Mikil aðsókn í leiklistarprufurnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. apríl 2014 10:00 F.v. Bergur Þór Ingólfsson, Ívar Páll Jónsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Karl Pétur Jónsson á góðri stundu í New York. mynd/einkasafn „Ég er nýkominn heim, ég var viðstaddur prufurnar í New York, það mættu um 500 manns í prufur og það var mikið stuð. Þetta var svakalegt ævintýri, erfitt en gaman,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Örn Gunnlaugsson, en hann er tónlistarstjóri og pródúserar jafnframt alla tónlist í íslenska indie/rokk-leikhúsverkinu, Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter í New York. Um er að ræða eins konar söngleik eftir Ívar Pál Jónsson og þá sér Bergur Þór Ingólfsson um leikstjórn en ráðgert er að frumsýna verkið í ágústmánuði í New York. Lee Proud er danshöfundur og Petr Hlousek hannar sviðsmynd en þeir ásamt Bergi unnu saman að Mary Poppins á Íslandi. Um framleiðslu verksins sjá Theater Mogul og Karl Pétur Jónsson. „Þetta kom þannig til að Ívar Páll Jónsson, sem semur leikritið, lög og texta, hafði samband við Jónas Sig og spurði Jónas hvort hann vildi taka þátt í þessu með honum. Hann hafði dálæti á tónlist Jónasar og í kjölfarið benti Jónas svo á mig og ég kom inn í þetta. Síðan eru liðin þrjú ár og allt að smella saman,“ segir Stefán Örn spurður út í upphafið. Stefán hefur gert plötu með tónlistinni úr söngleiknum og þar koma fram íslenskir tónlistarmenn. „Það eru söngvarar eins og Eyþór Ingi, Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius, Lára Rúnarsdóttir, Íkorni og Soffía Björg Óðinsdóttir sem syngja lögin á plötunni, ásamt íslenskum hljóðfæraleikurum,“ bætir Stefán Örn við. Einnig syngur á plötunni Liam McCormick, höfuðpaur hljómsveitarinnar The Family Crest. Á facebook-síðunni má kynna sér nánar um verkið, þá má einnig fylgjast með á Twitter. Tengdar fréttir Bergur leikstýrir söngleik í New York Fjölskyldan fylgir Bergi Þór út í sumar. 6. mars 2014 11:30 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Ég er nýkominn heim, ég var viðstaddur prufurnar í New York, það mættu um 500 manns í prufur og það var mikið stuð. Þetta var svakalegt ævintýri, erfitt en gaman,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Örn Gunnlaugsson, en hann er tónlistarstjóri og pródúserar jafnframt alla tónlist í íslenska indie/rokk-leikhúsverkinu, Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter í New York. Um er að ræða eins konar söngleik eftir Ívar Pál Jónsson og þá sér Bergur Þór Ingólfsson um leikstjórn en ráðgert er að frumsýna verkið í ágústmánuði í New York. Lee Proud er danshöfundur og Petr Hlousek hannar sviðsmynd en þeir ásamt Bergi unnu saman að Mary Poppins á Íslandi. Um framleiðslu verksins sjá Theater Mogul og Karl Pétur Jónsson. „Þetta kom þannig til að Ívar Páll Jónsson, sem semur leikritið, lög og texta, hafði samband við Jónas Sig og spurði Jónas hvort hann vildi taka þátt í þessu með honum. Hann hafði dálæti á tónlist Jónasar og í kjölfarið benti Jónas svo á mig og ég kom inn í þetta. Síðan eru liðin þrjú ár og allt að smella saman,“ segir Stefán Örn spurður út í upphafið. Stefán hefur gert plötu með tónlistinni úr söngleiknum og þar koma fram íslenskir tónlistarmenn. „Það eru söngvarar eins og Eyþór Ingi, Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius, Lára Rúnarsdóttir, Íkorni og Soffía Björg Óðinsdóttir sem syngja lögin á plötunni, ásamt íslenskum hljóðfæraleikurum,“ bætir Stefán Örn við. Einnig syngur á plötunni Liam McCormick, höfuðpaur hljómsveitarinnar The Family Crest. Á facebook-síðunni má kynna sér nánar um verkið, þá má einnig fylgjast með á Twitter.
Tengdar fréttir Bergur leikstýrir söngleik í New York Fjölskyldan fylgir Bergi Þór út í sumar. 6. mars 2014 11:30 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Sjá meira