Þrír starfsmenn hafa fylgt stofnunum frá höfuðborg til landsbyggðanna Sveinn Arnarsson skrifar 3. júlí 2014 08:00 Fjórir ráðherrar hafa flutt opinberar stofnanir á landsbyggðirnar. Þrír starfsmenn hafa samanlagt flutt með stofnunum. Nýtt fólk hefur verið ráðið í þeirra stað. Einungis þrír starfsmenn hafa flust búferlum þegar stofnanir hafa verið fluttar á landsbyggð frá höfuðborgarsvæði. Enginn starfsmaður Fiskistofu ætlar sér að flytja til Akureyrar með stofnuninni. Ekki eru til mörg dæmi um flutning opinberra stofnana í heilu lagi frá höfuðborg til landsbyggða. Stofnanirnar sem hafa verið fluttar eru Skógrækt ríkisins, Veiðistjóraembættið, Landmælingar Íslands og Byggðastofnun. Nú síðast tók ráðherra þá ákvörðun að Fiskistofa yrði flutt á næstu misserum til Akureyrar frá Hafnarfirði. Mikillar óánægju hefur gætt með slíkar ákvarðanir í hvert skipti sem opinberar stofnanir hafa verið fluttar á landsbyggðirnar. Miklar deilur fylgdu í kjölfar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, þegar hann ákvað að flytja Skógrækt ríkisins. Aðeins einn starfsmaður flutti með stofnuninni. Ákvörðun um flutning Veiðistjóraembættisins til Akureyrar var tekin þegar miklar deilur voru uppi milli starfsmanna og ráðherra og var ráðherrann, Össur Skarphéðinsson, sakaður um að hafa flutt stofnunina til að losna við starfsmenn. Enginn þeirra sem áður störfuðu við embættið flutti með stofnuninni. Sömu sögu má segja um flutning Landmælinga á Akranes og endaði sú ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra fyrir Hæstarétti þar sem flutningurinn var dæmdur ólöglegur. Aðeins forstjórinn flutti með stofnuninni á Akranes. Einn starfsmaður flutti með Byggðastofnun þegar hún var flutt á Sauðárkrók. Valgerður Sverrisdóttir var þáverandi iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála. Færa má byggðafræðileg rök fyrir því að heppilegast sé að dreifa opinberum störfum vítt og breitt um landið. Að sama skapi hefur verið bent á hagræðið að því að sem flestar stofnanir séu staðsettar sem næst ráðuneytum til að minnka ferðakostnað. Til að mynda hafi rekstrarkostnaður Veiðistjóraembættisins hækkað eftir það flutti til Akureyrar, bæði vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu sem áður var innan embættisins sem og að ferðakostnaður hafi hækkað við flutninginn. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti starfsmönnum síðastliðinn föstudag að flytja ætti stofnunina. Þessi ákvörðun kom eins og blaut tuska framan í starfsmenn sem höfðu ekki hugmynd um áform ráðherra. Vinnubrögðin hafa verið gagnrýnd af starfsmönnum og stéttarfélögum sem telja flutninginn ígildi fjöldauppsagnar hjá stofnuninni. Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Einungis þrír starfsmenn hafa flust búferlum þegar stofnanir hafa verið fluttar á landsbyggð frá höfuðborgarsvæði. Enginn starfsmaður Fiskistofu ætlar sér að flytja til Akureyrar með stofnuninni. Ekki eru til mörg dæmi um flutning opinberra stofnana í heilu lagi frá höfuðborg til landsbyggða. Stofnanirnar sem hafa verið fluttar eru Skógrækt ríkisins, Veiðistjóraembættið, Landmælingar Íslands og Byggðastofnun. Nú síðast tók ráðherra þá ákvörðun að Fiskistofa yrði flutt á næstu misserum til Akureyrar frá Hafnarfirði. Mikillar óánægju hefur gætt með slíkar ákvarðanir í hvert skipti sem opinberar stofnanir hafa verið fluttar á landsbyggðirnar. Miklar deilur fylgdu í kjölfar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, þegar hann ákvað að flytja Skógrækt ríkisins. Aðeins einn starfsmaður flutti með stofnuninni. Ákvörðun um flutning Veiðistjóraembættisins til Akureyrar var tekin þegar miklar deilur voru uppi milli starfsmanna og ráðherra og var ráðherrann, Össur Skarphéðinsson, sakaður um að hafa flutt stofnunina til að losna við starfsmenn. Enginn þeirra sem áður störfuðu við embættið flutti með stofnuninni. Sömu sögu má segja um flutning Landmælinga á Akranes og endaði sú ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra fyrir Hæstarétti þar sem flutningurinn var dæmdur ólöglegur. Aðeins forstjórinn flutti með stofnuninni á Akranes. Einn starfsmaður flutti með Byggðastofnun þegar hún var flutt á Sauðárkrók. Valgerður Sverrisdóttir var þáverandi iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála. Færa má byggðafræðileg rök fyrir því að heppilegast sé að dreifa opinberum störfum vítt og breitt um landið. Að sama skapi hefur verið bent á hagræðið að því að sem flestar stofnanir séu staðsettar sem næst ráðuneytum til að minnka ferðakostnað. Til að mynda hafi rekstrarkostnaður Veiðistjóraembættisins hækkað eftir það flutti til Akureyrar, bæði vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu sem áður var innan embættisins sem og að ferðakostnaður hafi hækkað við flutninginn. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti starfsmönnum síðastliðinn föstudag að flytja ætti stofnunina. Þessi ákvörðun kom eins og blaut tuska framan í starfsmenn sem höfðu ekki hugmynd um áform ráðherra. Vinnubrögðin hafa verið gagnrýnd af starfsmönnum og stéttarfélögum sem telja flutninginn ígildi fjöldauppsagnar hjá stofnuninni.
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira