GusGus hitar upp fyrir Timberlake Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2014 08:30 Hljómsveitin GusGus hitar upp fyrir Justin Timberlake á tónleikum hans á Íslandi í sumar. Liðsmenn GusGus eru fullir tilhlökkunar. mynd/ari magg „Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag. Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
„Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag.
Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”