Óljóst hvort dómar eigi að geyma gögn Sveinn Arnarsson og Brjánn Jónasson skrifar 30. júní 2014 07:00 Héraðsdómurinn er sá eini á landinu þar sem skjöl eru ekki geymd í úrskurðum um hlustun og húsleit. DómsmálAllir héraðsdómstólar landsins nema Héraðsdómur Reykjavíkur geyma framlögð rannsóknargögn í málum er snerta húsleit eða hleranir. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurnum Fréttablaðsins til héraðsdómstóla landsins sem og svörum dómstólanna við fyrirspurnum lögfræðinga Samherja. Samkvæmt lögum um sakamál ber dómstólum að geyma framlögð gögn, en dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir vafa ríkja um gögn sem lögð séu fram á rannsóknarstigi. Ingveldur Einarsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið kærð meðal annars vegna þess að málsskjöl og fylgigögn við úrskurð um húsleitarheimild hjá Samherja árið 2012 finnast ekki hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í 15. grein sakamálalaga segir: „Skjöl, sem eru lögð fram í dómi, skulu vera í frumriti séu þau tiltæk. Þau skulu merkt í áframhaldandi töluröð og vottuð um framlagningu.“ Í annarri málsgrein sömu lagagreinar segir: „Framlögð skjöl skulu varðveitt í skjalasafni hlutaðeigandi dómstóls þar til þau verða afhent Þjóðskjalasafni.“ Sigurður Líndal lagaprófessor segir dómstóla verða að haga vinnu sinni þannig að þeir vinni eins á öllu landinu. Það sé ekki æskilegt ef vinnulag um geymslu gagna sé mismunandi eftir umdæmum héraðsdómstóla. Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, tekur undir að óheppilegt sé að menn viðhafi ekki sömu vinnubrögð í öllum héraðsdómstólum landsins, en segir Héraðsdóm Reykjavíkur fara að lögum. „Þetta hefur alla tíð verið gert með þessum hætti,“ segir Ingimundur. Hann segir vafa leika á hvort dómstólnum sé skylt að geyma gögn sem eru lögð fram þegar óskað er eftir heimild til húsleitar eða símahlerunar. „Málið hefur ekki verið höfðað, þarna er verið að óska eftir úrskurði á rannsóknarstigi, en það er ekki verið að höfða málið með þessu,“ segir Ingimundur. Hann segir að í þessu líti dómstóllinn til 103. greinar sakamálalaga, þar sem fjallað er um framgang rannsóknarmála fyrir dómi. Þar segir að lögreglustjóri eða ákæruvaldið skuli leggja skriflega og rökstudda kröfu um atbeina dómara fyrir dómstólinn. Þeirri kröfu eiga að fylgja þau gögn sem hún styðst við. Þar er ekkert tekið fram um hvort dómstóllinn skuli geyma gögn eða ekki.Skúli MagnússonSkúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, hefur tjáð sig um málavöxtu á þann hátt að eðlilegt sé að rannsóknargögn séu ekki geymd. Hann skrifar á Facebook-síðu sína: „Rannsóknargögn „liggja þannig frammi“ þegar mál er tekið fyrir en eru ekki „lögð fram“ þannig að þau verði að dómskjölum og varðveitt hjá viðkomandi dómstól. Þess er því ekki að vænta (eðlilega) að rannsóknargögn sé að finna í skjalasafni héraðsdóms.“ Þetta virðist stangast á við ákvæði 15. greinar sakamálalaga, sem dómstólar eiga að fara eftir. „Það er mikill munur á því að rannsóknargögn séu lögð fram sem skjöl í málum eða hvort rannsóknargögn liggi frammi þannig að dómari geti glöggvað sig á málavöxtum til að úrskurða um heimild til hlustunar eða húsleitar. Rannsóknargögn eru afar viðkvæm. Einnig þyrfti að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt ef þyrfti að geyma öll gögn hjá dómstólnum,“ segir Skúli í samtali við Fréttablaðið. „Það er rétt að öll skjöl sem lögð eru fram í málinu eru geymd og eiga að vera geymd samkvæmt lögum.“ Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
DómsmálAllir héraðsdómstólar landsins nema Héraðsdómur Reykjavíkur geyma framlögð rannsóknargögn í málum er snerta húsleit eða hleranir. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurnum Fréttablaðsins til héraðsdómstóla landsins sem og svörum dómstólanna við fyrirspurnum lögfræðinga Samherja. Samkvæmt lögum um sakamál ber dómstólum að geyma framlögð gögn, en dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir vafa ríkja um gögn sem lögð séu fram á rannsóknarstigi. Ingveldur Einarsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið kærð meðal annars vegna þess að málsskjöl og fylgigögn við úrskurð um húsleitarheimild hjá Samherja árið 2012 finnast ekki hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í 15. grein sakamálalaga segir: „Skjöl, sem eru lögð fram í dómi, skulu vera í frumriti séu þau tiltæk. Þau skulu merkt í áframhaldandi töluröð og vottuð um framlagningu.“ Í annarri málsgrein sömu lagagreinar segir: „Framlögð skjöl skulu varðveitt í skjalasafni hlutaðeigandi dómstóls þar til þau verða afhent Þjóðskjalasafni.“ Sigurður Líndal lagaprófessor segir dómstóla verða að haga vinnu sinni þannig að þeir vinni eins á öllu landinu. Það sé ekki æskilegt ef vinnulag um geymslu gagna sé mismunandi eftir umdæmum héraðsdómstóla. Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, tekur undir að óheppilegt sé að menn viðhafi ekki sömu vinnubrögð í öllum héraðsdómstólum landsins, en segir Héraðsdóm Reykjavíkur fara að lögum. „Þetta hefur alla tíð verið gert með þessum hætti,“ segir Ingimundur. Hann segir vafa leika á hvort dómstólnum sé skylt að geyma gögn sem eru lögð fram þegar óskað er eftir heimild til húsleitar eða símahlerunar. „Málið hefur ekki verið höfðað, þarna er verið að óska eftir úrskurði á rannsóknarstigi, en það er ekki verið að höfða málið með þessu,“ segir Ingimundur. Hann segir að í þessu líti dómstóllinn til 103. greinar sakamálalaga, þar sem fjallað er um framgang rannsóknarmála fyrir dómi. Þar segir að lögreglustjóri eða ákæruvaldið skuli leggja skriflega og rökstudda kröfu um atbeina dómara fyrir dómstólinn. Þeirri kröfu eiga að fylgja þau gögn sem hún styðst við. Þar er ekkert tekið fram um hvort dómstóllinn skuli geyma gögn eða ekki.Skúli MagnússonSkúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, hefur tjáð sig um málavöxtu á þann hátt að eðlilegt sé að rannsóknargögn séu ekki geymd. Hann skrifar á Facebook-síðu sína: „Rannsóknargögn „liggja þannig frammi“ þegar mál er tekið fyrir en eru ekki „lögð fram“ þannig að þau verði að dómskjölum og varðveitt hjá viðkomandi dómstól. Þess er því ekki að vænta (eðlilega) að rannsóknargögn sé að finna í skjalasafni héraðsdóms.“ Þetta virðist stangast á við ákvæði 15. greinar sakamálalaga, sem dómstólar eiga að fara eftir. „Það er mikill munur á því að rannsóknargögn séu lögð fram sem skjöl í málum eða hvort rannsóknargögn liggi frammi þannig að dómari geti glöggvað sig á málavöxtum til að úrskurða um heimild til hlustunar eða húsleitar. Rannsóknargögn eru afar viðkvæm. Einnig þyrfti að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt ef þyrfti að geyma öll gögn hjá dómstólnum,“ segir Skúli í samtali við Fréttablaðið. „Það er rétt að öll skjöl sem lögð eru fram í málinu eru geymd og eiga að vera geymd samkvæmt lögum.“
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira