Innlent

Gunnar Bragi er í Úkraínu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ekki í fyrsta sinn Gunnar Bragi hefur áður heimsótt Úkraínu á þessu ári en það var í lok mars.
Ekki í fyrsta sinn Gunnar Bragi hefur áður heimsótt Úkraínu á þessu ári en það var í lok mars. Fréttablaðið/Stefán
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hélt til Úkraínu í gærmorgun og dvelst þar fram á fimmtudag. Með honum í för er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður hans, og Hermann Örn Ingólfsson, skrifstofustjóri á alþjóða- og öryggissviði ráðuneytisins.

Hópurinn ferðast með utanríkisráðherra Lettlands og föruneyti.

„Við höfum verið að leita leiða til að hjálpa Úkraínu og styðja við uppbyggingu hjá þeim,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið. Hún segir greinilegt að mikið hreinsunarstarf hafi átt sér stað í borginni síðan starfsmenn ráðuneytisins heimsóttu landið í mars síðastliðnum.

Gunnar Bragi fundaði með Petro Porosjenkó, nýkjörnum forseta Úkraínu, í gærkvöldi. Almennt var rætt um ástandið í landinu og friðarumleitanir.

Sunna Gunnars Marteinsdóttir
Dagskrá ferðarinnar er fljótandi að sögn Sunnu en til stendur að hitta Stefán Hauk Jónsson, sem sendur var út fyrir Íslands hönd til að vera hluti af teymi hjá ÖSE sem vinnur að aðgerðum til að styðja við Úkraínu, og heimsækja búðir fyrir veglaust fólk innan eigin lands í bænum Dnipropetrovsk. Þaðan flýgur Gunnar Bragi heim á fimmtudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×