Framkvæmdastjóri fjarlægði undirskriftalista starfsmanna Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2014 00:01 Dvalarheimilið Hlíð Starfsfólk Hlíðar átelur stjórn öldrunarheimilisins. mynd/heida.is Starfsmenn öldrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri eru afar óánægðir með yfirstjórn heimilisins og hafa ítrekað reynt að benda á atriði sem þarfnast lagfæringar án árangurs. Til að mynda var undirskriftalisti sem starfsmenn stofnuðu til, til þess að þrýsta á umbætur á vaktakerfi vinnustaðarins, fjarlægður af framkvæmdastjóra heimilisins þegar hann varð hans var á kaffistofu einnar deildarinnar. Starfsmenn eru orðnir langþreyttir á úrræðaleysi yfirstjórnar og vilja að vinna þeirra sé metin að verðleikum. Starfsmenn sem blaðamaður hefur haft samband við vildu ekki koma fram undir nafni, þar sem það gæti haft áhrif á stöðu þeirra innan heimilisins. Að sögn starfsmanna hefur þeim verið sagt að þeir geti átt von á uppsögn ef reynt er að krefjast úrbóta eða auka faglega starfsemi í húsinu. Þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð stjórnenda, að ef starfsmönnum mislíkar aðstæður þá ættu þeir að hugsa sinn gang á vinnustaðnum. Þeir starfsmenn sem blaðamaður hafði samband við lýsa ástandinu sem grafalvarlegu og segja að það sé farið að bitna á íbúum heimilisins. Ef ekki verði gerð bragarbót á störfum heimilisins gæti alveg farið svo að hópuppsögnum verði beitt. Að sögn viðmælenda blaðsins finnst þeim stjórnendur ekki sýna vinnu þeirra virðingu, og stjórnendur deildanna sýna þetta sama viðhorf sem gerir það að verkum að fólk sé ekki ánægt í starfi. Stefna öldrunarheimilisins snúi að því að veita íbúum ánægjulegt ævikvöld og það sé erfitt að veita þeim þá þjónustu þegar starfsfólk er óánægt. Halldór Sigurður Guðmundsson er framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar. „Það var haldinn fundur með starfsmönnum eftir að þessi undirskriftalisti var fjarlægður. Sú skýring, sem gefin var starfsmönnum sem stóðu fyrir þessum lista, var einföld. Á þessum tíma var starfandi á vegum Akureyrarbæjar nefnd um hvernig mætti bæta ímynd og jákvæða umfjöllun um öldrunarheimilin. Þessi undirskriftalisti harmoneraði ekki með því. Ég gerði athugasemd við það að það væri verið að standa að undirskriftasöfnun á heimili aldraðs fólks,“ segir Halldór Sigurður. Hvað óánægju starfsfólks varðar telur Halldór að um sé að ræða minnihlutahóp sem sé óánægður. „Ég held að það sé einfalt að segja að það sé ekki rétt upplifun, á árinu 2013 gerðum við þrjár kannanir á viðhorfi starfsmanna til líðanar í starfi og engar vísbendingar voru um þetta í þeim, heldur þvert á móti. Mjög stór hluti er ánægður í starfi,“ segir Halldór Sigurður Guðmundsson. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Starfsmenn öldrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri eru afar óánægðir með yfirstjórn heimilisins og hafa ítrekað reynt að benda á atriði sem þarfnast lagfæringar án árangurs. Til að mynda var undirskriftalisti sem starfsmenn stofnuðu til, til þess að þrýsta á umbætur á vaktakerfi vinnustaðarins, fjarlægður af framkvæmdastjóra heimilisins þegar hann varð hans var á kaffistofu einnar deildarinnar. Starfsmenn eru orðnir langþreyttir á úrræðaleysi yfirstjórnar og vilja að vinna þeirra sé metin að verðleikum. Starfsmenn sem blaðamaður hefur haft samband við vildu ekki koma fram undir nafni, þar sem það gæti haft áhrif á stöðu þeirra innan heimilisins. Að sögn starfsmanna hefur þeim verið sagt að þeir geti átt von á uppsögn ef reynt er að krefjast úrbóta eða auka faglega starfsemi í húsinu. Þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð stjórnenda, að ef starfsmönnum mislíkar aðstæður þá ættu þeir að hugsa sinn gang á vinnustaðnum. Þeir starfsmenn sem blaðamaður hafði samband við lýsa ástandinu sem grafalvarlegu og segja að það sé farið að bitna á íbúum heimilisins. Ef ekki verði gerð bragarbót á störfum heimilisins gæti alveg farið svo að hópuppsögnum verði beitt. Að sögn viðmælenda blaðsins finnst þeim stjórnendur ekki sýna vinnu þeirra virðingu, og stjórnendur deildanna sýna þetta sama viðhorf sem gerir það að verkum að fólk sé ekki ánægt í starfi. Stefna öldrunarheimilisins snúi að því að veita íbúum ánægjulegt ævikvöld og það sé erfitt að veita þeim þá þjónustu þegar starfsfólk er óánægt. Halldór Sigurður Guðmundsson er framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar. „Það var haldinn fundur með starfsmönnum eftir að þessi undirskriftalisti var fjarlægður. Sú skýring, sem gefin var starfsmönnum sem stóðu fyrir þessum lista, var einföld. Á þessum tíma var starfandi á vegum Akureyrarbæjar nefnd um hvernig mætti bæta ímynd og jákvæða umfjöllun um öldrunarheimilin. Þessi undirskriftalisti harmoneraði ekki með því. Ég gerði athugasemd við það að það væri verið að standa að undirskriftasöfnun á heimili aldraðs fólks,“ segir Halldór Sigurður. Hvað óánægju starfsfólks varðar telur Halldór að um sé að ræða minnihlutahóp sem sé óánægður. „Ég held að það sé einfalt að segja að það sé ekki rétt upplifun, á árinu 2013 gerðum við þrjár kannanir á viðhorfi starfsmanna til líðanar í starfi og engar vísbendingar voru um þetta í þeim, heldur þvert á móti. Mjög stór hluti er ánægður í starfi,“ segir Halldór Sigurður Guðmundsson.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira