Leysa mengandi vinnsluaðferð af hólmi á Katanesi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. júlí 2014 08:00 Fyrirtækið hefur framleitt sólarkísil með þessari aðferð í rúm tvö ár í tilraunverksmiðju sinni í Kanada þar sem þessi mynd er tekinn. mynd/silicor materials Silicor Materials sem áformað er að reisa á Katanesi á Grundartanga í Hvalfirði verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þar verður framleiddur sólarkísill sem notaður er í sólarsellur sem vinna orku úr sólarljósi. Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VSÓ, segir að hingað til hafi slíkur kísill verið unninn eftir svokölluðu Siemens-vinnsluferli sem er flókið, orkufrekt og mengandi. „Þetta nýja vinnsluferli er hins vegar einfalt, mun hagkvæmara og mengar nær ekkert. Ég er búinn að vera í efnaverkfræðinni í 30 ár og það er sjaldan sem maður sér hnökrana leysta svo snilldarlega eins og þarna.“ Um er að ræða hreinsunaraðferð þar sem kísill, sem ekki er nógu tær til að vera notaður sem sólarkísill, er hreinsaður. Það er gert með því að leysa hann upp í fljótandi áli. Að sögn Guðjóns hefur Silicor Materials framleitt slíkan sólarkísil með þessum hætti í rúm tvö ár í tilraunaverksmiðju sinni í Kanada og gaf það svo góða raun að nú skal hafist handa af fullum krafti.Guðjón JónssonGuðjón segist vonast til að þessi nýja uppfinning verði til þess að bæta stöðu sólarorkunnar í samkeppninni við aðra orkugjafa. Að sögn Davíðs Stefánssonar, sem hefur verið fyrirtækinu innan handar með ráðgjöf hér á landi, er fyrirhuguð framleiðslugeta fyrirtækisins um 19.000 tonn en áætlað er að heimsframleiðsla, það er að segja allra framleiðenda í geiranum, verði um 500.000 tonn eftir fjögur ár. Það er einmitt þá sem verksmiðjan á að vera komin í full afköst en framkvæmdir við hana hefjast nú í haust. Nýja verksmiðjan mun væntanlega skapa fjögur hundruð störf en það eru rétt um 200 færri en íbúar Hvalfjarðarsveitar þar sem nú þegar eru tvö stóriðjuver. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Silicor Materials sem áformað er að reisa á Katanesi á Grundartanga í Hvalfirði verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þar verður framleiddur sólarkísill sem notaður er í sólarsellur sem vinna orku úr sólarljósi. Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VSÓ, segir að hingað til hafi slíkur kísill verið unninn eftir svokölluðu Siemens-vinnsluferli sem er flókið, orkufrekt og mengandi. „Þetta nýja vinnsluferli er hins vegar einfalt, mun hagkvæmara og mengar nær ekkert. Ég er búinn að vera í efnaverkfræðinni í 30 ár og það er sjaldan sem maður sér hnökrana leysta svo snilldarlega eins og þarna.“ Um er að ræða hreinsunaraðferð þar sem kísill, sem ekki er nógu tær til að vera notaður sem sólarkísill, er hreinsaður. Það er gert með því að leysa hann upp í fljótandi áli. Að sögn Guðjóns hefur Silicor Materials framleitt slíkan sólarkísil með þessum hætti í rúm tvö ár í tilraunaverksmiðju sinni í Kanada og gaf það svo góða raun að nú skal hafist handa af fullum krafti.Guðjón JónssonGuðjón segist vonast til að þessi nýja uppfinning verði til þess að bæta stöðu sólarorkunnar í samkeppninni við aðra orkugjafa. Að sögn Davíðs Stefánssonar, sem hefur verið fyrirtækinu innan handar með ráðgjöf hér á landi, er fyrirhuguð framleiðslugeta fyrirtækisins um 19.000 tonn en áætlað er að heimsframleiðsla, það er að segja allra framleiðenda í geiranum, verði um 500.000 tonn eftir fjögur ár. Það er einmitt þá sem verksmiðjan á að vera komin í full afköst en framkvæmdir við hana hefjast nú í haust. Nýja verksmiðjan mun væntanlega skapa fjögur hundruð störf en það eru rétt um 200 færri en íbúar Hvalfjarðarsveitar þar sem nú þegar eru tvö stóriðjuver.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira