Rafrænar kosningar ekki leynilegar Snærós Sindradóttir skrifar 3. júní 2014 00:01 Vafi leikur á því hvernig hægt er að tryggja að rafrænar kosningar sem fara fram á heimilum fólks séu leynilegar. NordicPhotos/Getty Stærri rafrænar kosningar eru ekki raunhæfur möguleiki eins og staðan er í dag að mati Hauks Arnþórssonar, doktors í rafrænni stjórnsýslu. „Mitt svar er að það er almennt ekki álitið í lagi með slíka kosningu, ekki í alvöru kosningum,“ segir Haukur. Þjóðskrá gerði í vetur samning við spænska fyrirtækið Scytl um afnot ríkisins að rafrænu kosningakerfi. Stefnt er að því að halda tvær íbúakosningar í haust til að prófa kerfið og er vonast til þess að þær leiði til þess að rafrænar kosningar verði teknar upp í næstu sveitarstjórnarkosningum og Alþingiskosningum.Haukur Arnþórsson doktor í rafrænni stjórnsýslu.„Þetta er feykilega djörf og framsækin ákvörðun og það má alveg hugsa sér að yfirvöld fái eitthvað í bakið með það ef þau hafa tekið ákvörðun sem gengur of langt,“ segir Haukur. Hann segir þau vandamál sem tengjast rafrænni kosningu óleyst. „Í fyrsta lagi er kosningin ekki leynileg, síðan væri alltaf hægt að taka ljósmynd af atkvæðinu sínu ef þú ert með það á skjá eða á snjalltölvu. Það þýðir að þú opnar fyrir spillingu eins og sölu á atkvæðum.“ Haukur segir jafnframt að kosningaeftirlit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) yrði ómögulegt við framkvæmdina. Fleiri vandamál eru ef til vill auðleystari. „Endurtalning atkvæða er ekki raunverulega möguleg í rafrænum kerfum þannig að þú þarft bara að treysta fyrstu talningu. Það er samt verið að vinna í þessu öllu,“ segir Haukur. Haukur segir að hættan við kosningasvik stóraukist jafnframt ef opnað verði fyrir rafræna kosningu. „Það hefur verið talað um að það sé hægt að koma á svokölluðum heildsölusvikum, þ.e. svikum sem tæknimenn geta framkvæmt sem breytir heildarniðurstöðu kosninganna. Enda þótt forritunarkóðinn sé opinn og sýnilegur þá geti tæknimenn breytt keyrslukóðanum jafnvel þó hann sé innsiglaður og þannig haft áhrif á niðurstöður.“Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár. Fréttablaðið/GVAHaukur segir að þó sé ekki útilokað að rafrænar kosningar séu framtíðin. „Ég tel að tölvutæknin muni ef til vill ráða við þetta verkefni síðar.“ Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir kerfið sem Þjóðskrá búi yfir hafa reynst vel í þeim löndum sem hafa gert tilraun með rafræna kosningu. Í Noregi hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sveitarstjórnarkosningar og þingkosningum farið fram rafrænt í nokkrum sveitarfélögum. „Kerfið er komið til okkar og við erum langt komin með að aðlaga það fyrir rafrænar íbúakosningar. Við treystum okkur í þetta með stuttum fyrirvara,“ segir Margrét. Tengdar fréttir „Netkosningar eru klárlega framtíðin" Netkosningar eru valmöguleiki í kosningum í öðrum löndum og eru hugsuð til þess að sporna við dræmri kjörsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem gerir yfirvöldum kleift að bjóða kjósendum upp á að kjósa á netinu. 1. júní 2014 17:47 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Stærri rafrænar kosningar eru ekki raunhæfur möguleiki eins og staðan er í dag að mati Hauks Arnþórssonar, doktors í rafrænni stjórnsýslu. „Mitt svar er að það er almennt ekki álitið í lagi með slíka kosningu, ekki í alvöru kosningum,“ segir Haukur. Þjóðskrá gerði í vetur samning við spænska fyrirtækið Scytl um afnot ríkisins að rafrænu kosningakerfi. Stefnt er að því að halda tvær íbúakosningar í haust til að prófa kerfið og er vonast til þess að þær leiði til þess að rafrænar kosningar verði teknar upp í næstu sveitarstjórnarkosningum og Alþingiskosningum.Haukur Arnþórsson doktor í rafrænni stjórnsýslu.„Þetta er feykilega djörf og framsækin ákvörðun og það má alveg hugsa sér að yfirvöld fái eitthvað í bakið með það ef þau hafa tekið ákvörðun sem gengur of langt,“ segir Haukur. Hann segir þau vandamál sem tengjast rafrænni kosningu óleyst. „Í fyrsta lagi er kosningin ekki leynileg, síðan væri alltaf hægt að taka ljósmynd af atkvæðinu sínu ef þú ert með það á skjá eða á snjalltölvu. Það þýðir að þú opnar fyrir spillingu eins og sölu á atkvæðum.“ Haukur segir jafnframt að kosningaeftirlit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) yrði ómögulegt við framkvæmdina. Fleiri vandamál eru ef til vill auðleystari. „Endurtalning atkvæða er ekki raunverulega möguleg í rafrænum kerfum þannig að þú þarft bara að treysta fyrstu talningu. Það er samt verið að vinna í þessu öllu,“ segir Haukur. Haukur segir að hættan við kosningasvik stóraukist jafnframt ef opnað verði fyrir rafræna kosningu. „Það hefur verið talað um að það sé hægt að koma á svokölluðum heildsölusvikum, þ.e. svikum sem tæknimenn geta framkvæmt sem breytir heildarniðurstöðu kosninganna. Enda þótt forritunarkóðinn sé opinn og sýnilegur þá geti tæknimenn breytt keyrslukóðanum jafnvel þó hann sé innsiglaður og þannig haft áhrif á niðurstöður.“Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár. Fréttablaðið/GVAHaukur segir að þó sé ekki útilokað að rafrænar kosningar séu framtíðin. „Ég tel að tölvutæknin muni ef til vill ráða við þetta verkefni síðar.“ Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir kerfið sem Þjóðskrá búi yfir hafa reynst vel í þeim löndum sem hafa gert tilraun með rafræna kosningu. Í Noregi hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sveitarstjórnarkosningar og þingkosningum farið fram rafrænt í nokkrum sveitarfélögum. „Kerfið er komið til okkar og við erum langt komin með að aðlaga það fyrir rafrænar íbúakosningar. Við treystum okkur í þetta með stuttum fyrirvara,“ segir Margrét.
Tengdar fréttir „Netkosningar eru klárlega framtíðin" Netkosningar eru valmöguleiki í kosningum í öðrum löndum og eru hugsuð til þess að sporna við dræmri kjörsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem gerir yfirvöldum kleift að bjóða kjósendum upp á að kjósa á netinu. 1. júní 2014 17:47 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Netkosningar eru klárlega framtíðin" Netkosningar eru valmöguleiki í kosningum í öðrum löndum og eru hugsuð til þess að sporna við dræmri kjörsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem gerir yfirvöldum kleift að bjóða kjósendum upp á að kjósa á netinu. 1. júní 2014 17:47