir ungt fólk til að fara inn í séreignarsparnaðarkerfið sem hefur ekki verið inni í því.“ Soffía segir að verkefnisstjórnin vilji að reynslan af þessu fyrirkomulagi verði skoðuð þegar líða fer að lokum þessa þriggja ára tímabils. „Ef það hefur reynst vel, leggjum við til að festa það í sessi,“ segir Soffía.
Tengdar fréttir Að brúa bilið – séreignarsparnaður til húsnæðiskaupa Kaup á íbúðarhúsnæði er ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur á lífsleiðinni. Í augum margra, sérstaklega af yngri kynslóðinni, eru fasteignakaup orðin óyfirstíganlegt verkefni, enda húsnæðisverð hátt í samanburði við kaupmátt. 22. maí 2014 07:00 Hægt verður að nota séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð Þeir sem eiga ekki fasteign geta notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignasparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum, aðrir sem eiga séreignasparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín. 25. mars 2014 13:46 Borgið verðtryggð lán með séreignasparnaði Lektor og aðjúnkt við Háskóla Íslands segja að stjórnvöld verði að hækka skatta í framtíðinni til að bæta sér upp tap af skattfrjálsum séreignasparnaði. Þeir eru sammála um það borgi sig að greiða niður verðtryggð fasteignalán með sparnaði. 29. mars 2014 08:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Að brúa bilið – séreignarsparnaður til húsnæðiskaupa Kaup á íbúðarhúsnæði er ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur á lífsleiðinni. Í augum margra, sérstaklega af yngri kynslóðinni, eru fasteignakaup orðin óyfirstíganlegt verkefni, enda húsnæðisverð hátt í samanburði við kaupmátt. 22. maí 2014 07:00
Hægt verður að nota séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð Þeir sem eiga ekki fasteign geta notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignasparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum, aðrir sem eiga séreignasparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín. 25. mars 2014 13:46
Borgið verðtryggð lán með séreignasparnaði Lektor og aðjúnkt við Háskóla Íslands segja að stjórnvöld verði að hækka skatta í framtíðinni til að bæta sér upp tap af skattfrjálsum séreignasparnaði. Þeir eru sammála um það borgi sig að greiða niður verðtryggð fasteignalán með sparnaði. 29. mars 2014 08:00