Innlent

Forsíðumynd Fréttablaðsins: Aspirnar fjölga sér um þessar mundir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Það getur verið gaman að sjá snjóhvíta jörð í júlí þegar ekki fylgir henni kuldi segir Aðalsteinn.
Það getur verið gaman að sjá snjóhvíta jörð í júlí þegar ekki fylgir henni kuldi segir Aðalsteinn. Fréttablaðið/Pjetur
Hvítar flyksur sem minntu á snjókorn glöddu vegfarendur á mótum Miklubrautar og Grensásvegar í Reykjavík í gær.

„Til þess að dreifa fræinu sem allra mest nota öspin og víðirinn hálfgerðan bómull, eða kotún, sem ber þetta með vindi langar leiðir,“ sagði Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skógrætkar ríkisins.

Aðalsteinn segir þetta býsna öfluga leið til að fjölga sér þar sem aspir skjóti nú upp kollinum á ólíklegustu stöðum.

Í blaði dagsins er fjallað um vandræði við gerð Vaðlaheiðarganga vegna heitavatnssprungu, eldislax á Patreksfirði sem virðist lifa af í söltum sjó, tengsl magameina og verkjalyfa, umfjöllun um matvælaeftirlit í Bandaríkjunum, skiptar skoðanir íslenskra bruggara á sölu áfengis í matvöruverslunum og ástandið á Gasa.

Fréttablað dagsins má lesa hér.

Forsíðumynd Fréttablaðsins, sem sjá má að ofan, tók Pjetur Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×