Lífið

100 áhrifamestu í Time Magazine

Beyoncé prýðir forsíðuna að þessu sinni.
Beyoncé prýðir forsíðuna að þessu sinni.
Time Magazine gaf út á fimmtudaginn í ellefta sinn árlegan lista yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana.

Listinn samanstendur aðallega af listamönnum, sem skipa flest sæti listans, stjórnmálamönnum og viðskiptajöfrum.

Tónlistarkonan Beyoncé prýðir forsíðu blaðsins, en í þetta sinn er 41 kona á listanum, fleiri en nokkru sinni áður.

Meðal kvenna á listanum eru Megyn Kelly, fréttakona á Fox News, Hillary Clinton og Miley Cyrus.

Yngst á listanum er aðgerðasinninn Malala Yousafzai, sem er sextán ára gömul, en elstur er viðskiptajöfurinn Carl Icahn, 78 ára.

Þá er njósnarinn Edward Snowden einnig á listanum, tónlistarmaðurinn Pharrell, forseti Rússlands, Vladímír Pútín, og körfuboltakappinn Jason Collins, en hann komst í heimspressuna á árinu þegar hann kom út úr skápnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×