Nýir stjórnarherrar í Reykjanesbæ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 2. júní 2014 09:15 vísir/gva Nýr meirihluti er að verða til í Reykjanesbæ og þar með lýkur 20 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu. Í kosningabaráttunni voru Á-listi Frjáls afls, S-listi Samfylkingar og óháðra og Y-listi Beinnar leiðar, farin að ræða óformlega saman um myndun nýs meirihluta. Þessi framboð fengu tvo fulltrúa hvert. Eftir að ljóst var aðfaranótt sunnudags að meirihlutinn væri fallinn hittust oddvitar framboðanna og ákváðu að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta og viðræður héldu áfram í gær. Kristinn Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins, var boðaður til fundar í gær en ekki var tekin ákvörðun um hvort Framsóknarflokkurinn tæki þátt í myndun nýs meirihluta. „Við vildum heyra þeirra sjónarmið og þess vegna voru þeir boðaðir til fundarins,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.„Við erum að móta samstarfssamning og höfum fulla trú á að framboðin nái saman. Við ætlum að klára þetta í vikunni,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra. Nýr meirihluti í Reykjanesbæ ætlar að leggja áherslu á að endurskoða rekstur og fjármál bæjarins. Þá eru úrbætur í atvinnumálum forgangsverkefni. Þá eru menn sammála um að auglýst verði eftir bæjarstjóra. Gunnar Friðjónsson, oddviti Frjáls afls, segir að menn séu ekki farnir að ræða skiptingu í trúnaðarstöður í sveitarfélaginu eða skiptingu í nefndir. „Það á eftir að hnýta nokkra lausa hnúta. Við tökum ekki við fyrr en um miðjan mánuðinn svo það er tími til stefnu,“ segir Gunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað í Reykjanesbæ í tuttugu ár og ósigur hans er stór, hann var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili, sjö fulltrúa en fékk nú fjóra. Árni Sigfússon bæjarstjóri leiddi lista sjálfstæðismanna, ætlar hann að hætta í kjölfar ósigursins? „Ég er reiðubúinn að axla ábyrgð,“ segir Árni. Hann segir jafnframt að nú verði staðan metin, engar ákvarðanir hafi verðið teknar. „Ég hef reyndar sagt að það eigi enginn að vera fyrir í góðu samstarfi. Ef ég er til trafala er ég alveg tilbúinn að víkja,“ segir Árni og bætir við að hann sé reiðubúinn að leggja sitt af mörkum en það geti orðið með ýmsum hætti. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Nýr meirihluti er að verða til í Reykjanesbæ og þar með lýkur 20 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu. Í kosningabaráttunni voru Á-listi Frjáls afls, S-listi Samfylkingar og óháðra og Y-listi Beinnar leiðar, farin að ræða óformlega saman um myndun nýs meirihluta. Þessi framboð fengu tvo fulltrúa hvert. Eftir að ljóst var aðfaranótt sunnudags að meirihlutinn væri fallinn hittust oddvitar framboðanna og ákváðu að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta og viðræður héldu áfram í gær. Kristinn Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins, var boðaður til fundar í gær en ekki var tekin ákvörðun um hvort Framsóknarflokkurinn tæki þátt í myndun nýs meirihluta. „Við vildum heyra þeirra sjónarmið og þess vegna voru þeir boðaðir til fundarins,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.„Við erum að móta samstarfssamning og höfum fulla trú á að framboðin nái saman. Við ætlum að klára þetta í vikunni,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra. Nýr meirihluti í Reykjanesbæ ætlar að leggja áherslu á að endurskoða rekstur og fjármál bæjarins. Þá eru úrbætur í atvinnumálum forgangsverkefni. Þá eru menn sammála um að auglýst verði eftir bæjarstjóra. Gunnar Friðjónsson, oddviti Frjáls afls, segir að menn séu ekki farnir að ræða skiptingu í trúnaðarstöður í sveitarfélaginu eða skiptingu í nefndir. „Það á eftir að hnýta nokkra lausa hnúta. Við tökum ekki við fyrr en um miðjan mánuðinn svo það er tími til stefnu,“ segir Gunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað í Reykjanesbæ í tuttugu ár og ósigur hans er stór, hann var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili, sjö fulltrúa en fékk nú fjóra. Árni Sigfússon bæjarstjóri leiddi lista sjálfstæðismanna, ætlar hann að hætta í kjölfar ósigursins? „Ég er reiðubúinn að axla ábyrgð,“ segir Árni. Hann segir jafnframt að nú verði staðan metin, engar ákvarðanir hafi verðið teknar. „Ég hef reyndar sagt að það eigi enginn að vera fyrir í góðu samstarfi. Ef ég er til trafala er ég alveg tilbúinn að víkja,“ segir Árni og bætir við að hann sé reiðubúinn að leggja sitt af mörkum en það geti orðið með ýmsum hætti.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira