Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2014 08:56 Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðuneytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforkuflutningur inn á Eyjafjarðarsvæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið samþykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raforkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raforkusalinn geti á einhverjum tímapunkti skert raforku til kaupandans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennustöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um háspennujarðstrengi. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðuneytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforkuflutningur inn á Eyjafjarðarsvæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið samþykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raforkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raforkusalinn geti á einhverjum tímapunkti skert raforku til kaupandans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennustöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um háspennujarðstrengi.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira