Tuttugu unglingum stefnt út á haf Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 12:30 Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann. Mynd/Einkasafn „Markmiðið með skólanum er að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann í samstarfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða engan venjulegan vinnuskóla þar sem unglingar reyta arfa og sópa gangstéttir, heldur fá ungmenni Codland-vinnuskólans að kynna sér störf innan sjávarútvegsgeirans en fá þó laun líkt og þau væru í hefðbundnum vinnuskóla. Unglingarnir fá að fara um borð í skip, í vinnslu, sjá fullvinnslu aukaafurða og fræðast um sjávartengdar rannsóknir hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. „Við fáum þau einnig til þess að koma með hugmyndir, því hugmyndir hafa komið fram um að þróa sjávarútvegsapp og okkur langar til að vita hvað þeim finnst spennandi við sjávarútveginn. Það er gott að fá ferskar hugmyndir frá unglingunum. Það er auðvitað hagur sjávarútvegsins að ungt fólk vilji vinna innan geirans.“Unglingarnir skemmta sér konunglega í vinnuskólanum.Upphaflega hugmyndin að skólanum kom frá Íslenska sjávarklasanum, sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi. „Grindavíkurbær sýndi þessu strax mikinn áhuga og nú erum við að fara af stað með skólann í annað sinn,“ segir Erla Ósk. Um tuttugu krakkar taka þátt en færri komast að en vilja og segir Erla Ósk alla þá unglinga sem tóku þátt í fyrra hafa verið mjög ánægða og finnur hún fyrir mikilli spennu á meðal ungmenna í ár.Unglingarnir fá leiðsögn á ýmsum sviðum.„Þau voru mjög spennt yfir þessu en það hafa auðvitað ekki allir áhuga á veiðum og að vera úti á sjó, því áhugi þeirra er misjafn eins og þau eru mörg. Við erum þess vegna að sýna krökkunum að það sé mikilli fjöldi starfa og greina innan sjávarútvegsins; þau geti farið í tölvunarfræði eða líffræði og samt starfað við sjávarútveg og að sjávarútvegurinn þurfi fólk með mismunandi bakgrunn,“ útskýrir Erla Ósk. Fyrirhugað var að hefja skólastarfið í dag en það þurfti að fresta því. „Við sáum að meira en helmingur þátttakenda er að keppa á Rey Cup og þess vegna var ekki annað hægt en að seinka þessu fram yfir helgi. Það er líka svo mikið af flottu knattspyrnufólki hérna í Grindavík,“ segir Erla Ósk og hlær. Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
„Markmiðið með skólanum er að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann í samstarfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða engan venjulegan vinnuskóla þar sem unglingar reyta arfa og sópa gangstéttir, heldur fá ungmenni Codland-vinnuskólans að kynna sér störf innan sjávarútvegsgeirans en fá þó laun líkt og þau væru í hefðbundnum vinnuskóla. Unglingarnir fá að fara um borð í skip, í vinnslu, sjá fullvinnslu aukaafurða og fræðast um sjávartengdar rannsóknir hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. „Við fáum þau einnig til þess að koma með hugmyndir, því hugmyndir hafa komið fram um að þróa sjávarútvegsapp og okkur langar til að vita hvað þeim finnst spennandi við sjávarútveginn. Það er gott að fá ferskar hugmyndir frá unglingunum. Það er auðvitað hagur sjávarútvegsins að ungt fólk vilji vinna innan geirans.“Unglingarnir skemmta sér konunglega í vinnuskólanum.Upphaflega hugmyndin að skólanum kom frá Íslenska sjávarklasanum, sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi. „Grindavíkurbær sýndi þessu strax mikinn áhuga og nú erum við að fara af stað með skólann í annað sinn,“ segir Erla Ósk. Um tuttugu krakkar taka þátt en færri komast að en vilja og segir Erla Ósk alla þá unglinga sem tóku þátt í fyrra hafa verið mjög ánægða og finnur hún fyrir mikilli spennu á meðal ungmenna í ár.Unglingarnir fá leiðsögn á ýmsum sviðum.„Þau voru mjög spennt yfir þessu en það hafa auðvitað ekki allir áhuga á veiðum og að vera úti á sjó, því áhugi þeirra er misjafn eins og þau eru mörg. Við erum þess vegna að sýna krökkunum að það sé mikilli fjöldi starfa og greina innan sjávarútvegsins; þau geti farið í tölvunarfræði eða líffræði og samt starfað við sjávarútveg og að sjávarútvegurinn þurfi fólk með mismunandi bakgrunn,“ útskýrir Erla Ósk. Fyrirhugað var að hefja skólastarfið í dag en það þurfti að fresta því. „Við sáum að meira en helmingur þátttakenda er að keppa á Rey Cup og þess vegna var ekki annað hægt en að seinka þessu fram yfir helgi. Það er líka svo mikið af flottu knattspyrnufólki hérna í Grindavík,“ segir Erla Ósk og hlær.
Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira