Halo-bíómynd í tökum á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2014 09:30 Plakat kvikmyndarinnar Halo 4: Forward Unto Dawn frá árinu 2012. Kvikmyndin Sepia, sem byggð er á tölvuleiknum Halo, er nú í tökum á Íslandi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma einnig að íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoði tökuliðið sem telur um 150 manns, bæði heimamenn og erlenda fagmenn. Myndin er tekin upp á Suðurlandi að einhverju leyti og verður tökuliðið að störfum hér á landi í þrjár vikur samkvæmt heimildum blaðsins. Á blaðamannafundi Microsoft, sem á Halo, fyrir stuttu kom fram að kostnaður við myndina yrði meira en tíu milljónir Bandaríkjadala, rúmur milljarður króna. Er myndin því stór á íslenskan mælikvarða. Leikstjóri myndarinnar er Sergio Mimica-Gezzan, sem leikstýrði nokkrum þáttum af Battlestar Galactica, Prison Break og Heroes. Handritshöfundur er Paul Scheurig sem skrifaði handrit nokkurra þátta af Prison Break. Myndin er framleidd af Scott Free Productions sem er í eigu stórleikstjórans Ridleys Scott. Tökur á myndinni fóru einnig fram á Norður-Írlandi fyrir stuttu en myndin lítur dagsins ljós í lok þessa árs samkvæmt vefsíðunni Collider. Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Sepia, sem byggð er á tölvuleiknum Halo, er nú í tökum á Íslandi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma einnig að íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoði tökuliðið sem telur um 150 manns, bæði heimamenn og erlenda fagmenn. Myndin er tekin upp á Suðurlandi að einhverju leyti og verður tökuliðið að störfum hér á landi í þrjár vikur samkvæmt heimildum blaðsins. Á blaðamannafundi Microsoft, sem á Halo, fyrir stuttu kom fram að kostnaður við myndina yrði meira en tíu milljónir Bandaríkjadala, rúmur milljarður króna. Er myndin því stór á íslenskan mælikvarða. Leikstjóri myndarinnar er Sergio Mimica-Gezzan, sem leikstýrði nokkrum þáttum af Battlestar Galactica, Prison Break og Heroes. Handritshöfundur er Paul Scheurig sem skrifaði handrit nokkurra þátta af Prison Break. Myndin er framleidd af Scott Free Productions sem er í eigu stórleikstjórans Ridleys Scott. Tökur á myndinni fóru einnig fram á Norður-Írlandi fyrir stuttu en myndin lítur dagsins ljós í lok þessa árs samkvæmt vefsíðunni Collider.
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira