Innlent

Fjórum sinnum fleiri hjólaslys á þjóðvegum

Bjarki Ármannsson skrifar
Tólf hjólreiðaslys áttu sér stað á þjóðvegum landsins síðustu fimm ár.
Tólf hjólreiðaslys áttu sér stað á þjóðvegum landsins síðustu fimm ár. Vísir/Stefán
Fjöldi hjólreiðaslysa á þjóðvegum í dreifbýli fjórfaldaðist á undanförnum fimm árum miðað við næstu fimm ár þar á undan.

Frá árinu 2004 til 2008 voru slysin þrjú en frá 2009 til 2013 voru þau tólf. Slysin eru þó enn tiltölulega fá og hjólreiðafólki hefur fjölgað á þessu sama tímabili.

Þetta kemur fram í frétt á vef VÍS. Þar er athygli vakin á því að ökumenn þurfi að sýna hjólreiðafólki tillitssemi á þjóðvegum, þar sem aðstæður fyrir hjólreiðafólk eru sjaldnast upp á það besta.


Tengdar fréttir

Tvöfalt fleiri hjólreiðamenn slasast illa

Slysum á hjólreiðamönnum fjölgar samfara fjölgun þeirra sem fara ferða sinna á hjóli. Talsmaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir einblínt á ökumenn bifreiða í umferðarmenningunni. Tvöfalt fleiri alvarleg slys voru í fyrra en árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×