Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Námaskarð Hverirnir austan Námaskarðs eru meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Norðurlandi. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps er formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sem áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar.Fréttablaðið/Vilhelm Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira