Með götudans í blóðinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2014 09:30 Natasha Monay Royal lærði sín fyrstu götudansspor á götunum í New York. Vísir/Daníel „Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“ Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
„Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira