Rannsaka hvernig veruleikinn brenglast Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. júní 2014 11:30 Sextán elskendur Aðsend mynd „Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
„Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira