Innlent

Leiðin um Sprengisand lokuð

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Hægt er að fara inn á vef Vegagerðarinnar og finna kort af hálendisleiðum. Á því sést hvaða leiðir eru ófærar.
Hægt er að fara inn á vef Vegagerðarinnar og finna kort af hálendisleiðum. Á því sést hvaða leiðir eru ófærar.
„Miðað við snjóalög í vetur, veðrið í vor og það sem af er sumri hefur gengið vel að opna hálendisvegi,“ segir Jón Jónasson hjá Vegagerðinni. Hann segir að Fjallabak syðra hafi verið opnað í gær, það er úr Fljótshlíð og austur úr en ef menn ætli inn á leiðina frá Keldum þá sé það lokað.

Sprengisandsleið er lokuð, raunar eru allir slóðar norðan við Nýjadal lokaðir. Talsverður snjór er á þeim slóðum. Upp á síðkastið hefur verið hlýtt og snjó því tekið hratt upp. Ef veðrið helst gott vonast menn til að Sprengisandur geti orðið fær eftir viku eða tvær.

Fyrir nokkru var vegurinn inn á Hveravelli orðinn fær og sömu sögu er að segja af leiðinni inn í Landmannalaugar.

Hálendisvegir eru þeir vegir sem eru í 300 metra hæð yfir sjó eða meira.  Veðurfar er rysjótt á hálendinu og má búast við snjókomu allt árið um kring. Snjóalög ráða mestu um opnun hálendisvega en aurbleyta getur einnig orðið til þess að vegir eru taldir ófærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×