Erfitt að glíma við náttúruöflin Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. apríl 2014 10:00 Ingvar E.Sigurðsson er nýkominn til landsins eftir tökur á kvikmyndinni Everest. Vísir/Valli „Tökurnar gengu alveg glimrandi vel og við höfum verið í tökum víðs vegar um heiminn,“ segir leikarinn Ingvar E. Sigurðsson en hann er nýkominn heim eftir þriggja mánaða dvöl erlendis við tökur á kvikmyndinni Everest. Tökurnar á myndinni hafa farið fram víða en á meðal tökustaða eru Himalajafjöllin, ítölsku Alparnir, Cinecittà-stúdíóið í Róm og Pinewood-stúdíóið í London, ásamt fleiri merkum stöðum. „Ég var í þokkalegu formi fyrir tökurnar en fór þó í nokkrar fjallgöngur fyrir myndina og var þjálfaður á Ítalíu og Íslandi í því hvernig maður eigi að bera sig að með allan búnaðinn. Þetta voru oft erfiðar aðstæður og tók mikið á,“ segir Ingvar spurður út í erfiðið í tökunum. Eins og gengur eru aðstæður oft ákaflega erfiðar í slíkri háfjallagöngu og er ekkert til sparað í tökunum. „Það er þó gaman að takast á við náttúruöflin þótt þau séu ekki alltaf ekta.“ Eins og sönnum fjallagarpi sæmir var Ingvar dúðaður í dúngalla og gat því orðið ansi heitt í kolunum. „Það var bæði heitt og kalt, það gat verið kalt þegar maður var í fjöllunum en mjög heitt þegar maður var í stúdíóunum,“ bætir Ingvar við en hann leikur rússneskan fjallgöngugarp sem þekkir hlíðar Everest vel. Hvernig er að vinna með Baltasar Kormáki, leikstjóra myndarinnar? „Við höfum unnið svo mikið saman og við vinnum alltaf mjög vel saman.“ Ingvar þurfti þó að fórna hlutverki í leikritinu Eldraunin því tökur á myndinni hófust seinna en gert var ráð fyrir. „Hilmir Snær reddaði því fyrir mig,“ segir Ingvar léttur í lundu. Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
„Tökurnar gengu alveg glimrandi vel og við höfum verið í tökum víðs vegar um heiminn,“ segir leikarinn Ingvar E. Sigurðsson en hann er nýkominn heim eftir þriggja mánaða dvöl erlendis við tökur á kvikmyndinni Everest. Tökurnar á myndinni hafa farið fram víða en á meðal tökustaða eru Himalajafjöllin, ítölsku Alparnir, Cinecittà-stúdíóið í Róm og Pinewood-stúdíóið í London, ásamt fleiri merkum stöðum. „Ég var í þokkalegu formi fyrir tökurnar en fór þó í nokkrar fjallgöngur fyrir myndina og var þjálfaður á Ítalíu og Íslandi í því hvernig maður eigi að bera sig að með allan búnaðinn. Þetta voru oft erfiðar aðstæður og tók mikið á,“ segir Ingvar spurður út í erfiðið í tökunum. Eins og gengur eru aðstæður oft ákaflega erfiðar í slíkri háfjallagöngu og er ekkert til sparað í tökunum. „Það er þó gaman að takast á við náttúruöflin þótt þau séu ekki alltaf ekta.“ Eins og sönnum fjallagarpi sæmir var Ingvar dúðaður í dúngalla og gat því orðið ansi heitt í kolunum. „Það var bæði heitt og kalt, það gat verið kalt þegar maður var í fjöllunum en mjög heitt þegar maður var í stúdíóunum,“ bætir Ingvar við en hann leikur rússneskan fjallgöngugarp sem þekkir hlíðar Everest vel. Hvernig er að vinna með Baltasar Kormáki, leikstjóra myndarinnar? „Við höfum unnið svo mikið saman og við vinnum alltaf mjög vel saman.“ Ingvar þurfti þó að fórna hlutverki í leikritinu Eldraunin því tökur á myndinni hófust seinna en gert var ráð fyrir. „Hilmir Snær reddaði því fyrir mig,“ segir Ingvar léttur í lundu.
Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira