Flugvirkjafélag Íslands hefur samþykkt nýjan kjarasamning við flugfélagið Icelandair ehf.
Samningurinn hefur þegar tekið gildi og gildir til 31. ágúst 2017.
Flugvirkjafélagið stóð fyrir vinnustöðvunum í júní sem olli einhverjum töfum á flugumferð til og frá landinu.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samið hafi verið til svo langs tíma.
Kjarasamningar flugmanna gilda til 30. september, en samningaviðræður eru ekki hafnar enn.
Kjör flugvirkja samþykkt
