Með götudans í blóðinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2014 09:30 Natasha Monay Royal lærði sín fyrstu götudansspor á götunum í New York. Vísir/Daníel „Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“ Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira