Innlent

Seyðfirðingar horfa yfir heiði til Héraðsbúa

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Seyðisfirði sjá menn tækifæri í sameiningu upp á Egilsstaði.
Á Seyðisfirði sjá menn tækifæri í sameiningu upp á Egilsstaði. Fréttablaðið/GVA
Bæjarráð Seyðisfjarðar tekur undir bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.

„Í því samhengi telur bæjarráð að einn af vænlegustu kostunum geti verið sameining Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs,“ segir bæjarráðið sem kveður fulltrúa Seyðisfjarðar hafa unni af heilindum að verkefni á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um að kanna kosti og galla sameiningar allra sveitarfélaga í fjórðungnum. Það sé miður að verkefnið hafi lagst af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×