Árásargjarn Evrópuhumar í Sandgerði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Þessum evrópska humar í Sandgerði á aldeilis eftir að vaxa fiskur um hrygg en uppvaxtarskeið humars er langt. Meiningin er að ala hann upp í 300 gramma þyngd hér á landi en hann getur náð allt að sex kílóa þyngd. Mynd/Halldór p. Halldórsson Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira