Segir að matvælaeftirlit í Bandaríkjunum sé gott Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Bannað er að flytja inn kjöt af dýrum sem hafa verið sprautuð með vaxtarhormónum. fréttablaðið/stefán. Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. „Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2. Charlotta bendir á að samkvæmt matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu strangar reglur um innflutning á kjöti til Evrópusambandsins hvað varðar eldi og uppeldi dýranna, slátrun, verkun og vinnslu. „Það má ekki slátra dýrum sem eru með einhver lyf í skrokknum og svo eru sjúkdómavarnir mjög strangar. Ef upp kemur einhver sjúkdómur eða annað sem veldur því að kjötið ætti ekki að fara í fæðuhringinn þá er bæði fylgst með því og settar hömlur,“ segir Charlotta. Eftirlitsstofnanir á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Matvælastofnun ESB fylgist með þessu og geri úttektir á sjúkdómavörnum í löndunum. Bæði sé um að ræða almennar úttektir og svo sé jafnvel farið sértækt í ákveðnar vinnslustöðvar. „Þessar vinnslustöðvar sem flytja inn kjöt til Evrópusambandsins þurfa að vera með samþykkisnúmer sem er samþykkt af Evrópusambandinu,“ segir Charlotta. Auðvelt sé að nálgast upplýsingar um það hvaða vinnslustöðvar séu samþykktar. Charlotta bendir á að á Íslandi sé aftur á móti innflutningsbann á hráu kjöti en samkvæmt reglugerð frá 2012 sé hægt að sækja um undanþágu frá þessu banni. Ströng skilyrði séu fyrir slíkum undanþágum og mikilla upplýsinga um kjötið sé krafist. Matvælastofnun segir Charlotta að hafi stundum gefið neikvæðar umsagnir um innflutning á kjöti sem framleitt er í ríkjum utan Evrópusambandsins jafnvel þó að það sé samþykkt inn í Evrópusambandið. Það séu strangari sjúkdómseftirlitskröfur á Íslandi en í Evrópusambandinu. „Þannig að það er ekki frípassi þó að kjötið sé komið til dæmis til Hollands, að það komist hingað. Evrópusambandið leggur aðallega áherslu á ákveðna sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki en ekki á sjúkdóma sem þeir eru þegar búnir að fá til sín. Þeir sjúkdómar eru kannski ekki komnir hingað.“ Miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem framleitt sé í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott. „Við höfum góða ástæðu til að treysta á eftirlitskerfið hvað það varðar,“ segir Charlotta. Þá segir hún Ástralíu og Nýja-Sjáland líka laust við sjúkdóma. „Við könnum upprunalandið og ef okkur þykir áhættan á sjúkdómum vera í lágmarki þá þurfum við að þekkja starfsstöðina og hvort hún er samþykkt.“ Kannað sé hvort starfsstöðin noti lyf eða vaxtarhvetjandi hormón. Innflutningur á kjöti sem komi frá starfsstöðvum sem noti slík lyf sé þá bannaður. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. „Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2. Charlotta bendir á að samkvæmt matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu strangar reglur um innflutning á kjöti til Evrópusambandsins hvað varðar eldi og uppeldi dýranna, slátrun, verkun og vinnslu. „Það má ekki slátra dýrum sem eru með einhver lyf í skrokknum og svo eru sjúkdómavarnir mjög strangar. Ef upp kemur einhver sjúkdómur eða annað sem veldur því að kjötið ætti ekki að fara í fæðuhringinn þá er bæði fylgst með því og settar hömlur,“ segir Charlotta. Eftirlitsstofnanir á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Matvælastofnun ESB fylgist með þessu og geri úttektir á sjúkdómavörnum í löndunum. Bæði sé um að ræða almennar úttektir og svo sé jafnvel farið sértækt í ákveðnar vinnslustöðvar. „Þessar vinnslustöðvar sem flytja inn kjöt til Evrópusambandsins þurfa að vera með samþykkisnúmer sem er samþykkt af Evrópusambandinu,“ segir Charlotta. Auðvelt sé að nálgast upplýsingar um það hvaða vinnslustöðvar séu samþykktar. Charlotta bendir á að á Íslandi sé aftur á móti innflutningsbann á hráu kjöti en samkvæmt reglugerð frá 2012 sé hægt að sækja um undanþágu frá þessu banni. Ströng skilyrði séu fyrir slíkum undanþágum og mikilla upplýsinga um kjötið sé krafist. Matvælastofnun segir Charlotta að hafi stundum gefið neikvæðar umsagnir um innflutning á kjöti sem framleitt er í ríkjum utan Evrópusambandsins jafnvel þó að það sé samþykkt inn í Evrópusambandið. Það séu strangari sjúkdómseftirlitskröfur á Íslandi en í Evrópusambandinu. „Þannig að það er ekki frípassi þó að kjötið sé komið til dæmis til Hollands, að það komist hingað. Evrópusambandið leggur aðallega áherslu á ákveðna sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki en ekki á sjúkdóma sem þeir eru þegar búnir að fá til sín. Þeir sjúkdómar eru kannski ekki komnir hingað.“ Miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem framleitt sé í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott. „Við höfum góða ástæðu til að treysta á eftirlitskerfið hvað það varðar,“ segir Charlotta. Þá segir hún Ástralíu og Nýja-Sjáland líka laust við sjúkdóma. „Við könnum upprunalandið og ef okkur þykir áhættan á sjúkdómum vera í lágmarki þá þurfum við að þekkja starfsstöðina og hvort hún er samþykkt.“ Kannað sé hvort starfsstöðin noti lyf eða vaxtarhvetjandi hormón. Innflutningur á kjöti sem komi frá starfsstöðvum sem noti slík lyf sé þá bannaður.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira