Spáin ræður för Íslendinganna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. júlí 2014 07:30 Það getur verið skynsamlegt að láta veðurspá vísa veginn en það getur líka orðið til þess að Halldór sitji einn í blíðunni fyrir vestan. Fréttablaðið/Vilhelm Halldór Hafdal Halldórsson, skálavörður í Hornbjargsvita í Látravík, segir íslenska ferðamenn láta ferðaáætlun sína að miklu leyti ráðast af veðurspám. Það er oft talið skynsamlegt að bera sig að líkt og heimamenn gera en svo er hægt að brenna sig á því eins og dæmin sanna. „Ef það spáir illu þá afbóka íslensku ferðamennirnir,“ segir hann. „Það var til dæmis nær alveg tómt hjá mér síðustu tvo daga út af svona afbókunum en veðrið hefur sjaldan verið betra. Ég ætlaði að fara að mála en það var alltof heitt til að standa í því.“Hornbjargsviti Af síðustu fjórum árum hefur Majorkablíða einkennt tvö þeirra. Fréttablaðið/VilhelmAð öðru leyti segir hann ekki mikinn mun á íslensku og erlendu gestunum nema kannski að þeir íslensku geri betur við sig þar vestra meðan þeir erlendu komi aðeins með allra nauðsynlegustu vistir. Þetta er fjórða sumarið sem Halldór hefur umsjá með vitanum og ýmislegt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu tvö sumrin voru ein Majorkablíða, 27 stig, dag eftir dag en þau tvö síðustu hafa verið nokkuð blaut,“ segir hann. Hann unir hag sínum vel í sumarvinnunni en vetursetu hefur hann í Kópavogi. Þegar hann er spurður hvort enn votti fyrir anda og ummerkjum hins fræga vitavarðar Óla komma, Ólafs Þ. Jónssonar, þá stendur ekki á svari. „Vitaskuld,“ segir hann, „meira að segja stjarnan hans er enn uppi.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Halldór Hafdal Halldórsson, skálavörður í Hornbjargsvita í Látravík, segir íslenska ferðamenn láta ferðaáætlun sína að miklu leyti ráðast af veðurspám. Það er oft talið skynsamlegt að bera sig að líkt og heimamenn gera en svo er hægt að brenna sig á því eins og dæmin sanna. „Ef það spáir illu þá afbóka íslensku ferðamennirnir,“ segir hann. „Það var til dæmis nær alveg tómt hjá mér síðustu tvo daga út af svona afbókunum en veðrið hefur sjaldan verið betra. Ég ætlaði að fara að mála en það var alltof heitt til að standa í því.“Hornbjargsviti Af síðustu fjórum árum hefur Majorkablíða einkennt tvö þeirra. Fréttablaðið/VilhelmAð öðru leyti segir hann ekki mikinn mun á íslensku og erlendu gestunum nema kannski að þeir íslensku geri betur við sig þar vestra meðan þeir erlendu komi aðeins með allra nauðsynlegustu vistir. Þetta er fjórða sumarið sem Halldór hefur umsjá með vitanum og ýmislegt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu tvö sumrin voru ein Majorkablíða, 27 stig, dag eftir dag en þau tvö síðustu hafa verið nokkuð blaut,“ segir hann. Hann unir hag sínum vel í sumarvinnunni en vetursetu hefur hann í Kópavogi. Þegar hann er spurður hvort enn votti fyrir anda og ummerkjum hins fræga vitavarðar Óla komma, Ólafs Þ. Jónssonar, þá stendur ekki á svari. „Vitaskuld,“ segir hann, „meira að segja stjarnan hans er enn uppi.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira