Getur ekki ein bjargað heiminum Álfrún Pálsdóttir skrifar 28. júní 2014 09:00 Gunnhildur Árnadóttir er orðin þaulvön hlutum sem koma öðrum spánskt fyrir sjónir á borð við sóttkví, bólusetningar og flug á framandi slóðir. Hún viðurkennir þó að með þrítugsaldrinum fylgi pressa að festa rætur, eignast heimili og stofna fjölskyldu. Vísir/Pjetur Gunnhildur Árnadóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur hjá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra. Hún lagði til hliðar ljósmóðurdrauminn fyrir flökkulíf á framandi slóðum og segir lykillinn vera að trúa því að maður sé að gera gagn. Gunnhildur fyllir þrítugt á árinu og á hvergi heima. Eða þannig orðar hún það sjálf, kímin. Nú hefur hún unnið í Malaví, Miðafríkulýðveldinu, Suður-Súdan og Gíneu. Næsti áfangastaður er Síerra Leóne þar sem hinn skæði ebólufaraldur ræður ríkjum. Hún er starfsmaður hjálparsamtakanna Læknar án landamæra en á milli erfiðra verkefna nær hún sér niður og starfar sem hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun í Ósló. Gunnhildur er stödd hér á landi í löngu ákveðnu fríi til að vera viðstödd brúðkaup bestu vinkonunnar. Þar tóku kökuskreytingar við af meðhöndlun ebóluveirunnar skæðu í Gíneu. Starfinu sem flökkuhjúkrunarfræðingur fylgir það að erfitt er að skipuleggja sig fram í tímann. Sérstaklega núna en Gunnhildur þurfti að vera í hálfgerðri sóttkví í Ósló í 21 dag áður en hún kom heim til að ganga úr skugga um að hún hefði ekki sýkst af veirunni. Hún viðurkennir að það getur verið erfitt að sameina þessa tvo heima. „Maður má ekki gleyma lífinu sem maður á hérna heima og detta inn í þennan flökkuheim. Það er nefnilega mjög auðvelt,“ segir Gunnhildur og heldur áfram. „Það getur verið snúið að sameina þetta tvennt og þetta er heimur sem maður skilur ekki nema hafa prófað. Þegar ég tala við vinkonur mínar og þær spyrja „hvernig var úti?“ svara ég yfirleitt „bara fínt.“ Ef ég segði frá vinnudögunum í smáatriðum mundi ég örugglega gera fólk þunglynt bara,“ segir Gunnhildur.Vinnuaðstæðurnar eru ólíkar og hér má sjá tjald í flóttamannabúðunum í Suður Súdan.Ætlaði ekki að vera „bara“ hjúkka Hún er fædd í Reykjavík en uppalin í Hveragerði þar sem Gunnhildur byrjaði ung að vinna í heilbrigðisgeiranum. Faðir hennar, Árni Gunnarson, fyrrverandi alþingismaður, var lengi framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ Hveragerðis þar sem Gunnhildur byrjaði snemma að ganga í öll verk. Hún fór í Kvennaskólann og tók svo snögglega ákvörðun að læra hjúkrun á Akureyri án þess að eiga neinar rætur þangað að rekja. „Ég sé sko ekki eftir þeirri skyndiákvörðun yfir morgunmatnum. Akureyri er yndislegur bær og gott að búa þar. Ég eignaðist marga af mínum bestu vinum í dag þar.“ Gunnhildur ætlaði aldrei að vera „bara hjúkka“ eins og hún orðar það og var stefnan tekin á ljósmóðurnám. Eftir fjögur ár í námi var hún hins vegar komin með nóg af skóla og gaf sér tvö ár til að vinna áður en hún héldi áfram. Það hafði hins vegar lengi blundað í henni áhugi á hjálparstarfi en faðir hennar hafði starfað fyrir Hjálparstofnun Kirkjunnar í Eþíópíu. Það varð úr að haustið 2008 hélt hún ásamt vinkonu sinni til Malaví fyrir milligöngu Hjálparstofnunar Kirkjunnar í sjálfboðastarf. „Við vorum búnar að safna og leggja fyrir ferðinni í langan tíma og ætluðum að vera í sex mánuði. Eins og allir muna var haustið 2008 alræmt á Íslandi og eftir október varð dvölin allt í einu helmingi dýrari fyrir okkur,“ segir Gunnhildur sem kom fyrr heim frá Malaví en segist þarna hafa ákveðið að vinna í þessum geira. „Ég sá mörg samstök þarna úti sem voru í hjálparstörfum án þess að gera hlutina rétt. Þau voru ekki að kenna fólkinu sjálfbærni og ég hugsaði að það hlyti að vera hægt að gera þetta betur. Þess vegna ákvað ég að sækja um í meistaranám í alþjóðalýðheilsufræði við Karolinska Institutet Í Stokkhólmi.“Með barni sem hún tók á móti í flóttamannabúðunum í Suður Súdan.Langt og strangt inntökuferli Eftir Malaví fór Gunnhildur að vinna á Landspítalanum. Þar blöskraði henni svo vinnuaðstæður svo mikið að hún sagði upp og hélt til Ósló að vinna í heimahjúkrun. „Mér fannst ekki forsvaranlegar vinnuaðstæður heima, allt of mikið álag á fáa hjúkrunarfræðinga. Ég fékk nóg eftir eina næturvakt þar sem ég var ein með fulla deild af mjög veikum sjúklingum og tveir urðu bráðveikir á sama tíma. Ég gat ekki verið á tveimur stöðum í einu og þetta var mikið álag. Ég sá ekki fram á að ástandið á spítalanum væri að fara að batna og gat ekki hugsað mér að taka næstu vaktir, krossa putta og vona að það kæmi ekkert fyrir. Því ef eitthvað gerðist á minni vakt gæti ég ekki fyrirgefið mér. Þannig að ég ákvað að hætta og það var mjög góð tilfinning. Svo ég flutti til Noregs, eins og svo margir íslenskir hjúkrunarfræðingar, og réð mig í heimahjúkrun.“ Þaðan var förinni heitið til Stokkhólms í meistaranámið þar sem Gunnhildur kynntist alls kyns hjálparsamtökum og þar á meðal Læknum án landamæra. Kennari hennar var stofnandi samtakana í Svíþjóð og Gunnhildur ákvað að sækja um. „Það er heljarinnar inntökuferli sem stendur yfir í marga mánuði. Maður þarf að standast alls kyns próf, til dæmis persónuleikapróf, rökhugsunarhópæfingar og hæfnispróf. Heilbrigðismenntun er ekki forsenda fyrir því að vinna fyrir samtökin þar sem við þurfum á öllum að halda, það þarf að setja upp tjöld, tengja rafmagn, tryggja framboð á vatni og svo framvegis. Handlagnir gaurar eru í uppáhaldi hjá okkur og eru í raun mikilvægasti hlekkurinn í starfseminni. Það er ekki nóg að senda hjúkkuna af stað með pillurnar í ferðatöskuna. Það er algengur misskilningur að samtökin snúist bara um lækna því hér er fólk úr öllum áttum og með fjölbreytta bakgrunna.“ Gunnhildur segir mikilvægt að hugsa út fyrir kassann og vinna vel í teymi í starfinu, enda geta komið upp ýmsar aðstæður við störf. Þá er góður kostur að geta unnið vel undir pressu.Gunnhildur í gallanum sem hún þarf að vinna í á meðan á ebólufaraldurinn stendur yfir. Hún viðurkennir að maður geti bara unnið stutt í senn enda algengt að það líði yfir fólk enda heitt og rakt loftslag.Mikil eymd og ömurleiki Haustið 2012 fór Gunnhildur í sitt fyrsta verkefni á vegum samtakanna. Áfangastaðurinn var Mið-Afríkulýðveldið þar sem hún var í þrjá mánuði. „Þrátt fyrir að þetta var mín fyrsta för fyrir samtökin fékk ég ekki þetta klassíska Afríkumenningarsjokk enda hafði ég tekið það út í Malaví. En auðvitað er breyting að flytja frá Ósló til lítils sveitaþorps í regnskóginum í Afríku. Maður er samt búinn að búa sig undir það og venst rafmagnsleysinu fljótt. Þarna voru fallegustu stjörnur sem ég hef séð.“ Síðan þá hefur Gunnhildur verið í sex mánuði sem hjúkka í flóttamannabúðum í Suður-Súdan, þar sem hún meðal annars gegndi stöðu yfirmanns um tíma. Þar var faraldur af lifrarbólgu E þar sem ófrískar konur voru einna helst í áhættuhópi. „Það dóu ansi margir hjá okkur þar. Mikið var um fyrirburafæðingar og við vorum með börn niður í 700 grömm og engar græjur til að hugsa um þau.“ Aðspurð hvernig það sé að vinna í svona aðstæðum þar sem ómögulegt sé að bjarga öllum svarar Gunnhildur: „Þetta er mjög erfitt en maður verður að koma þeirri hugsun í gegn að maður getur ekki bjargað öllum og ef við værum ekki þarna mundu fleiri deyja. Við erum að bjarga einhverjum. Maður sér mikið af eymd og ömurleika en ég hef alltaf hugsað að ég geti ekki ein bjargað heimunum. Maður hins vegar verður að trúa því að maður sé að gera eitthvað gagn. Ef maður fer í einhvern efa varðandi það þá missir maður vitið fljótt, og trúðu mér það gera það margir. En maður er alltaf með aðgengi að sálfræðiaðstoð hjá samtökunum og þeir hugsa vel um þessa hlið.“Tveir ólíkir heimar.Tveir ólíkir heimar Næst á dagskrá hjá Gunnhildi er ebóluverkefni í Síerra Leóne. Hún er spennt að fara en greinilega orðin þaulvön hlutum sem koma öðrum spánskt fyrir sjónir á borð við sóttkví, bólusetningar og flug á framandi slóðir. Hún viðurkennir að það er komin smá pressa að festa rætur, eignast heimili og stofna fjölskyldu. Hún finnur þó aðallega fyrir því hún kemur heim til Íslands. „Ég gæti verið í þessu 100 prósent en vel að taka með smá frí á milli verkefna. Fara til Ósló í heimahjúkrunina enda mikilvægt að halda tengslum og ekki detta alveg út. Þegar kallið kemur set ég tvær ferðatöskur í geymslu úti og fer. Það er erfitt að sameina þessa tvo heima og ef ég get ráðið því í framtíðinni ætla ég til dæmis að reyna að sleppa því að koma aftur heim beint í jólaösina. Þar kristallast munurinn á milli heimana tveggja. Það er svo mikil geðveiki í samfélaginu, yfirnóg af mat og allir að keppast við að kaupa flottast, mest og dýrast. Ég kom einu sinni beint frá Mið-Afríku heim um jól og það var erfiður tími að koma heim. Til dæmis hitti ég vinkonur mínar þar sem var allt fullt af mat og allir að ræða hversu margar og dýrar gjafir væri búið að kaupa. Mér hreinlega ofbauð og tók smá kast á þær. Svo áttaði ég mig, maður verður að taka mið af aðstæðum hverju sinni og ekki reyna að ætlast til þess að fólk skilji sem hefur ekki upplifað. Það er ómögulegt að reyna að bera þessa tvo heima saman. Það er ekki hægt.“ Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Gunnhildur Árnadóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur hjá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra. Hún lagði til hliðar ljósmóðurdrauminn fyrir flökkulíf á framandi slóðum og segir lykillinn vera að trúa því að maður sé að gera gagn. Gunnhildur fyllir þrítugt á árinu og á hvergi heima. Eða þannig orðar hún það sjálf, kímin. Nú hefur hún unnið í Malaví, Miðafríkulýðveldinu, Suður-Súdan og Gíneu. Næsti áfangastaður er Síerra Leóne þar sem hinn skæði ebólufaraldur ræður ríkjum. Hún er starfsmaður hjálparsamtakanna Læknar án landamæra en á milli erfiðra verkefna nær hún sér niður og starfar sem hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun í Ósló. Gunnhildur er stödd hér á landi í löngu ákveðnu fríi til að vera viðstödd brúðkaup bestu vinkonunnar. Þar tóku kökuskreytingar við af meðhöndlun ebóluveirunnar skæðu í Gíneu. Starfinu sem flökkuhjúkrunarfræðingur fylgir það að erfitt er að skipuleggja sig fram í tímann. Sérstaklega núna en Gunnhildur þurfti að vera í hálfgerðri sóttkví í Ósló í 21 dag áður en hún kom heim til að ganga úr skugga um að hún hefði ekki sýkst af veirunni. Hún viðurkennir að það getur verið erfitt að sameina þessa tvo heima. „Maður má ekki gleyma lífinu sem maður á hérna heima og detta inn í þennan flökkuheim. Það er nefnilega mjög auðvelt,“ segir Gunnhildur og heldur áfram. „Það getur verið snúið að sameina þetta tvennt og þetta er heimur sem maður skilur ekki nema hafa prófað. Þegar ég tala við vinkonur mínar og þær spyrja „hvernig var úti?“ svara ég yfirleitt „bara fínt.