Reyna að komast í ráð og nefndir Freyr Bjarnason skrifar 3. júní 2014 07:00 Manna þarf margar nefndir og mörg ráð í Reykjavíkurborg á næstu dögum. Fréttablaðið/GVA Á aukafundi borgarstjórnar sem stefnt er á að halda 16. júní, þegar ný borgarstjórn tekur formlega við völdum, verður gengið frá kjöri í hin ýmsu ráð og nefndir. Einnig verða kosnir fulltrúar í stjórnir fyrirtækja sem Reykjavíkurborg á aðild að. „Samkvæmt lögum tekur nýkjörin sveitarstjórn við störfum fimmtán dögum eftir kjördag. Það er mánudagurinn 16. júní. ,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar aðspurð. „Væntanlega eru allir byrjaðir að undirbúa hvernig þeir ætla að manna nefndir og ráð. Menn eru búnir að setjast niður og reikna út hvað þeir eiga mörg sæti,“ segir Helga, sem mun í framhaldinu sjá til þess að kynjahlutföll séu rétt í hverju ráði og nefnd fyrir sig. Borgarfulltrúar, fólk sem hefur verið á framboðslistum stjórnmálaflokka og aðrir sem hafa ekki verið á þeim situr í þessum ráðum og nefndum. Á fundinum 16. júní verða þrír kjörnir í stjórn Faxaflóahafna, fimm í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, þrír í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, einn í stjórn Sorpu og einn til viðbótar í stjórn Strætó bs. Ráðum á vegum Reykjavíkur er skipt í fjóra flokka. Þau stærstu eru í flokki eitt og fyrir þau eru greidd 20 prósent af þingfarakaupi, eða um 126 þúsund krónur á mánuði. Í þeim flokki eru borgarráð, skipulags- og umhverfisráð, skóla- og frístundaráð og velferðarráð. Sextán prósent af þingfarakaupi eru greidd fyrir setu í flokki tvö, eða um 100 þúsund krónur. Í honum eru forsætisnefnd, íþrótta- og tómstundaráð, mannréttindaráð og menningar- og ferðamálaráð. Í flokki þrjú eru greidd 14 prósent af þingfarakaupi fyrir nefndarsetu, eða tæp 90 þúsund. Heilbrigðisnefnd og innkauparáð eru í þeim flokki. Í fjórða flokknum eru hverfisráðin, stjórnkerfisnefnd (ef ákveðið er að hún starfi) og stjórn Listahátíðar í Reykjavík. Sex prósent af þingfarakaupi eru greidd fyrir aðild að þeim, eða tæpar 38 þúsund krónur. Formenn hverrar fastanefndar fá tvöfalda þóknun og gildir það um kjörna fulltrúa aðra en borgarfulltrúa. Varamenn fá greidd laun fyrir hvern fund sem þeir sitja og nema Ai 1,95 prósentum af þingfarakaupi. Það gera rúmar 12. þúsund fyrir hvern fund.Hálf milljón í grunnlaunÞví fleiri borgarfulltrúar sem eru í hverju ráði, þeim mun lægri er launakostnaður ráðsins sjálfs, vegna þess að allar fundarsetur eru innifaldar í grunnlaunum þeirra. Launin nema 77,82 prósentum af þingfarakaupi, eða 490.285 krónum. Ýmsar reglur um álag eða skerðingu eru til staðar eftir því hvað menn sitja í mörgum nefndum en til að fá grunnlaunin þurfa borgarfulltrúar að sitja í a.m.k. einni nefnd í flokki eitt. Ef ekki eru launin skert um 50 prósent. Til að fá 25 prósent álag þurfa þeir að sitja í a.m.k. þremur fastanefndum eða að vera formenn í slíkri nefnd. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Á aukafundi borgarstjórnar sem stefnt er á að halda 16. júní, þegar ný borgarstjórn tekur formlega við völdum, verður gengið frá kjöri í hin ýmsu ráð og nefndir. Einnig verða kosnir fulltrúar í stjórnir fyrirtækja sem Reykjavíkurborg á aðild að. „Samkvæmt lögum tekur nýkjörin sveitarstjórn við störfum fimmtán dögum eftir kjördag. Það er mánudagurinn 16. júní. ,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar aðspurð. „Væntanlega eru allir byrjaðir að undirbúa hvernig þeir ætla að manna nefndir og ráð. Menn eru búnir að setjast niður og reikna út hvað þeir eiga mörg sæti,“ segir Helga, sem mun í framhaldinu sjá til þess að kynjahlutföll séu rétt í hverju ráði og nefnd fyrir sig. Borgarfulltrúar, fólk sem hefur verið á framboðslistum stjórnmálaflokka og aðrir sem hafa ekki verið á þeim situr í þessum ráðum og nefndum. Á fundinum 16. júní verða þrír kjörnir í stjórn Faxaflóahafna, fimm í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, þrír í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, einn í stjórn Sorpu og einn til viðbótar í stjórn Strætó bs. Ráðum á vegum Reykjavíkur er skipt í fjóra flokka. Þau stærstu eru í flokki eitt og fyrir þau eru greidd 20 prósent af þingfarakaupi, eða um 126 þúsund krónur á mánuði. Í þeim flokki eru borgarráð, skipulags- og umhverfisráð, skóla- og frístundaráð og velferðarráð. Sextán prósent af þingfarakaupi eru greidd fyrir setu í flokki tvö, eða um 100 þúsund krónur. Í honum eru forsætisnefnd, íþrótta- og tómstundaráð, mannréttindaráð og menningar- og ferðamálaráð. Í flokki þrjú eru greidd 14 prósent af þingfarakaupi fyrir nefndarsetu, eða tæp 90 þúsund. Heilbrigðisnefnd og innkauparáð eru í þeim flokki. Í fjórða flokknum eru hverfisráðin, stjórnkerfisnefnd (ef ákveðið er að hún starfi) og stjórn Listahátíðar í Reykjavík. Sex prósent af þingfarakaupi eru greidd fyrir aðild að þeim, eða tæpar 38 þúsund krónur. Formenn hverrar fastanefndar fá tvöfalda þóknun og gildir það um kjörna fulltrúa aðra en borgarfulltrúa. Varamenn fá greidd laun fyrir hvern fund sem þeir sitja og nema Ai 1,95 prósentum af þingfarakaupi. Það gera rúmar 12. þúsund fyrir hvern fund.Hálf milljón í grunnlaunÞví fleiri borgarfulltrúar sem eru í hverju ráði, þeim mun lægri er launakostnaður ráðsins sjálfs, vegna þess að allar fundarsetur eru innifaldar í grunnlaunum þeirra. Launin nema 77,82 prósentum af þingfarakaupi, eða 490.285 krónum. Ýmsar reglur um álag eða skerðingu eru til staðar eftir því hvað menn sitja í mörgum nefndum en til að fá grunnlaunin þurfa borgarfulltrúar að sitja í a.m.k. einni nefnd í flokki eitt. Ef ekki eru launin skert um 50 prósent. Til að fá 25 prósent álag þurfa þeir að sitja í a.m.k. þremur fastanefndum eða að vera formenn í slíkri nefnd.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira