Innlent

„Meirihluti starfsfólks ánægður“

Sveinn Arnarsson skrifar
Dvalarheimilið Hlíð. Akureyrarbær vill taka á málum.
Dvalarheimilið Hlíð. Akureyrarbær vill taka á málum. mynd/heida.is
Akureyrarbær hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta Fréttablaðsins og Vísis um óánægju starfsmanna á Öldrunarheimilum Akureyrar.

Í yfirlýsingunni kemur fram að brýnt sé að vinna að lausn málsins sem einskorðist við eina deild Hlíðar. Almenn ánægja sé hins vegar á meðal starfsmanna og sýni kannanir sem gerðar voru árið 2013 að meirihluti starfsmanna sé ánægður í starfi.

„Hjá Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) starfa um 320 manns og því er um stóran vinnustað að ræða. Hér er um að ræða afmarkað en engu að síður mikilvægt verkefni sem þarf að leysa. Unnið er ötullega að lausn þess innan ÖA og hafa stjórnendur væntingar um að farsæl lausn muni finnast innan tíðar. Brýnt er að hlusta á sjónarmið allra sem að málinu koma og taka fullt tillit til þeirra í þeim lausnum sem lagðar verða fram,“ segir í yfirlýsingu frá Akureyrarbæ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×