Með götudans í blóðinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2014 09:30 Natasha Monay Royal lærði sín fyrstu götudansspor á götunum í New York. Vísir/Daníel „Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“ Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
„Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“
Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira