Innlent

Flugdagur heppnaðist mjög vel

Börn og fullorðnir skemmtu sér vel við að skoða flugför af ýmsu tagi, en meðal skemmtiatriða var fallhlífarstökk, listflug, vélar sem nota stuttar flugbrautir, rússneskar listflugvélar og fisflugvélar.
Börn og fullorðnir skemmtu sér vel við að skoða flugför af ýmsu tagi, en meðal skemmtiatriða var fallhlífarstökk, listflug, vélar sem nota stuttar flugbrautir, rússneskar listflugvélar og fisflugvélar. Fréttablaðið/Daníel
Mikill fjöldi sótti flugsýningu sem Flugmálafélag Íslands stóð fyrir á Reykjavíkurflugvelli í gær.

Flugdagurinn, sem haldinn er á hverju ári, tókst með afbrigðum vel. Veðráttan olli því að um morguninn var einkar blautt, en þegar leið á daginn batnaði veðrið svo um munaði.

Metaðsókn var að flugsýningunni, en rúmlega sex þúsund happdrættismiðar kláruðust, og áætlað er að um það bil átta þúsund manns hafi komið á flugsýninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×