“ Ef ég segði frá vinnudögunum í smáatriðum mundi ég örugglega gera fólk þunglynt bara,“ segir Gunnhildur.Vinnuaðstæðurnar eru ólíkar og hér má sjá tjald í flóttamannabúðunum í Suður Súdan.Ætlaði ekki að vera „bara“ hjúkka Hún er fædd í Reykjavík en uppalin í Hveragerði þar sem Gunnhildur byrjaði ung að vinna í heilbrigðisgeiranum. Faðir hennar, Árni Gunnarson, fyrrverandi alþingismaður, var lengi framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ Hveragerðis þar sem Gunnhildur byrjaði snemma að ganga í öll verk. Hún fór í Kvennaskólann og tók svo snögglega ákvörðun að læra hjúkrun á Akureyri án þess að eiga neinar rætur þangað að rekja. „Ég sé sko ekki eftir þeirri skyndiákvörðun yfir morgunmatnum. Akureyri er yndislegur bær og gott að búa þar. Ég eignaðist marga af mínum bestu vinum í dag þar.“ Gunnhildur ætlaði aldrei að vera „bara hjúkka“ eins og hún orðar það og var stefnan tekin á ljósmóðurnám. Eftir fjögur ár í námi var hún hins vegar komin með nóg af skóla og gaf sér tvö ár til að vinna áður en hún héldi áfram. Það hafði hins vegar lengi blundað í henni áhugi á hjálparstarfi en faðir hennar hafði starfað fyrir Hjálparstofnun Kirkjunnar í Eþíópíu. Það varð úr að haustið 2008 hélt hún ásamt vinkonu sinni til Malaví fyrir milligöngu Hjálparstofnunar Kirkjunnar í sjálfboðastarf. „Við vorum búnar að safna og leggja fyrir ferðinni í langan tíma og ætluðum að vera í sex mánuði. Eins og allir muna var haustið 2008 alræmt á Íslandi og eftir október varð dvölin allt í einu helmingi dýrari fyrir okkur,“ segir Gunnhildur sem kom fyrr heim frá Malaví en segist þarna hafa ákveðið að vinna í þessum geira. „Ég sá mörg samstök þarna úti sem voru í hjálparstörfum án þess að gera hlutina rétt. Þau voru ekki að kenna fólkinu sjálfbærni og ég hugsaði að það hlyti að vera hægt að gera þetta betur. Þess vegna ákvað ég að sækja um í meistaranám í alþjóðalýðheilsufræði við Karolinska Institutet Í Stokkhólmi.“Með barni sem hún tók á móti í flóttamannabúðunum í Suður Súdan.Langt og strangt inntökuferli Eftir Malaví fór Gunnhildur að vinna á Landspítalanum. Þar blöskraði henni svo vinnuaðstæður svo mikið að hún sagði upp og hélt til Ósló að vinna í heimahjúkrun. „Mér fannst ekki forsvaranlegar vinnuaðstæður heima, allt of mikið álag á fáa hjúkrunarfræðinga. Ég fékk nóg eftir eina næturvakt þar sem ég var ein með fulla deild af mjög veikum sjúklingum og tveir urðu bráðveikir á sama tíma. Ég gat ekki verið á tveimur stöðum í einu og þetta var mikið álag. Ég sá ekki fram á að ástandið á spítalanum væri að fara að batna og gat ekki hugsað mér að taka næstu vaktir, krossa putta og vona að það kæmi ekkert fyrir. Því ef eitthvað gerðist á minni vakt gæti ég ekki fyrirgefið mér. Þannig að ég ákvað að hætta og það var mjög góð tilfinning. Svo ég flutti til Noregs, eins og svo margir íslenskir hjúkrunarfræðingar, og réð mig í heimahjúkrun.“ Þaðan var förinni heitið til Stokkhólms í meistaranámið þar sem Gunnhildur kynntist alls kyns hjálparsamtökum og þar á meðal Læknum án landamæra. Kennari hennar var stofnandi samtakana í Svíþjóð og Gunnhildur ákvað að sækja um. „Það er heljarinnar inntökuferli sem stendur yfir í marga mánuði. Maður þarf að standast alls kyns próf, til dæmis persónuleikapróf, rökhugsunarhópæfingar og hæfnispróf. Heilbrigðismenntun er ekki forsenda fyrir því að vinna fyrir samtökin þar sem við þurfum á öllum að halda, það þarf að setja upp tjöld, tengja rafmagn, tryggja framboð á vatni og svo framvegis. Handlagnir gaurar eru í uppáhaldi hjá okkur og eru í raun mikilvægasti hlekkurinn í starfseminni. Það er ekki nóg að senda hjúkkuna af stað með pillurnar í ferðatöskuna. Það er algengur misskilningur að samtökin snúist bara um lækna því hér er fólk úr öllum áttum og með fjölbreytta bakgrunna.“ Gunnhildur segir mikilvægt að hugsa út fyrir kassann og vinna vel í teymi í starfinu, enda geta komið upp ýmsar aðstæður við störf. Þá er góður kostur að geta unnið vel undir pressu.Gunnhildur í gallanum sem hún þarf að vinna í á meðan á ebólufaraldurinn stendur yfir. Hún viðurkennir að maður geti bara unnið stutt í senn enda algengt að það líði yfir fólk enda heitt og rakt loftslag.Mikil eymd og ömurleiki Haustið 2012 fór Gunnhildur í sitt fyrsta verkefni á vegum samtakanna. Áfangastaðurinn var Mið-Afríkulýðveldið þar sem hún var í þrjá mánuði. „Þrátt fyrir að þetta var mín fyrsta för fyrir samtökin fékk ég ekki þetta klassíska Afríkumenningarsjokk enda hafði ég tekið það út í Malaví. En auðvitað er breyting að flytja frá Ósló til lítils sveitaþorps í regnskóginum í Afríku. Maður er samt búinn að búa sig undir það og venst rafmagnsleysinu fljótt. Þarna voru fallegustu stjörnur sem ég hef séð.“ Síðan þá hefur Gunnhildur verið í sex mánuði sem hjúkka í flóttamannabúðum í Suður-Súdan, þar sem hún meðal annars gegndi stöðu yfirmanns um tíma. Þar var faraldur af lifrarbólgu E þar sem ófrískar konur voru einna helst í áhættuhópi. „Það dóu ansi margir hjá okkur þar. Mikið var um fyrirburafæðingar og við vorum með börn niður í 700 grömm og engar græjur til að hugsa um þau.“ Aðspurð hvernig það sé að vinna í svona aðstæðum þar sem ómögulegt sé að bjarga öllum svarar Gunnhildur: „Þetta er mjög erfitt en maður verður að koma þeirri hugsun í gegn að maður getur ekki bjargað öllum og ef við værum ekki þarna mundu fleiri deyja. Við erum að bjarga einhverjum. Maður sér mikið af eymd og ömurleika en ég hef alltaf hugsað að ég geti ekki ein bjargað heimunum. Maður hins vegar verður að trúa því að maður sé að gera eitthvað gagn. Ef maður fer í einhvern efa varðandi það þá missir maður vitið fljótt, og trúðu mér það gera það margir. En maður er alltaf með aðgengi að sálfræðiaðstoð hjá samtökunum og þeir hugsa vel um þessa hlið.“Tveir ólíkir heimar.Tveir ólíkir heimar Næst á dagskrá hjá Gunnhildi er ebóluverkefni í Síerra Leóne. Hún er spennt að fara en greinilega orðin þaulvön hlutum sem koma öðrum spánskt fyrir sjónir á borð við sóttkví, bólusetningar og flug á framandi slóðir. Hún viðurkennir að það er komin smá pressa að festa rætur, eignast heimili og stofna fjölskyldu. Hún finnur þó aðallega fyrir því hún kemur heim til Íslands. „Ég gæti verið í þessu 100 prósent en vel að taka með smá frí á milli verkefna. Fara til Ósló í heimahjúkrunina enda mikilvægt að halda tengslum og ekki detta alveg út. Þegar kallið kemur set ég tvær ferðatöskur í geymslu úti og fer. Það er erfitt að sameina þessa tvo heima og ef ég get ráðið því í framtíðinni ætla ég til dæmis að reyna að sleppa því að koma aftur heim beint í jólaösina. Þar kristallast munurinn á milli heimana tveggja. Það er svo mikil geðveiki í samfélaginu, yfirnóg af mat og allir að keppast við að kaupa flottast, mest og dýrast. Ég kom einu sinni beint frá Mið-Afríku heim um jól og það var erfiður tími að koma heim. Til dæmis hitti ég vinkonur mínar þar sem var allt fullt af mat og allir að ræða hversu margar og dýrar gjafir væri búið að kaupa. Mér hreinlega ofbauð og tók smá kast á þær. Svo áttaði ég mig, maður verður að taka mið af aðstæðum hverju sinni og ekki reyna að ætlast til þess að fólk skilji sem hefur ekki upplifað. Það er ómögulegt að reyna að bera þessa tvo heima saman. Það er ekki hægt.“
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira