Innlent

Pósthússtræti lokað á laugardag

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Meðal þeirra gatna sem verður lokað í sumar er neðri hluti Skólavörðustígs.
Meðal þeirra gatna sem verður lokað í sumar er neðri hluti Skólavörðustígs. Fréttablaðið/Ernir
Það styttist í að farið verði að loka götum í miðborg Reykjavíkur fyrir akandi umferð líkt og gert hefur verið undanfarin sumur.

Á laugardaginn verður Pósthússtræti við Kirkjustræti lokað fyrir bílaumferð og bannað verður að leggja bílum í götunni sunnan Hafnarstrætis. Gatan verður opin fyrir akstur með aðföng frá klukkan átta á morgnana til klukkan ellefu.

Hluta Laugavegs og Skólavörðustígs verður lokað frá og með 17. júní. Laugavegurinn verður lokaður neðan Vatnsstígs og verður bannað að leggja í þeim hluta götunnar sem verður lokað.

Skólavörðustíg verður lokað við Bergstaðastræti og bannað verður að leggja bílum í lokaða hlutanum. Akstur um þvergötur verður leyfður og bílastæði fyrir hreyfihamlaða verða staðsett við göngugöturnar.

Aka má með aðföng milli klukkan átta að morgni til tólf virka daga.

Göturnar verða lokaðar til fyrsta september. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×