Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Námaskarð Hverirnir austan Námaskarðs eru meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Norðurlandi. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps er formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sem áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar.Fréttablaðið/Vilhelm Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira