Mætt til að rústa Rey Cup 2014 Snærós Sindradóttir skrifar 24. júlí 2014 07:00 Stúlkurnar í Þrótti Reykjavík leiddu skrúðgöngu gærkvöldsins. VÍSIR/Arnþór „Ég er kominn hingað til að sjá hvernig aðrir leikmenn spila og til að bæta minn eigin leik,“ segir hinn fimmtán ára Jahvan Davidson Miller sem er kominn hingað til lands til að spila fyrir hönd Derby County á Rey Cup-mótinu í Laugardal. „Ég held að þetta sé frábær reynsla fyrir okkur alla. Þetta gefur okkur góða mynd af menningu annarra þjóða, ekki bara í fótbolta,“ bætir hann við.Jahvan frá DerbyÞetta er í þrettánda sinn sem Rey Cup-mótið er haldið og er það stærra í sniðum en áður. Jahvan er einn af 270 erlendum gestum á mótinu en alls munu 1.300 börn og unglingar spila um sjálfan Rey-bikarinn um helgina. „Ég hlakka mjög mikið til. Ég vil bara sjá hvernig allir aðrir spila og hverju ég get breytt. Þetta hjálpar mér að ná mínum markmiðum og verða eins góður og mögulegt er,“ segir Jahvan. Erlendu leikmennirnir eru frá tólf ára aldri. Hinn þrettán ára Rasmus Videgre, sem spilar með Brondby IF í Kaupmannahöfn, er ánægður með fyrstu ferðina sína hingað til lands. „Það er ótrúlegt hvernig veðrið breytist hér og náttúran ykkar er falleg,“ segir Rasmus.Rasmus frá BrondbyHann er mjög metnaðarfullur fyrir framtíð sinni í fótboltanum og stefnir á atvinnumennsku þegar unglingsárunum lýkur. Hann segist hafa háleit markmið fyrir mótið um helgina. „Ég er kominn hingað til að sigra.“ Alls eru um áttatíu lið skráð til keppni í ár og gistir stór hluti þeirra í skólabyggingum nærri Laugardalnum. Mótið var sett með skrúðgöngu og húllumhæi í gærkvöldi en alvaran tekur við í dag. Hingað til lands eru komnir erlendir útsendarar til að fylgjast með keppendum spila í von um að finna hæfileikaríka en óuppgötvaða leikmenn. Það má því búast við að leikmenn muni reima á sig sparitakkaskóna áður en haldið er út á völlinn. Lokahóf mótsins verður haldið með pompi og prakt á laugardagskvöld með dansleik á Nordica hotel við Suðurlandsbraut. Úrslitaleikir mótsins verða leiknir á sunnudag.Þessir unglingspiltar frá Derby voru að koma sér fyrir þegar blaðamann og ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Fyrsta íslenska liðið sem þeir mæta er Þróttur í þriðja flokki karla. Fréttablaðið/ArnþórÁ meðan á mótinu stendur verður þátttakendum boðið ókeypis í Laugardalslaug en þar mun fara fram sundlaugapartí í kvöld. Það viðrar vel til fótboltaiðkunar um helgina þótt búast megi við rigningu á föstudag. Aðra daga verður þurrt, hlýtt og hægur vindur. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Ég er kominn hingað til að sjá hvernig aðrir leikmenn spila og til að bæta minn eigin leik,“ segir hinn fimmtán ára Jahvan Davidson Miller sem er kominn hingað til lands til að spila fyrir hönd Derby County á Rey Cup-mótinu í Laugardal. „Ég held að þetta sé frábær reynsla fyrir okkur alla. Þetta gefur okkur góða mynd af menningu annarra þjóða, ekki bara í fótbolta,“ bætir hann við.Jahvan frá DerbyÞetta er í þrettánda sinn sem Rey Cup-mótið er haldið og er það stærra í sniðum en áður. Jahvan er einn af 270 erlendum gestum á mótinu en alls munu 1.300 börn og unglingar spila um sjálfan Rey-bikarinn um helgina. „Ég hlakka mjög mikið til. Ég vil bara sjá hvernig allir aðrir spila og hverju ég get breytt. Þetta hjálpar mér að ná mínum markmiðum og verða eins góður og mögulegt er,“ segir Jahvan. Erlendu leikmennirnir eru frá tólf ára aldri. Hinn þrettán ára Rasmus Videgre, sem spilar með Brondby IF í Kaupmannahöfn, er ánægður með fyrstu ferðina sína hingað til lands. „Það er ótrúlegt hvernig veðrið breytist hér og náttúran ykkar er falleg,“ segir Rasmus.Rasmus frá BrondbyHann er mjög metnaðarfullur fyrir framtíð sinni í fótboltanum og stefnir á atvinnumennsku þegar unglingsárunum lýkur. Hann segist hafa háleit markmið fyrir mótið um helgina. „Ég er kominn hingað til að sigra.“ Alls eru um áttatíu lið skráð til keppni í ár og gistir stór hluti þeirra í skólabyggingum nærri Laugardalnum. Mótið var sett með skrúðgöngu og húllumhæi í gærkvöldi en alvaran tekur við í dag. Hingað til lands eru komnir erlendir útsendarar til að fylgjast með keppendum spila í von um að finna hæfileikaríka en óuppgötvaða leikmenn. Það má því búast við að leikmenn muni reima á sig sparitakkaskóna áður en haldið er út á völlinn. Lokahóf mótsins verður haldið með pompi og prakt á laugardagskvöld með dansleik á Nordica hotel við Suðurlandsbraut. Úrslitaleikir mótsins verða leiknir á sunnudag.Þessir unglingspiltar frá Derby voru að koma sér fyrir þegar blaðamann og ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Fyrsta íslenska liðið sem þeir mæta er Þróttur í þriðja flokki karla. Fréttablaðið/ArnþórÁ meðan á mótinu stendur verður þátttakendum boðið ókeypis í Laugardalslaug en þar mun fara fram sundlaugapartí í kvöld. Það viðrar vel til fótboltaiðkunar um helgina þótt búast megi við rigningu á föstudag. Aðra daga verður þurrt, hlýtt og hægur vindur.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira